Aðventfréttir - 01.01.2004, Page 2

Aðventfréttir - 01.01.2004, Page 2
AÐVENTFRETTIR 2004 alþjóðlegt ár boðunar Árið 2004 er ár boðunar á vegnum heimskirkju Aðventista. Það er mjög uppörvandi í því Ijósi að sjá hvað vel hefur tekist til í boðunarstarfi hér á landi það sem af er árinu. Af miklu er að taka og í þessu tölublaði Aðventfrétta munum við fjalla um nokkur þessara verkefna. Paul Clee frá Stór- Evrópudeildinni (SED) kom og var viðstaddur sérstaka helgi, þar sem farið var yfir það sem gerst hefur í boðunarmálum og því fagnað. „Þetta er alveg frábœrt," sagði hann, og bœtti við, „Eg vildi að fleiri fengju að heyra um starf ykkar hér á lsland.“ Á sunnudagsmorgni þessara helgar hittust þeir sem unnið hafa að boðunarstarfinu á bœnarstund. Það var gott að geta beðið fyrir hvert öðru og fyrir þeim mismunandi verkefnum sem við erum að vinna að. Bœnin er mikilvœgt verkfœri til að °koma starfi Guðs í framkvœmd, því eins og Páll skrifaði; „baráttan, sem vér eigum í, er ekki við hold og blóð“ (Ef 6.12). Það er óvinur með yfirnáttúrulegan mátt sem við er að eiga og við þurfum yfirnáttúrulegan kraft til að sigra í þeirri baráttu. Þess vegna skrifaði E. M. Bounds: „Bœnin er ekki undirbúningur fyrir verkið, bœnin er verkið." Megi þetta ár verða fullt af miklum boðunarafrekum og óteljandi bœnum. Gavin Anthony STOFAN Paul Clee í Suðurhlíðarskóla á fyrsta fyrirlestri biblíustarfsmannanna í MARKMIÐ NÁMSKEIÐSINS VAR AÐ VEKJA ATHYGLI ÞÁTTTAKENDA Á ÞVÍ, HVERNIG HÆGT ER AÐ STUÐLA AÐ BETRI HEILSU MEÐ BREYTTUM LIFNAÐAR- HÁTTUM. 2004 alþjóðlegt ár boðunar: Heilsusýning í Suðurhlíðarskóla Hvert þriðjudagskvöld í mars s.l. fengum við að kynnast ýmsu sem varða heilsufar okkar og lifnaðarhœtti á nýstárlegan og spennandi hátt. Það var heilsu— og bindindisdeild Kirkjunnar sem stóð að þessu námskeiði með mikilli hjálp frá félaginu Betri heilsa - betra líf. Markmið námskeiðsins var að vekja athygli þátttakenda á því, hvernig hœgt er að stuðla að betri heilsu með breyttum lifnaðarháttum. “Gramm af forvörn er meira virði en kíló af lœkningu” var slagorð í einum af heilsufyrirlestrunum, sem fjölluðu í þetta sinn um hreyfingu, sykursýki, hjartasjúkdóma, tannhirðu, meltingu, vatn og hvild. Flytjendur voru Andri Sigurgeirsson, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Unnur Hall- dórsdóttir, Monette Indahl, og Jón Hjörleifur Stefánsson. Þarna voru frœðslubásar um eftirtalin efni: nœringu, hreyfingu, vatn, sólskin, bindindi, loft, hvild og traust á Guði (ensk skammstöfun: NEW START). I hverjum bás hafði tvö glœsileg veggspjöld. Á þeim er að finna mikinn fróðleik og nytsöm ráð. Ýmsir hafa hjálpast að við undirbúning, þýðingar og hönnun efnisins, en sérstakar þakkir ber þó að fœra Akureyringunum, Skúla Torfasyni og Stefáni Stefánssyni fyrir þýðingarnar, og Guðnýju Kristjánsdóttur fyrir prófarkalestur. I frœðslubásunum var að finna ýmis mcelitœki og margar gagnlegar upplýsingar ásamt tímabcerum ráðleggingum, sem fólk var mjög þakklátt fyrir. I básnum um Blaðsíða 2

x

Aðventfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.