Dagfari - 15.04.2000, Blaðsíða 9

Dagfari - 15.04.2000, Blaðsíða 9
Ég hef á tilfinningunni að Slobodan Milosevic hafi ekki verið neitt tiltakanlega kalt um það leyti sem þegnar hans voru að frjósa í hel þessa köldu janúardaga. Að minnsta kosti varð honum ekki svo kalt að hann segði af sér og drægi sig út úr júgóslavneskum stjómmálum. Rétt eins og í írak kemur bannið fyrst og síðast niður á almenningi - stríðsherramir munu alltaf taka til sín það sem þá lystir í krafti valdsins. Til að réttlæta refsiaðgerðir þær sem íbúar Júgóslavíu líða fyrir verða menn að trúa því að það sé raunverulega glæpur að búa í landinu. Það er ekki nema hollt fyrir okkur, sem emm felmtri slegin þegar landar okkar verða fyrir barðinu á íslenskum stórhríðum, að hugsa til fólksins sem króknaði í Kraljevo og Kragujevac eftir stórhríðina í Serbíu. Þar er líka veikt fólk og konur í bamsnauð en fátt til bjargar. Þrátt fyrir að hafa verið miðstöð bílaframleiðslu í landinu fyrir loftárásimar okkar þá var engum kalt í bíl þar í óveðrinu. Enginn lenti í því að klára rafmagnið af símanum sínum eða bensínið af bílnum af því að það var ekki til. Það er þó ekki helsti munurinn á aðstæðum fólksins í Serbíu og fólksins í Þrengslunum. Þar er sá reginmunur á að ófarir almennings í Serbíu em af völdum manna en ekki náttúruhamfara. Steinþór Heiðarsson (Birtist áður á vefritinu Múrinn, www.murinn.is) 9

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.