Dagfari - 15.04.2005, Blaðsíða 11
fótbrotnað? Hvað segirðu, tvisvar farið
tir liði unt öklann? Ekkert vit fyrir þig að
ganga lengra en úr Hafnarfirði! Já, halló,
það er Gangan! Hraustur? Ha, spengdan
sköfnung? í hæsta lagi úr Kópavogi, helzt
ekki lengra en af öskjuhlíðinni!” Eitt
aðalstarf okkar var að halda aftur af fólki,
sem vildi ganga alla leið, en var ekki heilt
heilsu. Óðfluga hlóðust upp skráðar og
óskráðar heilbrigðisskýrslur: allir vissu
orðið allt um heilsufar vina sinna og
vinavina; ef einhver var með plattfót,
afhöggnar tær, ristarbólgu, hnjámús,
æðahnúta, hafði verið á hæli, nýlega
skorinn upp, þjáðist af nýrnasteinum,
næringarskorti, var talinn of gamall eða of
veikgerður almennt, var hann afskrifaður
fyrirfram.“
Að göngulokum
„Hér lýkur að segja frá lengstu og
eftirminnilegustu mótmælagöngu, sem
farin hefur verið á íslandi. Hún ýtti við
mörgum, sem fallinn var í værðarmók
andvaraleysis,stæltiviljamannaogmetnað.
Hún fékk íslenzkum hernámssinnum ærið
umhugsunarefni. “Vísir nnin ekki hlæja
daginn eftir gönguna,” hafði einhver sagt.
Það sannaðist rækilega. í blaðinu hafa
birzt tugir æsingagreina um gönguna,
þar af hátt í tíu leiðarar. Hinum erlendu
vígamönnum á Miðnesheiði er ekki
heldur rótt. Þeir leggja sig nú í framkróka
um að vingast við hina innbornu,
eru farnir að láta ljósmynda sig með
æruverðugum peysufatakonum og bjóða
þeim á hersýningar! Dýrmætast var þetta
framtak göngumönnum sjálfum vegna
þeirrar reynslu, sent það færði íslenzkum
hernámsandstæðingum: að ekkert er eins
vel til þess fallið að eyða misklíð, samstilla
hugina og jákvæð athöfn, er allir góðir
menn geta átt hlut að með stolti - notað til
að sýna vilja sinn í verki, sýna mannslund
sína, staðfastan ásetning sinn að vera hvað
sem yfir dynur: m e n n.“
Einar Bragi
www.fridur.is