Aðventfréttir - 01.05.1995, Blaðsíða 17
endurskoðun hlutverks Hlíðardals-
skóla í þágu safnaðarins og þjóð-
félagsins. Þessi starfshópur skal
skila skýrslu til stjórnar Samtakanna
í byrjun nýs árs 1996.
Þrátt fyrir þetta mun aðstaðan að
Hlíðardalsskóla verða nýtt eins vel
og kostur er á komandi mánuðum til
útleigu og/eða varðandi viðburði
innan safnaðarins. Einnig mun
verða séð til þess að búið verði á
staðnum að staðaldri þannig að
hann verði ekki á nokkrum tíma
mannlaus, misyndismönnum auð-
veld bráð.
Tilgangur bréfs þessa er að gera
hverjum safnaðarmanni grein fyrir
þróun mála milliliða- laust. Hér er
um afar mikilvægt mál að ræða sem
varðar alla sem tilheyra söfnuðinum
þar eð skólinn fyrir austan tilheyrir
okkur öllum og er okkur afar kær.
Biðjum öll fyrir framgangi þessa
máls þannig að Hlíðardalsskóli megi
halda áfram að þjóna málefni Guðs
og það á enn veglegri og þarfari
máta en nokkurn tíma fyrr. Megi
hann þannig verða enn árangurs-
ríkara tæki til uppbyggingar ríkis
Guðs á þessu landi.
Með kærri og ósk um blessun Guðs,
f. h. fráfarandi skólanefndar Hlíðar-
dalsskóla og stjórnar Samtaka
Sjöunda dags aðventista á íslandi
Eric Guðmundsson
FORSTÖÐUMAÐUR
B. STARFSHÓPUR TILAÐ
KANNA OG LEGGJA DRÖGAÐ
MÖGULEGU FRAMTÍÐAR-
HLUTVERKIHLÍÐARDALSSKÓLA
Eins og kemur fram hér að ofan
ákvað stjórn Samtakanna á fundi
sínum 9. ágúst s.l. að kjósa sérstakan
starfshóp sem myndi vinna að
endurskoðun hlutverks Hlíðardals-
skóla. Þennan starfshóp sitja:
Magnús Pálsson rekstrarráðgjafi
formaður, Björgvin Snorrason, Elías
Theodórsson, Guðni Kristjánsson,
Jón William Magnússon, Ólafur
Kristinsson og undirritaður. Þessi
starfshópur hefur unnið eftir bestu
getu á liðnu hausti og þegar komið
var fram í nóvember þótti hópnum
tímabært að efna til almenns safnað-
arfundar til þess að kynna þróun
mála. Stjórn Samtakanna boðaði því
til almenns safnaðarfundar um þetta
mál laugardaginn 2. desember s.l. í
samkomusal Suðurhlíðarskóla og
mættu um 80 manns á fundinn.
SAFNAÐARFUNDUR
Efni fundarins var eftirfarandi:
*Avarp undirritaðs um hlutverk
skólans.
*Kynning Magnúsar Pálssonar á
stefnumótunarhugtakinu og störf-
um starfshópsins.
*Að lokum skiptu fundarmenn
skiptu sér í hópa og ræddu
mismunandi möguleika á áfram-
haldandi rekstri Hlíðardalsskóla.
I upphafsávarpi sínu undirstrikaði
undirritaður hve afar mikilvægu
hlutverki Hlíðardalsskóli hefur
gegnt í gegnum árin í uppbyggingu
og árangri safnaðarins hér á landi.
Og ef vel ætti að vera yrði möguleg
framtíðarstarfsemi skólans einnig/að
tengjast hlutverki safnaðarins og
stuðla að árangri í starfi safnaðarins
með framlagi sínu.
VINNA STARFSHÓPSINS
I kynningu sinni á störfum starfs-
hópsins ræddi Magnús Pálsson þá
valkosti og hugmyndir sem fram
hafa komið í starfshópnum undan-
farið sem eru eftirfarandi:
1) Áframhaldandi rekstur stað-
arins af hálfu safnaðarins,
2) Leiga eigna til annarra aðila,
3) Leiga að hluta - eigin rekstur
að hluta,
4) Sala eigna eða hluta Þeirra,
5) Eignir lánaðar til ótiltekins
tíma.
Fljótlega kom í ljós að hugur
nefndarmanna stefndi í tvær áttir
varðandi áframhaldandi starf
stofnunarinnar: áframhaldandi
skólarekstur í einhverri mynd og þá
helst áframhaldandi grunnskóla-
rekstur eða heilsurekstur í einhverri
mynd.
En hvort sem um skólarekstur eða
heilsurekstur er að ræða á Hlíðar-
dalsskóla er ljóst að húseignir og
annar búnaður á skólanum þarfnast
viðhalds og lagfæringar og þörf er á
að nokkuð nákvæm áætlun á lag-
færingarkostnaði á næstu 3-6 árum
liggi fyrir.
SKÓLASTARF
Starfshópurinn hefur rætt mögu-
legt áframhaldandi skólastarf á
Hlíðardalsskóla í stórt séð þremur
liðum:
1) Að óbreytt ástand verði á
skólanum og hann hefjist
haustið 1996.
2) Að hluti eigna staðarins verði
leigðar út Þannig að rekinn
verði lítill grunnskóli í hluta
húsakostsins en að hluti
húsanna verði nýtt fyrir skáta
og ungmennastarf af hálfu
annarra aðila.
3) Að lýðskólarekstur verði settur
á stofn á skólanum í samvinnu
við aðra aðila t.d. Lýðskóla-
félagið.
I tengslum við þessar vangaveltur
bar nokkur atriði á góma svo sem
það óöryggi sem áformaður
flutningur grunnskóla frá mennta-
málaráðuneyti til sveitarfélaga felur
í sér. Ekki er útséð með hvernig
einkaskóli á borð við Hlíðardalsskóla
verði meðhöndlaður eftir þennan
flutning. Þá þótti afar brýnt að missa
ekki sjónar á því leyfi sem
söfnuðurinn hefur enn til grunn-
skólareksturs að Hlíðardalsskóla og
þeim 6 milljónum króna sem hafa
fengist úr Ríkissjóði til reksturs
skólans á undanförnum árum.
Varnaðarorð komu einnig fram
varðandi mögulegt samstarf í lýð-
skólarekstri sérlega hvað snertir
áherslu á guðfræði/kristinfræði
kennslu. I umræðunni kom einnig
fram sá ávinningur sem fengist við
stofnun hollvinafélags Hlíðardals-
skóla, (samanber hollvinafélag Há-
skóla Islands), sem myndi laða að
mikinn stuðning við stofnunina og
draga úr einangrun. Einnig þótti
mönnum mikilvægt að hafa í huga
að mannvirki á staðnum voru upp-
haflega byggð með skólastarf í huga
og hentar vel við þess konar rekstur.
Einnig ríkir hefð og töluverð
þekking á rekstri skóla innan safnað-
arins.
HEILSUREKSTUR
Varðandi mögulegan heilsu-
rekstur á Hlíðardalsskóla beindu
menn sérstaklega sjónum sínum til
Heilsustofnunarinnar í Hveragerði
en forstjóri þeirrar stofnunar, Arni
Gunnarsson, hefur sýnt mikinn vel-
vilja í garð Hlíðardalsskóla og bauð
meðlimum starfshópsins til
Hveragerðis þar sem rekstri Heilsu-
AðventFréttir 5,1995
17