Aðventfréttir - 01.03.2009, Síða 6
Fæddar 1912 og 1993
Eiga þær eitthvað sameiginlegt?
Rósa Teitsdóttir er fædd í Dölunum 1912 og er því að verða 97 ára
gömul. Aðalbjörg Ellertsdóttir er fædd í Reykjavík 1993. Rósa er
komin á elliheimili en Aðalbjörg á lífið framundan. Hér fáum við að sjá
hvað þeim tlnnst um lífið, og hvað það þýðir að vera kristin.
Rósa fæddist að Svarfhóli, Miðdölum,
Dalasýslu árið 1912. Hún ólst upp við
kristin gildi og var kennt að fara með
bænir kvölds og morgna. Henni var
líka kennt að fara út á lilað á hverjum
morgni og signa sig og segja “Nú er ég
klæddur og komin á ról, Kristur Jesús
veri mitt skjól, í guðsóttanum gef þú
mér, að ganga í dag svo líki þér.” Þegar
veðrið var mjög vont var leyfilegt að
reka bara nefið út í dyragættina og fara
með morgunversið þannig.
Rósa tók skírn í Aðventistasöfnuðinn
árið 1936. Aðdragandinn að þeirri
ákvörðun var að hún var kölluð á næsta
bæ til að vera vinnukona. Húsbóndinn
veiktist alvarlega af mislingum og
Rósa fékk það hlutverk að vaka yfír
honum. Algengt var að fólk létist af
völdum mislinga og voru bæjir settir í
sóttkví vegna þessa. Læknir kom til að
undirbúa síðustu stundina fyrir
sjúklinginn þar sem talið var að hann
myndi ekki lifa þetta af. Læknirinn bað
Rósu um að setja hitapoka til fóta hjá
sjúklingnum og fljótlega eftir það fékk
hann mikið hóstakast og fór að hressast
upp úr því. Rósa hafði þá vakað í 4
sólarhringa og var orðin úrvinda af
þreytu. Hún gekk heim að Svarfhóli,
lagðist í rúmið og fékk sjálf mislinga.
Hún var sjúklingur í heilt ár á eftir
vegna þess að hjartað var veikt, og
ekkert varð úr því að hún yrði
vinnukona á næsta bæ.
Nú bar svo við að Rósa fékk tækifæri til
að fara til Njarðvíkur í vask. Þar
kynntist hún manninum sínum, Olafl
Ingimundarsyni sem hafði þá nýlega
tekið skírn. Olafur var líka Dalamaður.
Rósa komst ekki mikið á samkomur
vegna lasleika, en henni fannst athyglis-
verður boðskapurinn um að hlýða skap-
aranum, þar með talið að halda hvíldar-
daginn. Hún tók ákvörðun um að fylgja
Jesú því hún hafði upplifað návist og
tilvist Guðs svo sterkt þegar hún sat yflr
húsbóndanum og sá hann læknast, og
einnig í gegnum sín eigin veikindi. Hún
fann alltaf að Guð var með henni og
hann styrkti hana svo sannarlega því
hjartað hennar slær enn, 74 árum
seinna!
Á heimili þeirra Ólafs á Austurgötu 15 í
Keflavík voru haldnar samkomur á
hvíldardögum í 26 ár. Stundum var allt
að 32 manns í stofunni þeirra, sem
Ólafur hafði stækkað til að geta hýst
alla. Alltaf var einhver í hádegismat á
eftir. Rósa hafði verið alin upp við
mikla gestrisni og þarna kom það sér
ákaflega vel. Það var með glöðu geði að
hún gaf gestunum að borða. Sumir
komu langt að eins og til dæmis Helga
Sigfúsdóttir (mamma Siggu, Önnu og
Stínu Elísdætra) sem kom gangandi alla
leið innan úr Innri-Njarðvík á peysu-
fotunum. Það fylgdi því oft mikil vinna
að fá svona marga gesti á hvíldar-
deginum, en Rósa reyndi að undirbúa
það sem hún gat deginum áður. Hún er
afar þakklát fyrir það að hafa fengið
þetta tækifæri til að veita þessa
þjónustu. Ólafur sá um veita andlega
næringu en Rósa sá um líkamlegu
næringuna fyrir alla þá sem leið áttu
um Austurgötu 15. Rósa segir að það
hafí verið um 50 - 60 manns sem hafí
búið hjá þeim í lengri eða skemmri
tíma. Hún lofar Guð fyrir gamalmennin
sem voru á heimilinu, því þau voru
yndislegur félagsskapur og svo
hjálpuðu þau heilmikið til. Ólafur var
alltaf með kvöldstundir fyrir heimilis-
fólkið og það var Rósu mikils virði og
hjálpaði henni að sofna á kvöldin.
Aðventistar voru litnir hornauga af
sumum og voru kallaðir “tistar” af því
þeir voru öðruvísi. Þegar Rósa fékk
vinnu á sjúkrahúsinu í Keflavík setti
hún það sem skilyrði að hún ynni ekki
á laugardögum og fékk þess vegna að
vinna á sunnudögum í staðinn. Það var
talið “skrýtið”, en var þó látið óáreitt.
Rósa hefur alltaf beðið Guð um að
hjálpa sér að gera það sem rétt er. Hún
vill ekki gera það sem er rangt þó aðrir
telji það allt í lagi.
Rósa trúir því að “maður sé manns
gaman” eins og sagt er í Hávamálum
og einnig trúir hún að Guð hafl skapað
okkur hvert fyrir annað. Það er
lífsnæring í því að tala við annað fólk
og einnig að brosa. Það hefur hún alltaf
reynt að gera við sitt heimilisfólk.
Rósa segir að þessi síðustu tímar séu að
mörgu leyti erflðir. Það mætti vekja
marga af værum blundi. Það veit ekki á
gott að það skuli vera færri nú í
hvíldardagsskólanum í Reykjanesbæ,
en var á þessum árum þegar íbúa-
fjöldinn var aðeins um 800 manns, en
hún er þakklát fyrir allt það góða starf
sem unnið er í Aðventsöfnuðinum víðs
vegar um landið. Rósa bíður þess að
Kristur komi afitur í skýjum himinsins
og taki hana “heim”.
Aðalbjörg er nemandi í 10. bekk í
Suðurhlíðarskóla. Hana langar að starfa
sem hjúkrunarfræðingur eða ljósmóðir
og hyggst á nám þar að lútandi. Hún
hefur einnig mikinn áhuga á tónlist og
gæti hugsað sér að vinna í tónlist í
framtíðinni, t.d. með kórum og þá sér-
staklega barna- og unglingakórum,
vegna þess að henni fannst svo gaman
að vera í kór þegar hún var yngri. í dag
AÐVENTFRÉTTIR • MARS 2009
spilar hún á píanó og flautu. Frítíma
sínum ver hún með vinum sínum og
fjölskyldu, og við æfingar á píanóið og
flautuna. Henni finnst mjög gaman að
passa börn og passar reglulega fyrir
þrjár fjölskyldur. Á laugardagskvöldum
fer hún á unglingasamkomur í kirkjunni
og hlustar á hugvekju. Þar spilar hún
stundum undir söng og hittir alla vinina
sína sem eru í kirkjunni. Hún hefur