Aðventfréttir - 01.01.2004, Blaðsíða 10

Aðventfréttir - 01.01.2004, Blaðsíða 10
AÐVENTFRETTIR Fréítir frá Suðurhlíðarskóla: 1.- 4. bekkur I vetur hefur verið í gangi tilraun í skólanum með markvissara einstaklingsnám í 1. — 4. bekk. Einnig hefur verið meira um sameiginlega tíma þessara árganga. Hluti af kristinfrœðinni, samfélagsfrœðinni og náttúrufrœðinni hafa verið unnin sem þemaverkefni. Við unnum þema um bílinn. Þar fengumst við við margvísleg verkefni og vorum heimsótt af Theo- dóri Marinóssyni bílasmið. Hann sýndi okkur myndir og sagði okkur frá því hvernig bílarnir litu út í gamla daga og hvernig það var þegar hann var að smíða bíla og rútur. Við fórum út og gerðum athugun á fjölda bíla eftir lit sem keyra hér framhjá. Fyrir páskana unnum við með söguna um síðustu daga Krists fyrir dauða hans og upprisu. Við lœrðum allt um það sem gerðist þá daga sem við minnumst í dimbilvikunni. Eric kom í heimsókn og leyfði okkur að upplifa fótaþvott og kvöldmáltíð og sagði okkur frá því hvað þetta allt táknar. Það var mjög sérstök og eftirminnileg stund fyrir börnin. Við lcerðum einnig um dýrin í sveitinni og unnum verkefni og skrifuðum sögur. Að lokum fórum við svo í heimsókn á sveitabœ en það var okkar vorferð. Heimsókn á h júkrunarheimili Lífsleikniverkefni 1. bekkjar hefur verið meðal annars að fara í heimsókn á hjúkrunarheimilið Sóltún. Börnin hafa farið einu sinni í mánuði og átt þar huggulega stund með gamla fólkinu þar sem kynslóðirnar spjalla og syngja saman. Krakkarnir eru oft búin að cefa lög eða Ijóð sem þau flytja fyrir gamla fólkið. Markmiðið með þessu er þó fyrst og fremst að börnin fái tœkifceri til að umgangast þetta yndislega eldra fólk. Þau hafa œft sig í að heilsa og vera kurteis. Þetta hafa verið mjög dýrmœtar stundir bceði fyrir börnin og gamla fólkið. Einn nemandinn komst svo að orði að það vœri svo gott að koma til gamla fólksins því þar vceri svo mikil ró. Lundurinn okkar Þeir sem þekkja til umhverfis Suðurhlíðarskóla muna eftir því að handan við götuna eru mikið af trjám en inn á milli þessara trjáa er lundur. Skólinn hefur nú sótt um og fengið leyfi til að hugsa um þetta svœði. Markmiðið er að skapa þarna fallegan stað sem við getum notað við margvísleg tœkifceri og að nemendur fá tœkifœri til að stunda hagnýtt nám. Ellen White talar um það í bók sinni Menntun og uppeldi að börnin þurfi að fá tcekifceri til að upplifa sköpunarverk Guðs og kynnast Guði gegnum náttúruna. Með þessu framtaki leitumst við við að skapa grundvöll fyrir slíkri frceðslu. Svceðið er í mikilli órœkt og er þetta því viðamikið verkefni. Við vonumst til að geta þrifið þarna og jafnvel búið okkur til kartöflugarð fyrir vorið. Þeir sem hafa áhuga á að styðja þetta verkefni geta talað við Jón skólastjóra. Okkur vantar t.d. heilmikið af verkfœrum. JD. Blaðsíða 1 0

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.