Dagfari - 15.04.2005, Blaðsíða 2
Frá ritstjórn
Rithöfundurinn Einar Bragi lést í
Reykjavík 26. mars síðastliðinn, tæplega
84 ára að aldri. Með honum misstu
herstöðvaandstæðingar einn sinn dyggasta
liðsmann, félaga sent ætíð lagði hönd á
plóg þegar baráttan krafðist. Saga hans
er samofin sögu baráttuhreyfingarinnar
gegn her í landi og aðild Islands að
hernaðarbandalögum. bað er rétt og skylt
að herstöðvaandstæðingar minnist hans í
riti sínu Dagfara.
A undanförnum árum hafa SHA
kappkostað að safna saman gögnum og
heimildumumsöguherstöðvabaráttunnar.
í þessu myndarlega safni koma aftur og
aftur upp nöfn sömu brautryðjendanna,
karla og kvenna sem lögðu öðrum fremur
mikið á sig til að breiða út boðskap
friðarstefnunnar og spyrna fæti við þeirri
hernaðarhyggju sem ráðandi öfl hafa alið
á. Einar Bragi er þar einn af mörgum.
Þótt í blaði þessu sé kastljósinu einkum
beintaðeinum manni,þáerumfjölluninni
ætlað að minna á verk heillar kynslóðar.
Sú kynslóð hugsjónafólks sem hratt af
stað baráttunni gegn her í landi vann
mikið og dýrmætt starf, en mátti sitja
undir ótrúlegum árásum. Fór þar fremst í
flokki Morgunblaðið, sem hikaði ekki við
að gefa andstæðingum sínum heiti á borð
við landráðamenn og Moskvu-agenta.
Það hefur alla u'ð verið háttur íslenskra
hernaðarsinna að sverta þá sem berjast
fyrir friði og afvopnun í beiminum.
Heimsmynd þeirra sem trúa á vopnavald
og að öryggi verði tryggt með vopnum er
sömuleiðis alltaf á sömu leið: þeir reyna
að skapa tvískipta veröld, þar sem allt er
svart eða hvítt. Að þessu leyti er enginn
munur á málflutningi Bandaríkjaforseta í
dag, sem krefst þess að umheimurinn sé
með sér eða á móti og þeim íhaldsöflum
sem Einar Bragi átti í höggi við. A sama
hátt og röksemdir andstæðinganna hafa
ekkert breyst, er málstaður þeirra sem
trúa á mátt skynseminnar og friðarins
sígildur.