Aðventfréttir - 01.01.2004, Síða 8

Aðventfréttir - 01.01.2004, Síða 8
AÐVENTFRETTIR ÞAÐ ER NIÐURSTAÐA STJÓRNAR KIRKJUNNAR AÐ VÆNLEGAST SÉ í STÖÐUNNI AÐ TAKA KAUPTILBOÐI ORKUVEITU REYKJAVÍKUR í NYRSTA HLUTA LANDSINS. Sala hluta lands Hlíðardalsskólans Mörgu safnaðarfólki rennur kalt vatn milli skinns og hörunds við það að heyra um mögulega sölu á landi Hlíðardalsskóla. I huga margra er það okkar dýrmœta eign sem ekki má láta af hendi fyrir nokkurn mun. Einnig er bent á að land svo nálœgt höfuðborginni eykst stöðugt í verðgildi. En nú er svo komið að landi skólans er ógnað á tvo vegu, ef svo má að orði komast. Annars vegar af hálfu Orkuveitu Reykjavíkur sem hyggst byggja virkjun á Hellisheiði sem líklega mun spilla landgœðum í nyrsta hluta lands skólans. Hins vegar af hálfu Óbyggðanefndar í tengslum við hið svokallað þjóðlendumál en til greina kemur að sami hluti lands skólans teljist til þjóðlendna (sjá grein um það mál í þessu blaði). Það er niðurstaða stjórnar kirkjunnar að vœnlegast sé í stöðunni að taka kauptilboði Orkuveitu Reykjavíkur í nyrsta hluta landsins. Þessi sala er því að sjálfsögðu háð því að Óbyggðanefnd falli frá kröfu sinni sem talið er líklegt af lögfróðum mönnum. Leyf mér að útskýra þetta nánar. Virkiun á Hellisheiði Orkuveita Reykjavíkur stendur fyrir umfangsmiklum virkjunarframkvœmdum á Hellisheiði. Þetta hefur í för með sér að mikil gufa og heitt vatn mun berast upp á yfirborðið sem, eftir virkjun, þarf að leiða burt sem affallsvatn. Tillaga Orkuveitunnar er að leiða það niður í jörðina á ný í hœfilegri fjarlœgð frá virkjuninni þannig að kœliáhrif affallsvatnsins dragi ekki úr afköstum virkjunarinnar. Um er að rœða um 800 — 1 000 sekúndulítra af 90-1 80° heitu vatni sem er mengað m.a. af arseni í einhverjum mjög litlum mœli. Sérfrœð- ingar Orkuveitunnar telja þetta magn langt undir hœttumörkum en aðrir benda á hœttu á mengun með tímanum ef þetta affallsvatn kemst í samband við drykkjarvatn. Úr 400m í 800-1 OOOm Frumtillaga Orkuveitunnar var að bora niður á 400m rétt austan við Lambafell og sleppa affallsvatninu þar í neðstu strauma grunnvatns sem myndi, samkvœmt þeirra rannsóknum, renna til sjávar til suð-vesturs (berast til sjávar milli Þorlákshafnar og Selvogs). Vegna mótmœla Sveitafélagsins Olfuss vegna gruns um mögulega mengun vatnsbóla er nú fyrirhugað að bora á umrœddum stað niður á 1 OOOm dýpi til að skila affallsvatninu niður í jarðhitageyminn á ný þaðan sem það mun streyma upprunalega til virkjunarinnar. Við þetta nœst tvenns konar árangur að mati Orkuveitunnar: Hœtta á mengun grunnvatns er úr sögunni og líftími virkjunarinnar lengist vegna hringrásar sem kemst á með því að skila vatni í jarðhitalögin í stað þess eingöngu að tœma úr þeim. Framkvœmdaáœtlunin fór gegnum umhverfismat og í úrskurði Skipulagsstofnunar var fallist á framkvœmdina með skilyrðum til verndar grunnvatni. Skerðina háhita Einnig má benda á að samkvœmt mœlingum á vegum Orkustofnunar Ríkisins kemur í Ijós að landvœði Hlíðardalsskóla í Þrengslum og suður með Stóra-Meitli vestanverðum eru á mörkum háhitasvœðis og umrœtt niðurrennsli á þessu svœði mun að öllum líkindum kœla þetta svœði þannig að möguleg hlunnindi vegna háhitans myndu skerðast umtalsvert. Þessi kœling er raunverulegt áhyggjuefni þeirra Orkuveitumanna og því er niðurrennslið fyrirhugað í umrœddri fjarlœgð frá virkjun þeirra til að koma í veg fyrir skerðingu á orku í virkjuninni eins og áður segir. Löqfrœðileqt mat í greinargerð Jörundar Gaukssonar, lögmanns sem stjórn kirkjunnar réði til að gœta réttar síns í þessu máli, kom m.a. fram að samkvœmt hans mati gengju skilyrði Skipulagsstofnunar ekki nœgjanlega langt til þess að tryggja að grunnvatn í fjalllendi jarðarinnar myndi ekki mengast og það vantaði skilyrði um rannsóknir á áhrifum virkjunar á jarðhita. Kom fram í greinargerð Jörundar að hann teldi verulegar líkur vœru fyrir því að virkjunin myndi geta spillt vatnsréttindum Breiðabólstaðar þrátt fyrir dýpkun borholu fyrir niðurdœlingu umrœdds affallsvatns. Samkvœmt tillögu Jörundar gerði kirkjan því ítarlegar og Blaðsíða 8

x

Aðventfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.