Dagfari - 01.10.2005, Side 3
Margt á prjónunum
Hið nýja húsnæði SHA á horni
Snorrabrautar og Njálsgötu tengist sögu
verslunar í Reykjavík með órjúfanlegum
hætti. Þar var um árabil starfrækt
Prjónabúðin Erla, sem er áhugafólki urn
hannyrðir að góðu kunn. Prjónabúðin
er nú flutt á næsta götuhorn, á mótum
Snorrabrautar og Grettisgötu.
I grein í Dagfarahaustið 2002, voru reifaðir
þeir kostir sem framtíðarhúsnæði þyrfti að
búa yfir. Var þar meðal annars rætt um að
gamalt skrifstofu- eða verslunarhúsnæði í
Þingholtunum kæmi vel til greina. Þetta
húsnæði er á næstu slóðum í Tungunni
svokölluðu, milli Spítalahlíðar og
Skuggahverfis. Staðsetningin er því eins
og best verður á kosið, 100 metra frá
Laugaveginum og áberandi gluggar snúa
að fjölfarinni umferðargötu.
Húsnæðið uppfyllir fyllilega væntingar
okkar. Þar má hæglega halda sextíu
manna samkomur og 100 manns geta
setið á fyrirlestri. Gott veggpláss nýtist tii
hverskonar sýningarhalds og góð aðstaða
er fyrir skrifstofurekstur og geymslur fyrir
eigur SHA. Eignin er að hluta til á fyrstu
hæð með sérinngangi og síðan gengið
niður hálfa hæð í hinn hlutann. Skráð
stærð Friðarhússins er 125 fermetrar, þar
af er stærsta opna pláss um 70 fermetrar.
Kaupverð er 9,5 milljónir.
Aðstandendur Friðarhúss eru fullvissir um
að þetta húsnæði verði öflug lyftistöng
fyrir friðarbaráttuna á Islandi. Ekki
er vanþörf á því eins og staða mála er í
heiminum í dag.
Hvernig gerist maður hluthafi?
Það gefur auga leið að friðarsinnar munu
nú sem áður leggja allt sem þeir geta
að mörkum til að liðsinna Samtökum
herstöðvaandstæðinga í baráttu sinni
fyrir afvopnun og friði í heiminum.
Ein leið til þess er að gerast hluthafi í
eignarhaldsfélaginu Friðarhúsi SHA ehf.
Leiðin til þess er sáraeinföld. Þeir sem
gerast vilja hluthafar geta lagt beint inn á
reikning nr. 0130-26-2530, en kennitala
Friðarhúss SHA ehf. er 600404-2530.
Hver hlutur er að andvirði 10.000
krónur, en þeim sem styðja vilja við bakið
á félaginu er vitaskuld heimilt að kaupa
fleiri hluti eða styrkja það með öðrum
hætti.
Frekari upplýsingar veita Sigurður
Flosason gjaldkeri s. 554-0900, Elvar
Ástráðsson stjórnarformaður s. 561-5549
og Stefán Pálsson s. 617-6790. Einnig má
senda tölvupóst á netfangið sha@fridur.
is.
3