Dagfari - 01.02.1992, Blaðsíða 1

Dagfari - 01.02.1992, Blaðsíða 1
B'a §'ti's 9'3 1. ibl. 18. árgangur, febrúar 1992. Fréttaútgáfa. Úlgefandi: Samtök herstöövaandstæOinga, ÓOinsgölu 1. Póslhólf 5487 • 125 Rcykjavík. Sími 17966. Ábm. Jón Torfason. Skrifslofan er opin á mánudögum, þruOjudögum og fimmtudögum frá kl 16:30 til 18:30 Þess utan hafiö samband viö Guörúnu í síma 91-25549 eða Ingibjörgu í síma 91-28653. MýWt húmmM aS Óðaæisgöto L SHA flutti í nýtt húsnæði að Óðinsgötu 1. í nóvember síðastliðinn, er það mjög hentugt þar sem það er á jarðhæð gengið inn af götunni, þannig að núna er auðveldara að nálgast okkur. Frá landsráðsstefnu Úr skýrslu formanns: Hér á eftir fer stutt samantekt um starfsemi samtakanna á starfsárinu. Starfið hefur einkennst af þröngri fjárhagsstöðu, en eins og fram kemur í reikningum síðasta árs hafa alltof fáir stuðningsmenn okkar borgað gíróseðilinn sinn og við því haft úr minna að spila en ella. Þetta hefur gert okkur erfitt fyrir því starfið kostar peninga og of mikil orka hefur farið í það að láta endana ná saman. Vegna mikils samdráttar í vopnabirgðum stórveldanna. telja margir að baráttan sé ekki eins nauðsynleg og áður en gleyma því að mjög lítið hefur verið dregið úr umsvifum hersins og þau jafnvel verið aukin á sumum sviðum (t.d. hvað varðar heræfingar) á sama tíma og verið er að fækka í herjum og leggja niður herstöðvar í öðrum löndum. AÐGERÐIR SAMTAKANNA: Stærsta aðgerð ársins var Keflavíkurgangan lO.ágúst. Gífurleg vinna var lögð í undirbúning hennar og miklu til kostað en þó reynt að halda öllum kosmaði í lágmarki. Um miðjan júní var undirbúningur kominn á fullan skrið. Við vorum í nokkuð erfiðri stöðu varðandi tímasetningu göngunnar því reynslan hefur sýnt að erfitt er að safna peningum rétt eftir kosningar. Besti tíminn til aðgerða er hins vegar á vorin þ.e í lok maí eða byrjun júní.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.