Aðventfréttir - 01.01.2004, Blaðsíða 7

Aðventfréttir - 01.01.2004, Blaðsíða 7
Glœsilegur árangur fiðlunemenda Á myndinni sjást nemendur ásamt kennara sínum, frá vinstri; Fairlyn Anne Ditta, Sean Bradley (kennari), Freyja Rut Garðarsdóttir, Beverly Mariel Ditta, Kristín Gísladóttir (listgreinakennari) og Elfa Frið Haraldsdóttir. Glœsilegur árangur náðist hjá nemendum á fyrsta stigi fiðlunáms við Suðurhlíðarskóla skólaárið 2003-2004, undir stjórn Sean Bradley kennara. Lokaeinkunnir nemendanna voru á bilinu 8,8 - 9,6! Prófdómari var Mary Campbell skólastjóri Suzuki tónlistaskólans. Einn hinna áhugasömu nemenda er Kristín Gísladóttir, listgreinakennari skólans. Prófskírteini fyrir fiðlunámið voru afhent á skólaslitunum, 9. júní s.l. Sérstakar þakkir til Esterar Ólafsdóttur, píanókennara skólans, fyrir framlag sitt. Judel Ditta /Eskulýðsbœnavika 2.- 8. febrúar 2004 Harald Giesebrecht frá Noregi kom og var rœðumaður á Æskulýðsbœnavikunni í febrúar. Hann er kennari við bréfaskólann okkar í Noregi ásamt því að vera prestur nýjasta safnaðarins í Osló. Harald beindi þessa viku sjónum okkar að því hvernig það er að lifa í ríki Guðs. Við hittumst á hverju kvöldi frá mánudeginum til fimmtudagsins og vorum svo saman í Hlíðarsdalsskóla frá föstudagskvöldi til sunnudags. Yfirskrift vikunnar var að þessu sinni Hœttuleg trú — því þegar maður tekur við Guði breytist lífið stórkostlega. Kristur vill ekki aðeins að við lifum eilíflega með honum eftir að hann kemur aftur, heldur vill hann að við byrjum þá göngu með honum nú í dag! Harald sýndi okkur m.a. hvernig við sem ríkisborgarar í ríki Guðs eigum fyrirmynd í frelsara okkar og hvernig við getum tekist á við mannlegar tilfinningar svo sem reiði og afbrýðisemi Harald og fjölskylda hans viö Hlióardalsskóla á hátt sem sœmir íbúum konungsríkis Krists. KRISTUR VILL EKKI AÐEINS AÐ VIÐ LIFUM EILÍFLEGA MEÐ HONUM EFTIR AÐ HANN KEMUR AFTUR, HELDUR VILL HANN AÐ VIÐ BYRJUM ÞÁ GÖNGU MEÐ HONUM NÚ í DAG! Blaðsíða 7

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.