Dagfari - 15.04.2005, Blaðsíða 12

Dagfari - 15.04.2005, Blaðsíða 12
Haustljóð á vori 1951 Ein flýgur sönglaust til suðurs, þótt sumartíð nálgist, lóan frá litverpu túni og lyngmóa folum, þytlausum vængjum fer vindur um víðirunn gráan. -Hvað veldur sorg þeirri sáru, svanur á báru? Misst hefur fallglaður fossinn fagnaðarróminn, horfinn er leikur úr lækjum og lindanna niður, drúpir nú heiðin af harmi og hörpuna fellir. -Hvað veldur sorg þeirri sáru, svanur á báru? Felmtruð og þögul sem þöllin er þjóðin mín unga, brugðið þér sjálfum hið sama: Þú syngur ei lengur, þeyrinn ber handan um höfin haustljóð á vori. -Hvað veldur sorg þeirri sáru, svanur á báru? Einar Bragi Upprunalega birt í ljóðabókinni Svanur á bdru, 1952. Þessi útgáfa birt í ljóðabókinni Svo fijáts vertu móðir þar sem Kristinn E. Andrésson tekur saman ljóð frá fyrsta áratug lýðveldisins og segir svo: „Þau eru eftir skáld á öllum aldri, flest ljóðskáldin okkar. Þau eru margbreytileg að formi, ýmist rímuð eða órímuð, bundin í stuðla eða ekki. Efnið er látið ráð: eingöngu tekin ljóð er varða ættjörðina land og þjóð, með það fýrir augum að gefa sýnishorn af því sem skáldin hafa lagt fram í þjóðfrelsisbaráttu síðasta áratugs, í baráttu gegn hernámi landsins og hersetu, gegn erlendum yfirgangi og innlendri þýlund.“

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.