Dagfari - 01.10.2005, Page 9
Fregnir þessar áttu síðar eftir að koma
mörgum þeirra vísindamanna sem unnu
að gerð kjarnorkusprengjunnar í opna
skjöldu, enda margir þeirra Evrópubúar
sem töldu sig vinna í kapp við nasista
og að vopnið skelfilega yrði notað til að
knésetja Þriðja ríkið.
Ljóst má vera að bandarískir ráðamenn
töldu kjarnorkusprengjuna vera of
skelfilegt vopn til að beita gegn kristnum,
hvítum íbúum Þýskalands. Falsrökin
um að beiting kjarnorkusprengju væri
réttlætanleg til að afstýra mögulegu
mannfalli í hernaði áttu greinilega ekki
við í Evrópu. I ljósi þessa liggur beint
við að álykta að valið á skotmörkum
fyrir sýnissprengingarnar hafi byggst á
rasískum sjónarmiðum.
Nokkuð ber á því að þeir sem fjalla um
þessa sögu, reyni að bera blak af þeim
mönnum sem tóku ákvörðunina um
fjöldamorðin. Er þá stundum gripið til
þeirra raka að hana beri að skilja í ljósi
aðstæðna, að stærð hamfaranna hafi ekki
verið mönnum ljóst eða drápin virst
léttvægari í ljósi hörmunga stríðsins. En
sú málsvörn er máttlaus, því af umræðum
þeirra manna sem ákvörðunina tóku sést
að þeir skildu fyllilega umfang þeirra
glæpaverka sem þeir ætluðu að fremja.
Sprengjurnar sem féllu á Hiroshima og
Nagasaki voru stærsta opinbera aftaka
sögunnar. Slíka glæpi er aldrei unnt að
fyrirgefa.
Stefán Pálsson
Aður birt á Friðarvefnum www.fridur.is 2. ágúst
2005.
Ályktun vegna komu rússneskra herskipa til Reykjavíkur
Samtök herstöðvaandstæðinga mótmæla
komu rússnesku herskipanna Levtsjenkó
aðmíráls og Vjazma til Reykjavíkur og
árétta að slík herskip eigi ekki erindi í
Reykjavíkurhöfn. Það er óskiljanlegt að
Reykjavíkurborg skuli ítrekað hleypa
slíkum drápstólum að bryggju.
í “virðingarskyni við Island”. Við viljum
árétta að slíkar seremóníur eru ekki í
samræmi við hefðir vopnlausrar þjóðar
og að ýmsar aðrar leiðir eru til að sýna
Islandi og Íslendingum virðingu.
SHA - 11.7.2005
Einnig mótmælir SHA fallbyssuskothríð
rússnesku skipanna sem að sögn var gerð
9