Dagfari - 01.10.1966, Síða 11

Dagfari - 01.10.1966, Síða 11
Rœða Júníusar ÞJÓÐFRELSIS- OGMENNINCARMÁL ÁLYKTUN LANDSFUNDAR HERNAMS- ANDSTÆÐINGA Framhalð af bls. 5. um efnum cg sömuleiðis ná þær jafnan hagstæðustum lífs- kjörum fyrir þegna sina. III Það hefur löngum verið sagt, að menn vaxi á- viðfangsefnum sínum. Sá maður, er þreytir fang við erfiðleika, sem hon- um þöttu éður illviðráðanlegir og fær sigur í þeirri raun, vex og verður meiri maður. Sigur hans er ekki fyrst og fremst fólginn í lausn viðfangsefnis- ins, heldur hinu að hann hef- ur unnið sigur í glímunni við sitt eigið þor. - Á svipaðan veg er þjóðum farið. Þær, sem hafa dirfsku til þess að berjast við tvísýna erfiðleika eru vaxandi þjóðir og öruggar i hverri raun — hinar, er treysta meir á náðar- brauð annarra en eigin getu, eru minnkandi þjóðir og óvíst um örlög þeirra. Saga íslenzku þjóðarinnar er góð staðfesting þessarar reglu. Þegar hún hef- ur færst hvað mest í fang hef- i ur árangurinn orðið mestur en á hinn bóginn lakastur, þegar þeir ráða ferðinni, sem telja ■ þjóðinni bezt borgið undir ná- i inni handleiðslu annarrar þjóð- ar og þá helzt þeirrar, sem nú hefur hnefann á lofti og læt- ur dólgslega um allar álfur. Við verðum að gera okkur ' það ljóst, að tilvera okkar sem þjóðar og stjórnarfarslegtsjálf- stæði okkar er enginn sjálf- sagður hlutur, heldur árangur 1 langrar og oft tvísýnnar bar- áttu og má líkja við hús, sem byggt er með erfiði og úr for- gengilegum máttarviðum. Þessa máttarviði þjóðernisins þarf sífellt að vernda og styrkja, viljum við ekki að húsið hrynji. Við þurfum sömuleiðis • sífellt að sanna þjóðlegan til- . verurétt okkar gagnvart öðr- um þjóðum en fyrst og fremst gagnvart okkur sjálfum. Það er því bæði smánarlegt og ó- arðvænlegt að ætla sér að lifa eðlilegu þjóðlífi í skugga fall- byssunnar. svo sem við nú ger- um. Við getum aldrei falið öðr- um vernd þjóðernis okkar og fuilveldis, Það er aðeins okk- - ar eigið framtak en fyrst og síðast okkar eigð' hjartalag, sem getur yarðveitt þau dýr- mæti. Fjórði landsfundur Samtaka hernámsand- stæðinga bendir landsmönnum enn á þá meginkröfu sína, að herverndarsamningnum við Bandaríkin verði sagt upp, og ísland gert hlutlaust og friðlýst land. Fundurinn minnir á þá sérstöðu sem þjóð. in hefur. Vegna fámennis þarf hún að við- hafa ýmsar varúðarráðstafanir í samskipt- um sínum við erlendar þjóðir, í þeim til- gangi að vernda þjóðleg einkenni sín. Minna má á, að sjálfstæði okkar og þjóðleg til- vera er árangur langrar og oft tvisýnnar baráttu, og verður því aðeins varðveitt, að henni sé stöðugt haldið áfram. Það er þvi óbyrgðarlaus leikur að stofna árangri þeirrar baráttu 1 voða. Fundurinn átelur harðlega það glapræði sem gert var, þegar leyfð var stækkun sjónvarpsstöðvar- innar á Keflavíkurflugvelli og telur starf- rækslu hennar freklega árás á menningar- helgi þjóðarinnar. Skorar fundurinn á viðkomandi ráðamenn að vinda bráðan bug að lokun stöðvarinar, þar sem áformað er að íslenzka sjónvarpið taki til starfa þegar í þessum mánuði. Fundurinn bendir á nauðsyn þess, að vandað verði sem mest til íslenzka sjón- varpsins, eigi verði fjárskortur látinn hamla starfsemi þess og fræðsla og menningarlegt efni jafnan látið skipa höfuðsess. Með góðum vilja er unnt að gera íslenzka sjónvarpið að gegnu menningartæki, enda þótt tilkoma þess sé að mörgu komin fram af annarlegum ástæðum. Jafnframt því sem fundurinn gagnrýnir harðlega- það ástand, sem nú ríkir í sjónvarpsmálinu, vill hann benda á það, að undirrót allra þessara vand- ræða er ein og hin sama — dvöl hins er- lenda herliðs hér á landi. Fundurinn beinir þeirri ábendingu til fræðsluyfirvalda, að stórauka þurfi fræðslu í skólum um sögu þjóðarinnar og menning- ararf, og mætti i þeim tilgangi m.a. halda sérstakan þjóðræknisdag. Skólarnir þurfa að kappkosta meira en nú er gert, að glæða ræktartilfinningar nemenda sinna til lands síns og þjóðernis. Fundurinn beinir þeirri áskorun til ráða- manna þjóðarinnar, að stórefla alla starf- semi er miðar að bættu menningarlifi isl- lenzks almennings. í því sambandi vill fund- urinn benda á þá uggvænlegu staðreynd, að hinn langi vinnutimi, sem nú tíðkast, er allri menningarviðleitni fjötur um fót. Mik- il þörf er á að taka til endurskoðunar öll hátíðahöld 17. júní og 1. desember, því að ekki er viðunandi að þau séu gerð að skrípa- leik, heldur verða þau að þjóna þeim til- gangi sínum, að minna fólk á sögu þjóðar- innar og sjálfstæðisbaráttu í fortíð og nú- tíð. Þá telur fundurinn að vinna þurfi bet- ur og skipulegar að verndun merkra staða á landi hér, þannig að þeim sé skilað ó- spilltum til komandi kynslóða. Fundurinn telur, að enn meiri rækt þurfi að leggja við verndun tungunnar. Mikil á- byrgð hvílir á dagblöðum og útvarpi í þessu efni, og þurfa þau að vanda betur til verka sinna, bæði um ritað mál og talað. Einnig ber útvarpi að hafa betra eftirlit með því að ekki séu fluttir sönglagatextar, sem mis- þyrma tungunni. Fundurinn brýnir að lokum fyrir öllum þjóðhollum aðilum að standa vel á verði, þar sem þjóðin á nú mjög í vök að verjast vegna sívaxandi erlendrar ásælni bæði í menningarlegum og verklegum efnum. Nokkrir fulltrúar á landsfundinum ræðast við • í anddyri Bifrastar. Frá liægri: Jónas Árnason, Ási i Bæ, Þorgrímur Starri og Björn Bjarman. (Ljósm. Ragnar Lár). DAGFARI 11

x

Dagfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.