Aðventfréttir - 01.05.1995, Blaðsíða 16
MÁLEFNI
HLÍÐARDALSSKÓLA í
ÖLFUSI
Eins og flestum lesenda
Aðventfrétta er kunnugt um
gerðist sá sögulegi viðburður s.l.
haust að hlé var gert á rekstri
Hlíðardalsskóla. Hér er um mjög
alvarlega próun að ræða sem
athygli stjórnar starfsins og ráða-
manna svo og safnaðarmeðlima
almennt hefur beinst óskipt að á
síðustu mánuðum. Hér á eftir
verður þessu máli gerð skil á eftir-
farandi hátt. Birt verður:
A Bréfsemfór til safnaðarmeð-
lima þar sem stöðvun
rekstursins var tilkynnt.
B Þá verður fjallað um starf
starfshóps sem settur var á
laggirnar til að kanna mögu-
legan framhaldsrekstur
stofnunarinnar eins og starf
hans var kynnt á sameigin-
legumfundi safnaðanna 2.
desember s.l. í Suðurhlíðar-
skóla.
C Að lokum verður umræðum á
þeimfundi gerð nokkur skil.
A. Bréf til safnaðarmeðlima
um hlé á rekstri
Hlíðardalsskóla
Reykjavík, 10. ágúst 1995
Kæru safnaðarmeðlimir,
Skólinn okkar í Ölfusi hefur verið
afar mikilvægur liður starfs safnað-
arins í 45 ár og borið hróður safnað-
arins víða hér á landi og jafnvel út
fyrir landsteinana. Upprunalega
starfaði hann, sem kunnugt er, sem
gagnfræðaskóli og var hann ætlaður
unglingum safnaðarins en brátt
bættust nemendur í hópinn frá þjóð-
félaginu í heild og tók hann þá að
sinna hlutverki ekki ósvipuðu því
sem hinir ýmsu héraðsskólar
landsins sinntu en lagði þó sérstaka
áherslu á hin andlegu gildi sem
einkenna aðventsöfnuðinn.
Með tilkomu nýrra grunnskólalaga
breyttist þessi staða og sú þróun að
grunnskólum var komið upp í svo til
öllum byggðalögum. Einnig hafa
aðrir þættir stuðlað að því að sér-
stakur og öðruvísi hópur nemenda
hefur sótt Hlíðardalsskóla undan-
farin ár. Oftar en ekki eru þetta
u jglingar með námslegar og félags-
legar sérþarfir sem mæta verður
með ráðgjöf og sérkennslu og
síðustu árin hafa þessir unglingar
verið alfarið frá utansafnaðar-
heimilum. Einnig má nefna að um
helmingur nemenda skólans undan-
farin ár, hefur dvalið á skólanum á
vegum Félagsmálastofnunar, en
mikill meirihluti hins helmings
nemendahópsins hefur einnig þurft
á sérþjónustu að halda.
Skólanefnd Hlíðardalsskóla,
starfsfólki skólans sem og stjórn
Samtakanna hefur þótt þetta verðugt
verkefni að inna af hendi. Þó hafa
mál þróast þannig vegna ofan-
greindra atriða að miklar kröfur hafa
verið gerðar til starfsfólks skólans. í
raun er ekki stætt á öðru en að bjóða
upp á sérmenntað starfsfólk við
svona aðstæður en þetta hefur ekki
verið fyrir hendi hjá okkur nema að
afar takmörkuðu leyti. Einnig hefur
fjöldi starfsmanna ekki verið í neinu
samræmi við þörfina við ofan-
greindar kringumstæður vegna þess
afar þrönga stakks sem skóla-
rekstrinum hefur verið sniðinn fjár-
hagslega. í raun má segja að við
höfum verið að þráast við að reka
skólann áfram á sama hátt hvað
snertir starfsmannaval en ekki
starfsmannafjölda nú seinni árin
þrátt fyrir gjörbreyttar þarfir og kröfur
nemendahópsins. Okkur hefur ekki
boðist annar kostur vegna fjárskorts.
Samt hafa skólagjöldin verið sett í
algjört hámark, eða kr. 345.000 á ári
fyrir hvern nemanda.
Allt þetta hefur ollið því að mikið
hefur hvílt á starfsfólki skólans
undanfarið, bæði vega gífurlegs
vinnuálags og einnig vegna þess að
starfsfólkið gerir sér grein fyrir því að
ekki er mögulegt undir núverandi
kringumstæðum að inna af hendi
viðunandi þjónustu við þá nemendur
sem sækja skólann.
í Ijósi þessa samþykkti skólanefnd
Hlíðardalsskóla á fundi sínum 8.
ágúst s.l. að leggja fyrir stjórn Sam-
takanna eftirfarandi:
Greinargerð: Hin síðari ár hefur
starfsemi skólans orðið mun erfiðari
og því kominn tími til að framkvæma
gagngera endurskoðun. Nægir að
nefna eftirfarandi atriði:
- erfið fjárhagsstaða skólans
- erfiðleikar við að finna sérhæft
starfsfólk
- óvissa um nemendafjölda á hverju
hausti
- auknar sérþarfir nemenda
- álag á starfsfólk vegna manneklu
- atvinnuóvissa starfsfólks.
Samþykkt: Að leggja til við stjórn
samtaka SDA á íslandi að leggja
niður rekstur skólans í núverandi
mynd næstkomandi vetur.
Á fundi sínum 9. ágúst s.l. ræddi
stjórn Samtakanna niðurstöðu
skólanefndarinnar og komst að
sömu niðurstöðu að hætta bæri við
ráðgert skólahald á Hlíðardalsskóla
á komandi vetri en samþykkti
jafnframt að kjósa sérstakan starfs-
hóp sem mun vinna að ýtarlegri
16
AðventFréttir 5,1995