Aðventfréttir - 01.01.2004, Qupperneq 15

Aðventfréttir - 01.01.2004, Qupperneq 15
Minning Lilja Guömundsdóttir F. 21. maí 1920 D. 14. febrúar 2004 Lilja Guðmundsdóttir lést ó Dvalarheimilinu Grund hér í borg þ. 14. febrúar s.l. Hún fœddist þ. 21. maí 1 920 að Laugalandi í Stafholtstungum, Mýrarsýslu. Foreldrar hennar voru þau hjónin Guðmundur Kristjónsson fró Grísatungu í Borgarfirði og Guðrún Jónsdóttir fró Hraunholtum. Lilja, sem var yngst 7 systkina, ólst upp í Borgarfirðinum. Ekki stóð henni til boða mikið skólanóm í uppvextinum. Sjóndepurðin hamlaði henni einnig allt fró œsku. Þrótt fyrir þessar aftrandi kringumstœður vitum við sem hana þekktum að hún só samt mikla fegurð í sínu lífi, ekki síst með sínum innri sjónum. Fegurð, sem hún, þrótt fyrir örðugleika, gat tjóð í Ijóðum sínum. Þau urðu henni dýrmœtur heimur þar sem vonir hennar og þrór skinu skœrast. Árið 1 939 kynntist Lilja Guðmundi Halldórssyni fró Akranesi og þau giftust og bjuggu fyrst í Reykjavík en síðar í Vestmannaeyjum. Lilja og Guðmundur skildu eftir nokkurra óra hjónaband. Lilja kynntist þó Axel Sveinssyni fró Siglufirði, sjómanni sem stundaði vertíðir í Eyjum. Þau hófu sambúð og bjuggu um tíma ó Eyjarhólum, en oft ó tíðum dvöldu þau ó Siglufirði. Þau eignuðust dreng saman, Ármann Guðlaug. En enn gerði sorgin sig heimakomin í lífi Lilju er Axel lést af slysförum 1 950 og fluttist Lilja þó aftur til Eyja. Lilja tók þar að sér róðskonustörf hjó Einari Jónssyni í Kalmannstjörn en 1952 giftust þau. Saman eignuðust Lilja og Einar tvo drengi: Axel Gunnar og Jóhann Sigurvin. Lilja og Einar bjuggu í Kalmannstjörn þar til jarðeldar hófust í Eyjum 1 973 en þó fluttust þau til Hvergerðis í húsnœði Dvalarheimilisins Áss. Eftir lót Einars 1 981 bjó Lilja í mörg ór ó Dvalarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum, eða til órsins 1 997 þegar hún fluttist til Reykjavíkur. Þar dvaldi hún ó Dvalarheimilinu Felli, síðan ó Kumbaravogsheimilinu ó Stokkseyri en síðustu órin bjó hún ó Elliheimilinu Grund í Reykjavík. Árið 1 932 skirðist Lilja í söfnuð Aðventista í Vestmannaeyjum og fylgdi aðventsöfnuðinum œtíð upp fró því. Hún var dyggur þótttakandi í starfi systrafélagins Alfa í mörg ór. Um þetta starf kveður Lilja: Alfa, þú kveikir kœrleiksfagran Ijóma, kemur til þeirra' er ótal fengu dóma. Reisir upp fallna, - ríki Guðs útbreiðir, - raunum og sorgarskuggum burtu eyðir. Lilja var einlœglega trúuð kona. Hún ótti djúpt og nóið samfélag við frelsara sinn sem kemur svo berlega í Ijós í mörgum Ijóða hennar. Svo oft við gluggann, grét ég þurrum tárum, þá gekk um vinur, strauk um vanga minn. Hann sjálfur kynntist þungum þyrnitárum, er þrek var mest, og ungur hugurinn. Hann mœlti vina, mœndu ei og syrgðu, því margur hérna háir dapurt stríð. Vertu hugrökk, harma þína byrgðu, hlœðu, reyndu’ að vera góð og blíð. Nú er hún sofnuð þessi góða og trúaða kona, skeið hennar er ó enda runnið og líf hennar falið frelsaranum. Nú bíður hún þess dags er bósúna Guðs mun hljóma og Drottinn mun kalla hana fram úr gröfinni og segja: “Gakk inn til fagnaðar Herra þíns.” Útför hennar fór fram þ 23. febrúar s.l. fró Aðventkirkjunni í Reykjavík. Undirritaður annaðist athöfnina. Blessuð sé minning hinnar lótnu. Eric Guðmundsson NÚ ER HÚN SOFNUÐ ÞESSI GÓÐA OG TRÚAÐA KONA, SKEIÐ HENNAR ER Á ENDA RUNNIÐ OG LÍF HENNAR FALIÐ FRELSARANUM. NÚ BÍÐUR HÚN ÞESS DAGS ER BÁSÚNA GUÐS MUN HLJÓMA OG DROTTINN MUN KALLA HANA FRAM ÚR GRÖFINNI OG SEGJA: “GAKK INN TIL FAGNAÐAR HERRA ÞÍNS.” Blaðsíða 1 5

x

Aðventfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.