Dagfari - 15.04.2005, Blaðsíða 9
Er Albert Schweitzer fífl?
Auk þess að fjalla um það sem hæst
bar í menningu og listum hverju sinni,
mátti oft finna í timaritinu Birtingi
greinar sem fjölluðu unt stjórnmálatengt
efni. í öðru tölublaði ársins 1958
skrifaði Einar Bragi ritstjórnargrein
þar sem hann gagnrýndi hræsni þeirra
hægrimanna sem reyndu að nota hernað
Sovétmanna í Ungverjalandi til að koma
höggi á friðarsinna og andstæðinga
kjarnorkuvígbúnaðar í heiminum.
Nokkru fyrr höfðu hægrimenn efnt til
fundar vegna Ungverjaiandsmáisins,
þar sent ófögrum orðum var faiið um
andstæðinga hersetunnar á Islandi.
„Það er ágætt að geta talað á Lækjartorgi,
en hvers virði er það frelsi, ef það er notað
til að æsa fóllc upp gegn mönnum vem
vilja gera þjóðina að friðflytjanda, vilja fá
hana til að hætta að trúa á helsprengjur og
helsprengjustöðvar? Eða halda mennirnir
að okkur sé vörn að hermönnum sem
hafa enga helsprengju? Og halda þeir
þá að okkur verði hlíft vegna þess að við
höfum helsprengjur? Eða hvernig hugsa
þeir sér vörnina? Eða vita þeir ekkert? Er
Albert Schweitzer fífl, eða eru orð hans
varnaðarorð viturs mannvinar? Fékk
hann kannski friðarverðlaun Nóbels fyrir
að stuðla að herstöðvum og vetiysspren
gjuframleiðslu? Er heimspekingurinn
Bertrand Russel að reyna að útbreiða
kommúnisma? Er hægt að bendla
Nóbelshöfundinn Albert Camus við
kommúnisma? Er ekket t mark takandi á
landa hans Jean-Paul Sartre? Eigum við
að hafa orð Einsteins að engu? Eigum
við að skella skollaeyrum við því, sem
vitrustu menn þjóðanna segja? Hafa
menn lesið bæklinginn “Friðlýst land”?
Geta þeir haldið áfram að trúa á hervarnir
eftir að hafa lesið hann? Það er ótrúlegt.
Við getum hvorki trúað því, að þeir
menn, sem predika gegn friðarstefnu, séu
vitskertir né að þeir séu illir í eðli sínu.
Þeir hljóta að fara sínu fram í jafngóðri
trú og hinir hvatvísu stjórnmálamenn
í útlöndum, sem létu drepa Nagym
Ungverjann fræga.
Við hljótum öll að hafa andstyggð á
leynilegum réttarhöldum og svívirði—
legum griðrofum eins og framin voru á
Ungverjum. En minnumst þess að þeir
atburðir gerðust fyrir íhlutun erlends hers,
sem var í landinu samkvæmt samningii.
Menn ættu því að hlygðast sín að leggja
þannig út af hryllilegum afleiðingum
hersetu í öðrum löndum, að þeir reyni
að fá Islendinga til að sætta sig betur við
hersetu á íslandi.“