Aðventfréttir - 01.03.2009, Qupperneq 14

Aðventfréttir - 01.03.2009, Qupperneq 14
Fadia og Chad ennþá iðin við boðun! Ákveðið að fara til íslands Fadia og Chad Kreuzer voru kennarar á Mission College í Noregi þegar Stefán Rafn Stefánsson var nemandi þar. Þau urðu góðir vinir og þegar Stefán kom afiur til Islands hvatti hann Kirkjuna að bjóða þeim að koma og starfa hér að boóun. Guó sá um að það varð svo. Fadia og Chad voru á Islandi frá janúar til desember 2004 og þess má til gamans geta að á því ári tóku 22 skírn, þar með talin sú sem þetta skrifar. Þau voru ófá skiptin sem ég fór í Skriðustekkinn og hlustaði á enda- lausan fróðleið um Biblíuna hjá Fadiu. Ég var í lyfjameðferð á þessum tíma og var ekki mjög hress, en var alltaf endurnærð þegar ég kom frá henni. Fadia og Chad, ásamt Nathaniel Gibbs, héldu úti miklu boðunarstarfi þetta ár sem þau voru hér, í formi námskeiða, heimsókna, biblíufræðslu og undir- búnings fyrir skírn. Það sem þau sakna mest frá íslandi er fallegu sumardagarnir þegar hitabylgja reið yfir sumarið 2004, tungumálið og allra vinanna sem þau eignuðust hér. Það sem þau sakna minnst er að fara gangandi leiðar sinnar í íslensku roki og rigningu! Þau myndu mjög gjarnan vilja koma í heimsókn til Islands, ef Drottinn lofar. Hjónabandið og starfið Fadia og Chad giftu sig 26. ágúst 2007 í Chicago og var Nathaniel svara- maður. Hjónabandið hefur verið þeim mikil blessun, bæði persónulega og í boðuninni. Þau lofa Drottinn fyrir handleiðslu hans. Þau búa í um klukkutíma fjarlægð frá Chicago. Þau ferðast mikið vegna starfsins og eru því lítið heima. Síðasta ár voru þau að mestu leyti í Kaliforníu og Arkansas. Þau halda námskeið um Biblíuna, spá- dómana, sköpun og hvernig á að sigrast á veikleikum. Þau hafa sérstaka ánægju af því síðastnefnda, því þau námskeið halda þau saman. Námskeiðið stendur yfir í 5 daga og það hjálpar ein- staklingum að sigrast á slæmum ávana, slæmum hugsunum og fíkn hvers konar. Einnig hjálpa þau einstaklingum að fyrirgefa. Það hefur verið mikil blessun fyrir þau að halda þessi nám- skeið og sjá fólk sigrast á því sem hefur haft það í fjötrum. Þau hafa nú víkkað út þjónustu sína og boðun með Anchor Point Films, þar sem þau búa til fræðslumyndbönd. Þau voru að enda við aö gefa út fyrsta myndbandið, „Draumurinn sem gleymdist“ (The Forgotten Dream) sem fjallar um 2. kafla Daníelsbókar. Næsta myndband er þegar komið í vinnslu og fjallar um Spádómana um Messías og líf Jesú. Þau ferðast um og taka upp fyrirlestra hjá prófessorum í fomleifa- fræði og guðfræði, og vinna í því að raða því saman á daginn en halda svo námskeiðin á kvöldin. Drottinn hefur blessað þau í þeirra starfi og án hans handleiðslu hefði ekkert af þessu verið gert. Vefsíðan þeirra er: www.anchorpointfilms.com bandið hálftíma áður en skilafresturinn rann út, þökk sé Guði. Fadia og Chad bíða eftir endurkomu Krists, en þangað til ætla þau að halda áfram að vinna fyrir hann með nám- skeiðahaldi og myndbandagerð. Þau langar í framtíðinni að búa í sveitinni. Þau vilja koma því á framfæri að þau hafa fylgst með fréttum frá Islandi og vita að margir hér eru í erfiðleikum. Þau biðja fýrir okkur og ráðleggja okkur að verja tíma daglega við lestur Biblíunnar og til bæna sem mun draga okkur nær Guði. Jóhanna Aðalveig Jóhannsdóttir Handleiðsla Guðs Hér er ein lítil saga sem sýnir hvernig Guð leiðir þetta starf. Þau voru að falla á tíma með fyrsta myndbandið, voru að reyna að finna tíma á milli boðunar- námskeiðanna. Þá voru þau beðin að halda námskeið í Arkansas. Það var í mjög afskekktum smábæ í Ozarks. Þau höfðu ákveðið að sleppa nám- skeiðunum á meðan þau voru að klára myndbandið, en þá var þeim sagt að einn meðlimur aðventistakirkjunnar í Ozarks ætti upptökuver þar sem þau gætu klárað myndbandið. Þannig gat Chad prédikað á kvöldin og unnið við myndbandið á daginn. Það var krafta- verk að það hafi verið til upptökuver í eigu aðventista í þessum afskekkta bæ í Ozarks. Þau gátu loksins klárað mynd- Þarftu á fyrirbæn að halda? Hafið samband: 867-1640/588-0848 EÐA vigdislinda@hotmail.com. Fullum trúnaði heitið. Kveðja, Vigdís Linda, Sandra Mar, Jóhanna og Íris. | AÐVENTFRÉTTIR • MARS 2009

x

Aðventfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.