Verkamannafélagið Hlíf 30 ára - 09.01.1937, Blaðsíða 8

Verkamannafélagið Hlíf 30 ára - 09.01.1937, Blaðsíða 8
s VERKAMANNAFÉLAGIÐ HLIF Jilíf' og JDagsbrún' Eftir Guðm. Ó. Uuðmandsson, formann Dagsbrímar. FYRIR 30 árum eða 7. jan- ' úar 1907 skrifuðu þrír verka- menn í Hafnarfirði Verkamanna- iélaginu Dagsbrún í Reykjavft bréf, þar sem þeir óska eftir að „Dagsbrún" gangist fyrir stofnun verkamannafélags í Hafnarfirði. Þessir verkanjenn voru: Jóhann Tómasson, Jón Þór'ðarson og Gunnlaugur Hildibrandsston. Bréf- ið var lesið upp á félagsflundi 13. jan. 1907 og samþykti fund- urinn að fela stjórninni að senda 2—3 menn úr sínum hópi, til þess að stofna félagið. I fundagerðabók Dagsbrúnar 13. marz 1907 ler skráð: „Ásgrímur Magnússion kemnari •skýrði frá árangrinum af farð manna þeirra, er sendir vioru af stjórn Dagsbrúnar til Hafnar- fjarðar til þess að aðsíoða við stofnun vefkamannafélags þar. Hann kvað félagið toomið á fót með um 250 meðlimum, að 60 til 80 kvenmönnum meðtöldum ¦»g héti það „Hlíf"; formaður þess væri ísak Bjarnason. Ennfmmur g\st lianju pesst að \einhver samtök vœru í aðsígi m\ec\ai vinnuveitemia -par, gegn 'féSpginu, og að petr hefð\u í heitingum fenð fá verkafólk frá Nomgl'" Það, sem eftirtektarverðast er við þessar fréttir frá Hafnarfirði -ter hvað „Hlíf" hefir fengið góð- ar viðtökur hjá alþýðunni í (hæn- um, þar siem svo almenn þátttaka var hjá verkafólkinu, körlum iOg konum í því, a'ð félagsbinda sig í skipulögð stéttarsamtök og um leið, hvaða tökum vinnuveitend- lurnir ætluðu að beita, til þess að kúga verkafólkið í Hafmarfirði, til þess að halda því ófélags- bunanu, svio þeir gætu áfram einir Táðið lífskjörum {>ess. Verkamannafélagið „Hlíf" hefir verið og er fjölmennasta verka- mannafélag landsins, miðað við fólksfjölda í Hafnarfirði, en um leið hefir í skjóli þess risið öfl- iugasta verkakvennafélag landsins, „Framtíðin", sem er miðað við íbúatölu bæjarins, lang fjölmenn- Qsta stéttarfélag kvenna hér á landi. Þið Hafnfirðingar hafið skilið hlutverk alþýðusamtakanna, þið vitið hver styrkur öreiganna er í því að vera sameinaðir, þess- vegna hafið þið skapað ykkur einhver öflugustu og elztu verk- lýðssamtök í landinu, þegar þið fyrir 30 árum stofnuðuð „Hlíf" og síðan, með greiningu samtak- anna, verkakvennafélag og s|ó- mannafélag, og er það ómetanlegt hvað þessi þrjú félög hafa til leiðar komið hvert fyrir sig og öll sameiginlega, í bættum kjör- um og bættri aðbúð til handa hafnfirzkri alþý'ðu. Það er engin tilviljun, að Hafn- arfjörður er af íhaldinu talinn „rauður bær", því það stafar af stéttaríegum skilningi öreiganna í bænum, í því að standa samein- aðir með öðrum stéttarsystkinum sínum í landinu, í Alþýðusam- bandi Islands, þar sem „Hlíf" hefir verði styrkur meðlimur frá stofnun. Það er Alþýðusamband Islands, sem hefir skapað þá fag- Iegu og stjórnmálalegu einingu verkalýðsins í landinu, sem aldrei verður rofin, og hafnfirzk alþýða er sönn fyrirmynd allra samtaka innan þess, fyrir þá einingu er þar ríkir. „Hlíf" og „Dagsbrán" eru félög verkamanna í Hafnarfirði og Reykjavík; þau hafa haldist í hendur í 30 ár, og stutt hvort annað, og svo mun verða í allri framtíð. Um leið og við Dagsbrúnar- menn þökkum ykkur Hlífar-mönn- um fyrir 30 ára samstarf í stétt- arbaráttunni, þá óskum við þess að samtök okkar beggja megi efl- ast, og að það verði ætíð náið og óeigingjarnt samstarf á milli verkamannasamtafcanna í Hafniaí''- firði og Reykjavík. Guðm. Ö. Guðmnndsson. Sjómennírnir og verkamennirnir. Eftir Óskar Jónsson form, Sjómannafél Hafnarfjarðar. Dagurinn í dag er allsherjar- hátíðisdagur hafnfirzkra verk- lýðssamtaka og um leið merkis- dagur í sögu íslenzkrar verk- lýðsbaráttu. I heila 3 tugi ára hefir hafnfirzkur verlcalýður háð baráttu og nú þegar þeir líta yfir farinn veg, geta þeir með mikium rétti sagt, eins og sagt var endur fyrir löngu: Ég kom, sá og sigraði. Á þessmn tímamótum líta fé- lagsmennirnir í V.M.F. Hlíf og aðr- ir velunnarar verklýðssamtakanna í Hafnarfirði yfir farnar slóðir og minnast sumir hinir eldri, að minnsta kosti, hvernig umhjrfs var og hvern aðbúnað vinnustétt- in átti hér, áður en samtökin byrjuðu. Væri gott að einhver, sem þekti það vel, vildi lýsa því ræki- lega. Ungu mennirnir hefðu gott af að þekkja hvernig umhorfs var þá; það myndi sannamönnum betur en marst annað, hvað verklýðssamtökin hafa áorkað. Ég nefni ekkert vegna rúmleysis í blaðinu, en minnumst í dag ýmsra ávaxta samtakanna. Hafnfir'ðimjar hljóta að sjá ávextina víða, og þá getum við aftur spurt, hvern- ig væri umhorfs, ef samtökin hefðu engin verið? Ég ætla að hver og einn svari frá sínu brjósti, en býst við, að hjá öllum sann- gjörnum mönr.um verði svörin lík. Hafnfirzkir sjómenn senda Hlíf í dag alúðarósk um, að efling og vöxtur verði svo sem hann hefir verið hingað til, hina 3 áratugi, og félagið haldi áfram að vera ó- rjúfandi hlekkur í allsherjarsam- tökum íslenzks verkalýðs: Alþýðu sambandi Islands. Sjómannafélag- arnir hafnfirzku þakka samstarfið >og minnast með ánægju sameig- inlegra átaka, sem gáfu sameig- inlega sigra verkafólksins á möl- inni og sjómannanna úti á Ægis- djúpi. fig vildi fyrir hönd beggja að- ila óska, að samstarfið héldist svo framvegis, og um leið senda afmælisbarninu alúðar árnaðar- óskir á ókomnum æfibrautum. óslcir Jónsson. Kveðja frá íyrver- andi formanni. SEM EINN AF fyrverandi for- mönnum verkamannafé'ags- ins „Hlíf", er mér ljúft að verða við tilmælum núverandi for- manns, og senda félaginu kveðju mína í tilefni af 30 ára afmæli félagsins. Eins og öll önnur verkalýðsfé- lög, var félagið „Hlíf" stofnað 1 þeim tilgangi, að hafnftrzkir verkamenn mættu fyrir tilstyrk samtaka sinna, bæta hag stéttar- innar, og með sameinuðum kröft- um fá uppfylltar ýmsar kröfur og kjarabætur, sem hverjium ein- stakling var ofvaxið, að fá framgengt. Þegar nú félagið og meðlimir þess líta yfir 30 ára farinn veg, er eigi ástæða til annars en gleðjast yfir árangrinum af starfinu, því að mikið hefir á- unnist, og flestum kröfum full- nægt, sem félagið hefir beitt sér fyrir. ! Að vísu hafa sigramir oft kost- að all-harða baráttu, en þó má segja félaginu og forgöngumönn- um það til hróss, að vegna festu og einbeittni fulltrúa félagsins og sanngirni félagsins í kröfum sín- um á hverjum tíma, hafa árekstr- arnir einatt orðið minni en ella hefði orðið. Félagið hefir oftast átt gætn- um og traustum mönnum á að skipa til leiðsögu, og bDrið gæfu til að fela þeim félagsmönnum, sem færastir voru, að leysa hin erfiðustu úrlausnarefni á þann hátt, er öllum var fyrir beztu. Öllum þessum mönnum ber fé- laginu að þakka unnin störf á umliðnum 30 árum, en hafnfirzkri alþýðu ber á hinn bóginn að þakka félaginu unna sfgra þeim til handa á umliðnum 30 árum, sem allir hafa miðað að því, að auka réttindi, auka öryggi, bæta afkomu >Dg efla félagsþroska hafnfirzkrar alþýðu. En samtímis verða félagsmenn að minnast þess, að öll aukin rétt- indi hafa auknar skyldur í för með sér frá þeirra hendi, sem réttindanna njóta. Þar sem þetta á aðeins að vera ein lítil kveðja af mörgum, hefi ég línur þessar ekki fleiri, en vil að endingu óska V.M.F. „Hlif" allra heilla og hamingju á 30 ára afmælinu, og vona að framtíð þess verði jafn heilladrjúg og fortíðin hefir verið. Með einlægri félagskveðju. Þoru. Áwipson. Ritstjóri: F. R. VALDEMARSSON Alþýðuprentsmið jan. Altaf er hann beztur, Blál Borðinn.

x

Verkamannafélagið Hlíf 30 ára

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamannafélagið Hlíf 30 ára
https://timarit.is/publication/972

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.