Aðventfréttir - 01.01.2004, Qupperneq 5

Aðventfréttir - 01.01.2004, Qupperneq 5
2004 alþjóðlegt ár boðunar: Björgvin Snorrason í Loftsalnum Miðvikudagskvöld í mars hélt Björgvin Snorrason fyrirlestraröð í Loftsalnum. Þar fjallaði hann um spádóma Biblíunnar og mannkynssöguna í fortíð og framtíð út frá frásögn Ritningarinnar. Um 60-80 manns komu á hvern fyrirlestur. Þegar auglýstum fyrirlestrum lauk kom fram sú ósk að endurtaka einn þeirra og varð Björgvin við þeirri beiðni auk þess sem að hann sýndi kvikmynd um líf og starf Marteins Lúthers. Fyrirlestrarnir voru vel auglýstir og kom margt utansafnaðarfólk til að hlýða á efni þeirra. Efnið sem að Björgvin flutti var tekið upp og mun standa til boða á geisladiskum seinna þegar búið er að fullvinna þá. Kröfur ríkissins um þjóðlendur í Ölfusi Eins og kunnugt er hefur nýlega verið kynnt krafa íslenska ríkisins um þjóðlendur á Suðvesturlandi. A meðal þess sem ríkið gerir kröfu til er Hengilssvœðið, Bláfjallasvœðið og efsti hluti Esjunnar. Um er að rœða úrskurð um hvar mörk eignarlanda og þjóðlendna séu. Það er síðan Obyggðanefndar eða dómstóla, ef málum er skotið þangað, að kveða upp úr um ágreining ef mótmœli koma fram. Stœrð kröfunnar Umrœdd krafa felur í sér að töluverður hluti eignarlands Breiðabólstaðar/ Vindheima, innan línu milli Rauðhóls, Lambafells og Sanddala, verður gerður upptœkur, þar innifalið land þar sem malarnáma hefur verið starfrœkt á vegum kirkjunnar í Lambafellinu til margra ára. Svœði í Þrengslum og suður með Stóra-Meitli sem telst á mörkum háhitasvœðis fellur líka innan marka þessarar kröfu. Um er að rœða u.þ.b. 17km2 svœði. A vefsíðu Obyggðanefndar, www.obvaada-nefnd.is. er að finna skjal sem nefnist: "Kröfulýsing fjármálaráðherra f.h. íslenska ríkisins um þjóðlendumörk í Ölfushreppi” þar sem þessu er lýst nákvœmlega og rök birt fyrir kröfunni. Kaup Aðventista á jörðinni Breiðabólstaður/ Vindheimar eru tilgreind á bls. 14 og texti þinglýsts landamerkjabréfs jarðarinnar frá 28. maí 1 889 er birtur á bls. 1 5. Kröfulínunni er síðan lýst á bls. 20: ”Frá Kistufelli er dregin lína sjónhendingu í Kálfahvamm vestan í Geitafelli. Frá Kálfahvammi er kröfulínan dregin í Fálkaklett og frá honum í vörðu norðaustan til á há Geitafelli og þaðan í Rauðhól og þaðan beina stefnu í punkt í Sanddölum og þaðan í Reykjafell.” Máldaai Hiallakirkiu Það sem máli skiptir hér er punkturinn sem tilgreindur er í Sanddölum en ekki í há Lambafelli sem er núverandi landamerkjaviðmið jarðarinnar. Rökin sem fœrð eru fyrir þessu koma fram neðst á bls. 20: “Punkturinn í Sanddölum er tekinn úr máldaga Hjallakirkju frá árinu 1 400. Segir í máldaganum um land kirkjunnar “alla lönguhlíð í Sanddali” rœður þá merkjum gata sú er þar liggur. ”a þa Hjalle enn nordara partt. reykiafell og laka med.” Samkvœmt þessari lýsingu liggja merkin upp eftir Lönguhlíð og inn í Sanddali og þaðan í Reykjafell. Hefði Lambafell átt að vera hornmark Hjallatorfu á þessum tíma, hefði það verið nefnt, og því virðist það vera síðara tíma merki, sem gengur lengra en máldaginn.” Eru rökin aild? Sem svar við þessu mœtti spyrja hvort þessi texti sé nœgilega skýr til þess að hann víki til hliðar öllum SEM SVAR VIÐ ÞESSU MÆTTI SPYRJA HVORT ÞESSI TEXTI SÉ NÆGILEGA SKÝR TIL ÞESS AÐ HANN VÍKI TIL HLIÐAR ÖLLUM SEINNI TÍMA SAMNINGUM OG ÞINGLÝSTUM GJÖRNINGUM. (framhald á nœstu síðu) Blaðsíða 5

x

Aðventfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.