Dagfari - 01.10.2005, Page 4
Virt fræðikona heimsækir Island
Þriðjudaginn 9. ágúst s.l. minntust
íslenskar friðarhreyfingar þess að 60 ár
væru liðin frákjarnorkuárás Bandaríkjanna
á japönsku borgina Nagasaki. Metfjöldi
lagði leið sína á kertafleytingu á bakka
Reykjavíkurtjarnar þá um kvöldið.
I Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur stóð
Samstarfshópur friðarhreyfinga fyrir
fundi þar sem þessara hryðjuverka var
minnst. Meðal ræðumanna var sænski
rithöfundurinn og fræðikonan Monica
Braw. Hún flutti erindi um afleiðingar
árásanna, afdrif fólksins sem lifði þær
af og hvernig stjórnvöld í Japan og
Bandaríkjunum reyndu að þagga niður
umræðu um málið.
Monica Braw er einn kunnasti
sérfræðingur Norðurlandanna á þessu
sviði. Hún bjó í Japan um árabil og bók
hennar “Overlevarna” hefur komið út á
fjölda tungumála. Heimsókn hennar vakti
milda athygli fjölmiðla og var hún meðal
annars gestur í Kastljósi Sjónvarpsins og í
ýmsum fréttaskýringaþáttum á Rás 1 og
Rás 2.
Það er íslenskum friðarsinnum mikill
styrkur að fá að njóta krafta erlendra
fyrirlesara og fræðimanna sem geta
eðlilega miðlað sýn á þessi mál sem er ólík
því sem við eigum að venjast.
Stefnuskrá SHA endurskoðuð
StefnuskráSamtakaherstöðvaandstæðinga
var samþykkt á landsráðstefnu haustið
1995 eftir talsverðar umræður. Markmið
samtakanna eru skýr og standa vel fyrir
sínu, þrátt fyrir að margt hafi breyst í
heiminum á síðustu tíu árum. Þannig
hafa Islendingar í þrígang gerst aðilar að
stríðsátökum, ýmist með beinum hætti eða
með almennum stuðningsyfirlýsingum.
Hverjum félagasamtökum er hollt
að fara reglulega í málefnalega
endurskoðun. A landsráðstefnu SHA
laugardaginn 5. nóvember næstkomandi
verður stefnuskráin rædd og tekin til
endurskoðunar. Sú vinna er raunar þegar
hafin og hafa tveir almennir félagsfundir
verið helgaðir þessu efni, báðir haldnir í
hinum nýju húsakynnum samtakanna á
horni Snoorabrautar og Njálsgötu. Voru
báðir velsóttir og var skipst á skoðunum
af hreinskiptni.
4