Aðventfréttir - 01.03.2009, Síða 5
fyrir honum.
Engu að síður hefur bæklingurinn verið
tekið til umfjöllunnar í stjórn
Kirkjunnar. Hún hefur brugðist við
honum með þeim hætti að hún hefur
sent frá sér bréf til allra meðlima og
lýst yfir að dreifing bæklingsins hafi
farið fram þvert á ósk hennar. Meðal
annars segir í bréfinu að meðferð
efnisins geti „ekki talist í samræmi við
þær meginreglur sem við sem Aðvent-
el auðvitað), sérstaklega boðskapur
englanna þriggja, verið rannsökuð
einna mest í okkar kirkju. Við getum
því án efa talist nokkuð sérfróð á sviði
„spádóma- og endaloksfræða“ (e.
apocalyptics). Raunar er þessi
sérfræðiþekking okkar viðurkennd,
jafnvel í fræðaheimi. A þeim grunni
hljótum við að bregðast við riti sem
fjallar um boðskap endalokanna, þó
það sé ekki gefið út í nafni kirkjunnar.
Auk þess er Ellenar White getið í
Nýja Jerítsalem. Veggteppi frá fjórtándu öld
istar temjum okkur eða meginreglur
kirkjunnar." Efni bréfsins er einnig
aðgengilegt á vef kirkjunnar,
www.adventistar.is
Nú er þessi bæklingur semsé inn á
öllum heimilum, sums staðar hefur ef
til vill verið gluggað í hann, en annars
staðar hefur hann líklega farið sam-
ferða öðrum óumbeðnum pósti í tunnu-
na eða blaðagám. I bloggheimum hafa
allmargir tjáð reiði sína út af bæk-
lingnum, en hann Halldór okkar, eða
Mofi eins og hann kallar sig á Netinu,
hefur svarað þeim ummælum af ein-
stakri nærgætni og af heilindum. Við
þökkum honum fyrir það. I tengslum
við ritið og viðbrögð stjórnar kirkjunnar
hafa vaknað ýmsar spurningar og vil ég
gjarnan reyna að velta hér upp nokkrum
af þeim og ef til vill reyna að finna
svör.
Fyrst þessi bæklingur er ekki kenndur
beinlínis við Aðventkirkjuna, mætti
velta fyrir sér hvort hún ætti yfir höfuð
tjá sig um hann.
Af öllum bókum Biblíunnar hefur
Opinberunarbókin líklega (ásamt Daní-
ritinu, sem er kunnugum vís-
bending um að hér sé aðvent-
boðskapur á ferð.
Fyrsta spurningin hlýtur að vera
sú hvort það sé réttmæt krafa
stjórnar kirkjunnar að samráð sé
haft við hana í tengslum við
boðunarátak af þessari stærð-
argráðu.
Önnur spurningin getur verið hvort
þessi bæklingur sé ekki hið besta
mál? Allir sem hafa verið í
kirkjunni í nokkur ár og lesið
lexíurnar kannast við flest það sem
fram kemur í bæklingnum. Auk
þess eru flest efnisatriðin í bókinni
einnig í trúarkenningum okkar.
Ef við reynum að finna svar við
fyrstu spurningunni, þá hljótum við
að viðurkenna að það er ekki svo
einfalt mál. Eitt atriði lýtur að inn-
taki og gæðum efnisins sem á að
nota í boðunarátaki. Annað mikli-
vægt atriði hlýtur að vera samhengi
átaksins við kirkjustarfið og sam-
félagið í heild. I tengslum við þetta
er þriðja atriðið, sem er eftirfylgni,
því að það er yfirleitt ekki mjög
árangursríkt að byrja með stórum hvelli
en hafa enga eftirfylgd. Þetta er hins
vegar ekki hægt nema með góðum
undirbúningi og samvinnu, sérstaklega
í átökum af þessari stærðargráðu.
An efa eru til margar leiðir til að vekja
áhuga fólks á Aðventkirkjunni. Við
getum einblínt á hið illa og hættuna
sem stafar af Satan. Við getum barist
og sýnt fólki fram á að það er í al-
varlegri hættu. Við getum rökrætt og
sýnt fram á og reynt að sanna að við
höfum rétt fyrir okkur.
Við gætum líka kosið að einblína á
okkar sameiginlega vin, Jesú Krist. Við
getum sýnt hvað hann, fyrir tilstilli
Heilags Anda, er megnugur að gera í
lífi okkar. Við getum útskýrt fyrir fólki
að Guð hefur áætlun um að koma
heiminum aftur í upprunalegt horf. Við
getum gefið fólki von um að þjáningar
þess séu ekki endalausar. Þekkingin
sem við höfum ásamt okkar sterku von
um endurkomu Krists gefur okkur
góðan grunn til að tala um betri tíð.
1 dag er fólk ekki lengur tilbúið að trúa
einhverjum bara vegna þess að hann
eða hún segist hafa „sannleikann“.
Fólk trúir og treystir þeim sem það nær
góðu sambandi við. Traust er yfírleitt
ekki afrakstur rökræðu heldur já-
kvæðrar reynslu. Þegar við höfum
byggt upp gott samband við fólk getur
það séð okkar innri mann. Fólk uppgöt-
var vonandi hvernig Kristur hefur um-
breytt okkur. Þá fyrst verður það til-
búið til að hlusta á það sem við trúum.
Hver veit, ef til vill það jafnvel heyra
hvað við höfum að segja um litla
hornið? En allt byggist þetta á trausti,
sem Islendingar þurfa svo sárlega á að
halda í dag.
Lítum í kring um okkur, við þurfum að
vera vakandi. Endurspeglum Krist í því
sem við gerum og segjum, í því sem
við látum ógert og þögum yfir. Gerum
fólk forvitið um þessa trú sem breytir
öllu í lífi okkar og
gefur okkur þessa
stórkostlegu von
fyrir framtíðina.
Manfred Lamke er í meistaranámi í
guðfrœði við Newbold College, Englandi
AÐVENTFRÉTTIR • MARS 2009