Aðventfréttir - 01.01.2004, Qupperneq 4

Aðventfréttir - 01.01.2004, Qupperneq 4
AÐVENTFRETTIR Skírnir AÐVENTFRÉTTIR ÓSKA ÞESSUM EINATAKLINGUM INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ ÞESSA ÁKVÖRÐUN SÍNA OG GUÐS BLESSUNAR í FRAMTÍÐINNI. Öll systkinin skírast Jón Hjörleifur Stefánsson var skírður í Aðventkirkjunni í Hönefoss (Noregi) af Louis Torres, hvíldardaginn 31. ágúst 2002. Hann mun tilheyra Reykjavikursöfnuði. María Hrund Stefánsdóttir var skírð í Aðventkirkjunni i Strömmen (Noregi) af Jan Aspersen, hvíldardaginn 20. mars 2004. Hún mun tilheyra söfnuði dreifðra. Stefán Rafn Stefánsson var skírður í Aðventkirkjunni í Reykjavík af Gavin Anthony, hvíldardaginn 27. mars 2004. Hann mun einnig tilheyra söfnuði dreifðra. Fleiri skírnir Þann 7. maí síðastliðinn gerði Hlynur Sigurðsson sáttmála sinn við Guð í skírn (sjá forsíðumynd). Frá vinstri: Ingibjartur Bjarni Davíðsson, Kristján Ari Sigurðsson, Ólafur Ingi Eiríks- son, Anna María Kristinsdóttir, Helena Rós Þórólfsdóttir, Hörður Már Ellertsson, Elfa Frið Haraldsdóttir og Björgvin Snorrason. Athöfnin fór fram í aðventkirkjunni í Reykjavík og Björgvin Snorrason skírði. Hlynur mun tilheyra Hafnarfjarðarsöfnuði. Hvíldardaginn 29. maí gerði Guðrún S. Kristinsdóttir sáttmála við Drottinn sinn og frelsara í skírn. Eric Guðmundsson skírði hana. Guðrún mun tilheyra söfnuði dreifðra, hún er búsett á Akureyri. 5. júní síðastliðinn gerðu 7 ungmenni sáttmála sinn við Guð í skírn. Athöfnin fór fram í Aðventkirkjunni í Reykjavík og skírði Björgvin Snorrason þennan hressa hóp táninga. Elsa Dagmar Runólfsdóttir fylgdi þann 14. febrúar síðastliðinn fordœmi frelsara síns og lét skirast. Gavin Anthony framkvœmdi athöfnina sem fór fram í Aðventkirkjunni í Blaðsiða 4

x

Aðventfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.