Aðventfréttir - 01.08.2009, Qupperneq 2
HdtiAm Öríií
'cjanya
Biblían er sennilega mest elskaða
og á sama tíma mest hataða bókin
sem mannkynið hefur nokkum
tímann eignast. Stríð hafa verið
háð vegna hennar, stríð hafa verið
réttlætt með henni og friður hefur
verið saminn á grundvelli hennar.
Á undanfömum ámm hefiir Biblí-
an fengið meiri umfjöllun í ís-
lenskum fjölmiðlum en vanalega.
Það má vera að útkoma nýju þýð-
ingarinnar árið 2007 hafi hvatt
ýmsa til að lesa í Ritningunni.
Auk þess hafa ýmis mál sem snúa
að siðferði og réttindum opnað
umræðuna um Biblíuna og það
sem í henni stendur. Eins og oft
áður þá hafa aðeins örfáir tekið
upp hanskann fyrir hönd
Biblíunnar á meðan margir telja
sig þess umkomna að ráðast á orð
Guðs, þó að þeir hafa oft sýnt
verulegan skort á þekkingu og
ekki síst nærgætni í garð þeirra
sem trúa að þetta sé einmitt Guðs
orð og þar af leiðandi heilagt. Ég
efast um að þessi umræða hefði
fengið að vera eins einhliða og
óbilgjöm ef um önnur trúarrit
hefði verið að ræða eins og til
dæmis Kóraninn.
En hvað er til ráða? Ég held að
það þurfi töluverðan kjark til þess
að stíga fram á þessum tímum og
lýsa því yfir að við Aðventistar
trúum að Biblían sé orð Guðs og
að við leitumst við að nota það
sem við höfiim lært þar sem
leiðarljós í lífinu. Eins og er, þá
em það aðeins örfáir þjóðkunnir
einstaklingar, eins og Gunnar í
Krossinum, sem þora raunveru-
lega að stíga fram. Ef til vill
þurfum við að stappa í okkur stál-
inu og gera meira svo að fleiri
sjónarmið þeirra sem halda með
Biblíunni komi fram.
Þetta er þó ekki svo einfalt. Eins
og við lesum í guðspjöllunum,
var þá þegar fyrir 2000 ámm uppi
hópur fólks sem notaði Ritn-
inguna aðallega til að sýna öðmm
hvað þeir vom gallaðir og hvað
þeir sjálfir væm æðri öllum
öðmm. Það vom faríseamir. Eins
og lesa má í dæmisögunni um
faríseann og tollheimtumanninn
var Jesús ekki hrifinn af
hugsunarhætti þeirra. Hann
kennir nefnilega auðmýkt í stað-
inn fyrir sjálfsánægju. Sumir
halda fram að andi faríseanna sé
enn á lífi, en ég vil ekki tjá mig
um það. Hins vegar tel ég að með
viðeigandi auðmýkt gæti okkur
tekist að snúa æ fleirum að Ritn-
ingunni. Það er fullt af fólki sem
er að leita að tilgangi í lífmu, ekki
síst á þessum tímum og vill
gjarnan læra um Guð. Á komandi
misseri mun ég bjóða upp á
námskeið um túlkun Biblíunnar í
þeirri von að áhugi á biblíulestri,
bæði í söfnuðinum og utan, megi
aukast.
Manfred Lemke
Jesús sagði: „Sá sem elskar mig,
varðveitir mitt orð, og faðir minn
mun elska hann. Til hans munum
við koma og gjöra okkur bústað
hjá honum. Sá sem elskar mig
ekki, varðveitir ekki mín orð.
Orðið, sem þér heyrið, er ekki
mitt, heldur föðursins, sem sendi
mig“ (Jh 14:23-24).
2
AÐVENTFRÉTTIR • AGÚST 2009