Dagfari - 01.10.2005, Qupperneq 2

Dagfari - 01.10.2005, Qupperneq 2
Tímamót í starfi Samtaka herstöðvaandstæðinga Tíu ár eru um þessar mundir liðin frá því að SHA sagði upp leiguhúsnæði sínu að Óðinsgötu og hættu þar með rekstri almennrar skrifstofu. Þessi ráðstöfun var til komin vegna mikilla skulda og erfiðleika í rekstri samtakanna, en friðarhreyfingar víða um lönd áttu erfitt uppdráttar á tíunda áratug síðustu aldar. Ljóst er að lifandi hreyfingu er mikilvægt að eiga sér samastað, þar sem félagar geta komið saman og áhugasamt fólk kynnt sér starfið og stefnuna. A sama hátt valda stöðugir flutningar því að gögn og gripir geta farið forgörðum og mikil orka fer í snúninga sem lítt tengjast hinum eiginlegu markmiðum félagsins. Það var framfaraspor þegar SHA tók á Ieigu herbergi í Hamraborg í Kópavogi fyrir nokkrum misserum. Það húsnæði hefur nýst ágætlega til stjórnarfunda og sem geymsla fyrir helstu eigur félagsins. Ljóst mátti þó vera að starfsemi samtakanna er alltof mikil til að slíkt húsnæði gæti dugað til lengdar. Af þeim sökum var samþykkt, fyrst á landsráðstefnu 2002 og svo ítrekað ári síðar að kanna möguleika á því að eignast húsnæði sem nýst gæti til langframa. Það var loks hinn 30. mars 2004 að eignarhaldsfélagið Friðarhús SHA ehf. var stofnað til að standa að kaupum á húsnæði. Þá þegar hófst söfnun hlutafjár, en hver hlutur er að andvirði 10.000 kr. Síðan þá hafa tæplega hundrað manns skráð sig fyrir hlut, en markmiðið er að fjölga hluthöfum verulega. Styrkur samtakanna hefur ætíð falist í fjölda félagsmanna og virkri þátttöku sem flestra. Síðsumars 2005 náði stjórn Friðarhúss SHA ehf. samningum um kaup á húsnæði við Snorrabraut. Undanfarnar vikur hafa staðið yfir breytingar á húsnæðinu og uppsetning aðstöðu sem hentað getur starfsemi frjálsra félagasamtaka eins og SHA. Nú er sú vinna langt komin og ætlunin að vígja húsið formlega á landsráðstefnu samtakanna þann 5. nóvember. www.fridur.is 2

x

Dagfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.