Aðventfréttir - 01.05.1995, Blaðsíða 8
Sumarmótið að
Hlíðardalsskóla
r
rlegt sumarmót safnaðarins
var haldið 4. - 7. ágúst s.l. að
Hlíðardalsskóla. Enn á ný
gátum við notið samverunnar sem
systkini á þessum dásamlega stað í
veðurblíðu sumarsins á hefðbund-
inni fjölskylduhátíð safnaðarins.
í tilefni þess að árið 1995 hefur
verið tileinkað aðvent-konunni var
Dr. Andreu Luxton boðið að vera
aðalræðumaður mótsins og er það
fyrsta sinn að kona þjónar því hlut-
verki. Andrea starfar í Bretlandi þar
sem hún, auk þess að vera skóla-
stjóri Stanborough School og
hvíldardagsskóla- og menntamála-
ritari Breska Sambandsins, er í for-
svari fyrir Kvennastarfinu í Breska
Sambandinu.
Kjörorð Andreu á mótinu var:
„Förum sameinuð fram“ og var hver
ræða hennar byggð upp kringum
ferðalag í sögu Guðs barna, svo
sem „Inn um hlið Edensgarðsins", „Á
leiðinni til Kanaanslands“ og „Hann
tók stefnu á Jerúsalem" svo nokkur
efni séu nefnd. Þannig fjallaði
Andrea um markmið lífs okkar og
samskipti okkar við hvert annað og
umheiminn. Boðskapur hennar var
frábær og einkenndist af djúpri visku
og mikilli hlýju.
Mótið hófst að vanda föstudags-
kvöldið kl. 19:00 með kvöldverði.
Opnunarsamkoman var kl. 20:30 og
hófst hún með söngstund undir
stjórn Reynis Guðsteinssonar við
undirleik Sólveigar Jónsson. Eftir
samkomuna það kvöld var sérstök
söngstund á sal fyrir unga fólkið en
mótið einkenndist af ríkulegri dags-
krá fyrir alla aldurshópa. Má þar
nefna, auk hefðbundinna liða sem
barna- og unglingahvíldardagsskóla
og barnaguðsþjónustu, sporleik,
sund, reiðtúr fyrir fleiri aldurshópa
og föndur, að ógleymdum hinum
hefðbundna varðeldi eftir sólarlag á
laugardagskvöldi.
Hvíldardagsskóli fullorðinna var í
höndum Davíðs West og var
skipulagður í smáhópum á
sama hátt og gert var í fyrra
og tókst með ágætum.
Mikil tónlist setti svip sinn
á mótið allt að vanda en tón-
listarmálin voru í höndum
Karenar Sturlaugsson og
Esterar Ólafsdóttur. Karen
hafði einnig að þessu sinni
tekist að koma saman hljóm-
sveit sem lék undir á guðs-
þjónustunni, öllum til
óblandinnar ánægju.
Margt annað mætti nefna
varðandi framvindu mótsins,
svo sem samkomur á vegum
Kvennastarfsins, bæði síð-
degis á hvíldardeginum og
einnig á sunnudagsmorgni,
þegar konur voru boðnar til
sérstaks bænamorgun-
verðar, sem tókst afar vel og var
mörgum til mikillar blessunar. Einnig
má nefna að flutt var skýrsla frá ráð-
stefnu Aðalsamtakanna, sem haldin
var fyrr í sumar, en skýrsluna fluttu
fulltrúar starfsins á íslandi á ráð-
stefnunni, Steinþór Þórðarson og
undirritaður. Einnig var starfsemi
ADRA kynnt í máli og myndum. Ekki
má gleyma vel heppnaðri æskulýðs-
samkomu á laugardagskvöldi undir
stjórn Æskulýðsdeildarinnar og svo
ferðalags í Krýsuvík og í Stranda-
kirkju undir stjórn Björgvins Snorra-
sonar í glampandi sólskini síðdegis
á sunnudeginum. Á sunnudags-
kvöldi var síðan kvikmyndin
Skuggalendur sýnd á sal og síðan
var farið í leiki eftir kvöldhressingu
undir stjórn Einars Valgeirs Ara-
sonar.
Að lokum skal öllum þeim fjöl-
mörgum þakkað sem tóku þátt í
mótinu og gerðu það ánægjulegt og
ólgeymanlegt. Sigríður Hjartardóttir
annaðist húsmóðurstörf af röggsemi
og samviskusemi. Karen Arason og
Laila Guðmundsson báru ábyrgð á
eldhúsverkum við miklar vinsældir
að vanda. Fjölmargir tóku þátt í
barna- og unglingadagskrá sem var
sérlega fjölbreytt og íburðarmikil
eins og áður segir. Einnig ber að
þakka hinum fjölmörgu sem komu
fram í tengslum við tónlistarflutning
og samkomuhald. Að lokum skal
enn þakkað Ólöfu og Pétri sem sáu
um að skreyta salinn fyrir mótið af
Andrea Luxton
8
AðventFréttir 5,1995