Aðventfréttir - 01.01.2004, Side 9

Aðventfréttir - 01.01.2004, Side 9
rökstuddar athugasemdir við fyrirhugað deiliskipulag þar sem kraf-ist var að sveitarstjón Ölfuss myndi binda deiliskipulagið ítarlegri skilyrðum en fram koma í úrskurði Skipulagsstofnunar. Jörundur upplýsti Orkuveitu Reykjavíkur og Iðnaðarráðuneytið jafnframt um málið. Möquleiki á sölu áhœttusvœðisins Jafnframt benti Jörundur í greinargerð sinni á þann möguleika hreinlega að hefja viðrœður við Orkuveitu Reykjavíkur um að fyrirtœkið leysti til sín þau vatnsréttindi sem vœru í mestri hœttu með að skerðast eða spillast af völdum virkjunarinnar. Þessi tillaga er byggð á þeim rökum að skerðing landgœða á umrœddu landsvœði af völdum niðurrennslisins er talin ncer óumflýjanleg en jafnframt er talið afar torsótt og kostnaðarsamt að sanna raunverulegt umfang þessarar skerðingar og ekki á fœri einkaaðila. Því taldi Jörundur sölu á landinu farsœlasta kostinn og að það mœtti m.a. byggja slíkar viðrœður á lagalegum sjónarmiðum um grennd, eignarnám og jafnrœði. Kirkjan fól Jörundi að rœða við Orkuveituna um að gera tilboð í vatns- og landsréttindi á nyrsta hluta jarðarinnar sem afmarkast af línu sem dregin er milli eftirtalinna landamerkja: miðju Þúfnavalla, Rauðhóls, Lambafells, vestasta horns Lönguhlíðar og aftur í miðju Þúfnavalla. Hér eru þó undanskyld fjöllin Lambafell og Litla-Sandfell sem verða áfram í eigu kirkjunnar en í þeim eru virkar malarnámur sem áfram verða nýttar. Um er að rœða 21,7 ferkílómetra lands. Viðbrögð Orkuveitunnar voru þau að bjóða 1,1 milljón króna fyrir hvern ferkílómetra landsins sem er sama verð og fyrirtcekið hefur greitt öðrum landeigendum í Ölfusi fyrir land þeirra á Hellisheiði. Þó vildu þeir greiða tvöfalda þá upphceð fyrir um Va landsins, þann hluta þess sem telst á mörkum háhitasvœðis. Samráðsfundur stiórnar. fulltrúa safnaða oq löamanns Þann 23. maí s.l. var síðan efnt til samráðsfundar þar sem stefnt var saman fulltrúum frá hinum ýmsu söfnuðum kirkjunnar, prestum, deildarstjórum og öðrum ráðgjöfum með Jörundi Gaukssyni lögmanni og stjórn kirkjunnar í Suðurhlíðarskóla. A fundinum var rceddi sú tillaga að veita Jörundi umboð til að ganga frá sölu á nyrsta hluta jarðar Breiðbólstaðar í hendur Orkuveitu Reykjavíkur eins og áður segir eða allt land norðan línu sem dregin hefur verið milli landamerkjanna vestasta horn Lönguhlíðar og Þúfnavalla. Landið yrði selt Orkuveitunni með öllum gögnum og gceðum að undanskildu Lambafelli og Litla-Sandfell þar sem námuvinnsla er starfrcekt. A stjórnarfundi sama dag var samþykkt, í samrœmi við vilja meirihluta fulltrúa kirkjunnar á samráðsfundinum, að veita Jörundi umboð til að ganga til samninga fyrir hönd kirkjunnar enda sé samningurinn í öllum megin atriðum í samrœmi við það sem að framan er rakið. Þó var Jörundi falið að leita leiða til að fá hcerra verð fyrir umrcett landsvceði, t.d. þá spildu sem talin er meira virði, og að kanna möguleika á tryggingu fyrir ncegilegu heitu vatni til upphitunar Hlíðardalsskóla og Breiðabólstaðar ef ské kynni að sannanlegt vceri eða sennilegt þcetti að aðgerðir Orkuveitunnar hefðu spillt hitaveitu Hlíðardalsskóla úr eigin borholu. Niðurstöður Endanleg viðbrögð eða tilboð frá Orkuveitu Reykjavíkur hefur enn ekki borist við útgáfu þessa blaðs en þó liggur fyrir staðfest viljayfirlýsing frá fyrirtœkinu um að greiða nokkuð hcerra verð fyrir landið en fyrst var boðið, eða alls 33,623,173 milljónir króna. Eins og er bíðum við endanlegs tilboðs frá Orkuveitunni varðandi þetta. Þess ber einnig að geta að afgreiðsla þessa máls mun bíða endanlegrar niðurstöðu krafna ríkisins um þjóðlendur sem getur tekið um eitt og hálft ár. Biðjum fyrir farscelum lyktum og að vilji Guðs megi ná fram að ganga í þessu máli. Einnig um það, ef af sölu verður, að þeir fjármunir sem þar koma inn mcettu nýtast vel málefni Guðs til uppbyggingar hér Frá samráðsfundinum þann 23. maí. JÖRÚNDI VAR FALIÐ AÐ LEITA LEIÐA TIL AÐ FÁ HÆRRA VERÐ FYRIR UMRÆTT LANDSVÆÐI, T.D. ÞÁ SPILDU SEM TALIN ER MEIRA VIRÐI, OG AÐ KANNA MÖGULEIKA Á TRYGGINGU FYRIR NÆGILEGU HEITU VATNI TIL UPPHITUNAR HLÍÐARDALSSKÓLA Blaðsíða 9

x

Aðventfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.