Dagfari - 01.10.1966, Qupperneq 10

Dagfari - 01.10.1966, Qupperneq 10
ERLENT FJÁRMACN i • ... ; . - • • - •. . ; ' "ll Haukur Helgason að flytja álit umræðuhópsins um erlendafjárfestingu. Auk hams fundarstjóri og ritarar fundarins. ÁL'YKTUN LANDSFUNDAR HERNÁMS’ ANDSTÆÐINGA Um aldaraðir laut íslenzka þjóðin erlendu valdi, stjórn- málalegu og ef nahagslegu. Sem kunnugt er, varð afleið- ingin sú, að þjóðin sökk í hina mestu niðurlægingu og horfði svo um skeið, að tilvera hennar var beinlínis í hættu. Einn meginþátturinn í allri baráttu þjóðarinnar fyrir frelsi og' sjálfstæði var að koma verzlun og atvinnurekstri í ís- lenzkar hendur. Því var það, að þegar þjóðin öðlaðist fullveldi árið 1918, og málin voru komin á þann veg, að nær því öll virkjanleg fall- vötn landsins voru komin 1 hendur erlendra aðila, að fram- sýnustu forystumenn þjóðar- innar hófu baráttu fyrir því að íslendingar sjálfir öðluðust öll yfirráð þessara fallvatna. Töldu þek' það frumskilyrði þess, að hægt yrði fyrr eða síðar að nýta þau til hagsbóta fyrir þjóðina sjálfa. Þessari baráttu lauk með sigri íslendinga. Sú stefna varð ofan á, að þeir einir skyldu hafa rétt til atvinnureksturs hér á landi, og um þetta atriði hafa verið strangari ákvæði hér en hjá öðrum þjóðum. Með þessu var stefnt að því að tryggja efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar, sem ekki má sín mikils, sakir fámennis og lítils elgin fjármagns. Hið efnahagslega sjálfstæði, sem þjóðin naut um nokkurra áratuga skeið, gaf góða raun. Stórfelld uppbygging átti sér stað á flestum sviðum. Lífs- kjör þjóðarinnar urðu öll önn. ur og miklu betri en áður. Á allra síðustu árum hefur fyrir atbeina íslenzkra stjórn- arvalda orðið algjör stefnu- breyting í þessum málum. Með örlitlum meirihluta hefur Al- þingi íslendinga samþykkt lög, sem heimila erlendum aðilum rétt til atvinnureksturs í stór- um stíl hér á landi. Er hér sér 1 iagi átt við samning þann, er gerður hefur verið við svissn- eska fyrirtæklð Swiss Alu- 10 DAGFA.RI minium Ltd., en með samningi þessum er hinu erlenda fyrir- tæki veittur réttur til að hag- nýta sér orku úr stærsta fall- vatni landsins, Þjórsá. Þessi ákvörðun Alþingis brýtur algjörlega í bága við þá stefnu, sem fastmótuð var á árunum eftir fyrri heimsstyrj- öldina. Með þessari ákvörðun voru ekki aðeins gáttir opnaðar fyr- ir erlendu fjármagni, heldur varoghlutur íslendinga sjálfra settur skör iægra en hlutur hinna erlendu aðiia. Þannig var hinu erlenda fyr. irtæki veitt margskonar fríð- indi. Samkvæmt samningnum, nýtur það tollfrelsis að mjög verulegu leyti, rafmagnsverðið, er fastákveðið til 25 ára, 10,75 aurar pr. KW (miðað við nú- verandi gengi), þegar hinn al- menni íslenzki iðnaður þarf að greiða um það bil 60 aura pr. KW. Hinn erlendi aðili þarf samkvæmt samningnum ekki að hlíta islenzkri lögsögu. Við þetta bætist, að með þessum samningi er hinum er- lenda aðila veitt helmild til að flytja út úr landinu allan þann verðmætlsauka, sem skapast vlð hagnýtlngu raforkunnar. Þá er og þess að gæta, að fjárfesting hins erlenda fyrir- tækis er gífurleg miðað við ís. lenzkar aðstæður. Ef fyrirætl- anir hins svissneska fyrirtækis ná fram að ganga, mun fjár- festing þess ekki verða undir 6.000 milj. króna. Til samanburðar má geta þess, rfð skv. Fjármálatíðindum (nr. 2, 1965) var fjármuna- myndunin í þjóðarbúskap okk- ar íslendinga á nokkrum und- anförnum árum sem hér segir: 1959: 1,942 milljón kr. 1960: 2,499 1961: 2,195 1962: 2-829 1963: 3.853 1964: 4.968 og er þá átt við heildar fjár- munamyndunina í landbúnað- inum, aukningu fiskiskipastóls- ins, í iðnaðinum, vélar og tæki, vlrkjanir og veítur, flutninga- tæki, verzlunar-, skrifstofu- og veitingahús, íbúðarhús, sam. göngumannvirki og byggingar hlns opinbera. Hlnn naumi meirihluti Al- þingis braut blað I sögu þjóð- arinnar með samnlngnum við hinn svissneska aðlla. Nú er sýnt, að íslenzkir valdamenn vilja ekkl láta hér vlð sitja. Þegar er haflnn áróð- ur fyrir því að veita erlendu fjármagni í enn stærri stíl heimild til atvinnurekstrar hér á landi og er ekki séð fýrir, hvar staðar verður numið. Þá vofir yfir sú hætta, að íslenzka þjóðin verði í einni annarri mynd látin tengjast Fríverzi- unarbandalagi Evrópu. Fjórði landsfundur Samtaka hernámsandstæðinga lýsir sig algjörlega andvígan þeirri stefnubreytingu, sem naumur meirihluti Alþingis hefur knúð fram. Landsfundurinn harmar, að þessi meirihluti skyldi j hafna því að leggja slíkt'stór- mál, sem hér um ræðir, undir dóm þjóðarinnar. Landsfundurinn vekur at- hygli á þeirri staðreyndf að með hinni gálausu afgreiðslu á þessu stórmáli, er verið að móta fyrir langa framtíð skip- an atvlnnu- og efnahagsmála okkar íslendinga. Landsfundurinn hvetur alla þjóðholla íslendinga, hvar í flokki sem þeir eru og hvaða stétt sem þeir tilheyra, til að i spyrna við fæti og taka virkan þátt i þeirri baráttu, sem yfir stendur og framundan er, að hin fyrrl stefna varði upp telc- I in á nf, að fslendingar einir skuli hafa rótt til atvlnnu- rékstrar hér á landL

x

Dagfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.