Aðventfréttir - 01.01.2004, Síða 14
AÐVENTFRETTIR
MEGI ÞETTA LITLA
STARF, FYRIR
GUÐS NÁÐ, VERA
ÞÁTTUR í
LOKASTARFI
GUÐS Á ÍSLANDI,
SEM VEX OG
EFLIST UNS ÞAÐ
UPPSVELGIST
ÁSAMT ÖLLUM
HINUM
HLJÓMUM
STARFSINS í HINU
MIKLA
LOKAHRÓPI
FAGNAÐARERIND
Hið eilífa fagnaðarerindi prédikað í Reykjavík
Þrír biblíustarfsmenn frá
Bandaríkjunum komu í
upphafi þessa árs til
Islands. Nathaniel Gibbs,
Chad Kreuzer og Fadia
Benjamin eru
boðunarteymi á vegum
Mission College of
Evangelism í Oregon og
hafa unnið saman í fjögur
ár. Eftir nokkurra mánaða
heimsóknarstarf í Breiðholti
héldu þau opinberar
boðunarsamkomur í
maímánuði í
Suðurhlíðarskóla undir
nafninu Deilan mikla.
Sökum þessa starfs eru um
tíu manns að undirbúa sig
fyrir skírn og munu fyrir
náð Guðs ganga í söfnuð
Hans á nœstu vikum og
mánuðum.
Leikmannafélagið
Betri Heilsa — Betra Líf tóku
að spíra 1 996. í fyrstu
snerust þau aðallega um
að koma heilsuboðskap
Sjöunda dags aðventista á
framfœri, en upphafsmenn
þeirra vildu einnig koma á
fót boðunarstöð (‘outpost
center’) á Islandi og styðja
boðunarstarf kirkjunnar. (I
núverandi stjórn sitja
Guðný Kristjánsdóttir,
Sólveig Hjördís Jónsdóttir,
Anna Margrét
Þorbjarnardóttir, Kristján
Friðbergsson; auk
Björgvins Snorrasonar
áheyrnarfulltrúa). En
hverjir áttu að boða?
Síðastliðin þrjú ár bœttust
við ný nöfn í hópinn:
Styrmir Ólafsson, Jón
Hjörleifur, María Hrund og
Stefán Rafn Stefánsbörn,
Elsa Dagmar Runólfsdóttir,
og Marinó Þorbjarnarson:
ungmenni sem höfðu
annaðhvort sótt
trúboðsskóla (Mission
College of Evangelism í
BNA; Evrópski Biblíuskólinn
í Skotselv, Noregi;
Mattesonskólinn í Mysen,
Noregi) eða voru
reiðubúin að helga sig
boðunarstarfi. En
veikburða tilraun til að
hefja boðunarstarf í
Reykjavík haustið 2003 dó
út. Hópurinn sá að hann
þyrfti á erlendri og
reyndari hjálp að halda til
að efla
grasrótarhreyfinguna. Þá
kom biblíustarfsfólkið til
sögunnar.
Biblíustarfsmaður er sá
sem helgar allt sitt líf
boðunarstarfinu. Hví
skyldi fólk vilja fórna sér í
slíkt? 2 Pt 3.1 2 segir
okkur að við eigum ekki
aðeins að vcenta komu
Jesú Krists heldur að flýta
fyrir henni. Hvernig getum
við flýtt fyrir komu Hans?
Eina táknið um
endurkomuna sem við
getum uppfyllt er að
prédika fagnaðarerindið
(Mt 24.14). Og hvaða
fagnaðarerindi á að boða
heiminum? Hið eilífa
fagnaðarerindi,
fagnaðarerindið í fyllingu
sinni (Opb 14.6—1 2), sem
er áhrifaríkt og nœr til
hjartans í „sérhverri þjóð
og kynkvísl, tungu og lýð”.
Maður á fertugsaldri
sem sótti samkomurnar
reglulega sagði eftir að
hafa heyrt hver antikristur
var að nú skildi hann hví
Guð œtti skilið að vera
tilbeðinn. Annar maður
sagði það ótrúlegt hvers
vegna efni fyrirlestranna
sé ekki til staðar í
kristinfrœðikennslu
grunnskólanna. Eftir að
hafa sótt samkomurnar um
antikrist og Bandaríkin
þakkaði ungur maður í
lögfrœðinámi okkur fyrir
og sagði að uppsetningin
hefði verið fagleg og
aðgengileg og
framsetning efnisins
augljós og skýr. Einn
þeirra sem verðu skírður
þegar þetta sést á prenti
sagði að það hefði verið
mikil blessun að sœkja
þessar samkomur og
ríkuleg reynsla.
Þetta er aðeins brot
af því sem almenningur
sagði um samkomurnar.
Það þarf að prédika hið
eilífa fagnaðarerindi svo
allir í Reykjavík heyri
síðasta boðskap Guðs til
manna. Og Island allt er
eftir. Núna erum við að
undirbúa nœsta hluta
starfsins: opinberar
samkomur nœsta haust.
Guð vill starfa gegnum
þig í þessu mikla verki.
Munt þú leggja hönd á
plóginn?
„Því allir þeir, sem
lítilsvirða þessa litlu byrjun,
munu horfa fagnandi á
blýlóðið í hendi
Serúbabels.” Sk 4.1 0.
Megi þetta litla starf, fyrir
Guðs náð, vera þáttur í
lokastarfi Guðs á íslandi,
sem vex og eflist uns það
uppsvelgist ásamt öllum
hinum hljómum starfsins í
hinu mikla lokahrópi
fagnaðarerindisins. Guð
vill að þú takir þátt í hinu
mikla lokastarfi
fagnaðarerindisins. Munt
þú hlýða kalli Hans?
Blaðsíða 1 4