Aðventfréttir - 01.08.2009, Qupperneq 4
Biblían, Bréf Guðs
til mannanna!
ct'tir
Björgvin Snorrason
Orðið kcmur í heiminn
Frelsari heimsins, Jesús Kristur,
fæddist í hrjúfii peningshúsi búsmala í
Betlehem, þar eð leit Jósefs og Maríu
að næturgistingu í gistihúsi var
árangurslaus. Þannig var Orðið, sem í
aldanna rás hafði gert kærleika Guðs
heyranlegan, reifaður og lagður í jötu í
fátækt og lítillækkun. Hvergi nærri
voru þeir sem hefðu getað veitt honum
verðuga móttöku, hefðu þeir lesið,
trúað og gengið í ljósi Ritningarinnar.
En englar frá veröld ljóssins voru
mættir yfir Betlehemshæðum, völl-
unum þar sem Davíð hafði þúsund
árum áður gætt hjarðar sinnar. Þeir
tignuðu og lofuðu komu Frelsarans
með orðunum „Dýrð sé Guði í upp-
hæðum og friður á jörðu ... .“ Mestu
tíðindi í sögu þessa heims höfðu átt sér
stað. Kristur hafði svarað kalli hins
deyjandi manns.
Frá fjárhúsinu í Betlehem barst
Orðið mönnum sjáanlega og áþreifan-
lega. Heimurinn varð aldrei samur
aftur.
Orðið á íslcnsku
Fyrsta þýðing Biblíunnar á íslenska
tungu átti sér stað í fjósi. Fjós voru
stundum ekki langt frá fjárhúsum.
Gripahúsin eru bæði notaleg og hlý
vegna skepnanna sem þar eru, þótt
stundum fari lítið fyrir tignarmönnum
þar. Þar eru allir velkomnir.
Oddur Gottskálksson (d. 1556)
þýddi Nýja testamentið á íslensku í
fjósinu að Skálholti, því hann þurfti að
fara leynt með þetta og hafa andvara á
sér. Sjálfur orðaði hann þetta þannig,
„að Jesús lausnarinn hefði verið lagður
í einn asnastall en nú tæki hann að út-
leggja og í móðurmáli að snúa hans
orði í fjósi.“ (1) Prófessor Magnús
segir um þennan atburð: „Það er merki-
legur sannleikur, að fyrsta Nýja
testamentið á íslenzku skyldi fæðast á
samskonar stað og sú dýrlega vera,
sem það allt snýst um. Til þess að
dylja það sem hann hafði fýrir stafni,
valdi Oddur sér hlöðubás í fjósi, og í
þeim fátæklegu húsakynnum lagði hann
undirstöðuna að því verki, er síðar
hefur orðið þúsundum til blessunar og
enn mun halda áfram að vera óbomum
þúsundum til hjálpræðis.“ (2) Það sætir
óneitanlega undrun hversu við menn-
imir gerum Guði erfitt fyrir að koma
Bréfi sínu til okkar, hvort heldur munn-
lega eða skriflega.
Þegar Oddur þýddi Nýja testamentið
á íslensku höfðu siðskipti innan
kristinnar kirkju þegar gengið í garð
(1517) fyrir boðun Martin Lúthers
(1483-1546) í Þýskalandi á orði Guðs.
Oddur var ekki viss hvom stíginn hann
skyldi taka. Hann brá því á það ráð að
biðja Guð með mörgum bænarorðum
„hvort sannara væri“ (3) hinn gamli
siður kaþólskra eða hinn nýi siður mót-
mælenda. Að liðnum þremur dögum
eftir að Oddur lauk upp munni sínum í
bæn varð honum ljóst að siðbótin sem
grundvallaðist á Ritningunni væri
réttari leiðin. Siðbótina vildi hann
héðan í frá „auka, ffarn draga og fylgja
alla sína daga, svo lengi sem hann
lifði.“ (4)
Eftir að Oddur hafði tekið ofan-
greinda ákvörðun varð það köllun hans
að þýða Nýja testamentið á íslensku til
þess að bregðast á réttan hátt við
straumhvörfunum innan kirkjunnar og
þörfum tímans. Hann valdi að snúa
Ritningunni á móðurmálið af sömu
ástæðu og Martin Lúther. íslenskur
almúgi átti að skilja Bréf Guðs við
eigin lestur sér til sáluhjálpar. Eins og
allt verk Lúthers var tímamótaverk, má
með sanni segja það sama um frum-
kvæði og framtak Odds. Verk hans
skipti sköpum varðandi framtíð fs-
lenskrar tungu, trúarlífs og þjóðmála.
Oddur er talinn hafa þýtt Matteusar-
guðspjall í fjósinu að Skáholti veturinn
1536-37. Þar hefur hann eflaust notið
hlýju dýranna.
Dreifing Orðsins
Nýja testamenti Odds, eins það
hefur verið nefiit, var fyrst allra bóka
sem prentuð var á íslensku. Þessi sögu-
legi atburður gerðist í Hróarskeldu í
Danmörku og lýkur 12. apríl árið 1540,
einungis 18 árum eftir að „September-
testamentið“ kom út, en þannig nefndu
menn þýðingu Lúthers á Nýja
testamentinu á þýsku. Lúther vildi að
lœvirkinn (á Islandi myndum við segja
þrösturinn) syngi á móðurmáli hvers
og eins.
Þegar hér var komið sögu hafði
Biblían verið í hlekkjum erfikenninga
og mannasetninga í þúsund ár (500-
1500). Prentun hennar var einnig dýr
og fáir gátu þvi eignast hana. Hvað var
til ráða?
Guð sá sér færi á borði þegar hin tíu
ára gamla Mary Jones frá Wales, (5)
sem var orðin læs, þrátt fyrir mikla
fátækt og almennt ólæsi, átti þá ósk
heitasta að eignast eintak af Biblíunni.
Hún hóf þegar í stað að safna fyrir
henni með ýmsum snúningum fýrir
nágranna. Þetta var árið 1796. Að ári
liðnu hafði henni tekist að safna einum
skildingi. Ódýrasta Biblían kostaði þá
að minnsta kosti 20 skildinga. Nú vildi
svo til að pabbi hennar missti vinnuna
og mamma hennar veiktist. Mary varð
því að leggja skildinginn sinn í
heimilishaldið. En, hún hélt áfram að
safiia. Þegar hún var orðin sextán ára
taldi hún sig eiga nóg fýrir Biblíu. Hún
snéri sér því til prestsins í þorpinu og
spurði hann hvar hún gæti keypt Biblíu.
Hann sagði henni frá séra Thomas
Charles í þorpinu Bala sem seldi
Biblíur og bauðst jafhffamt til að skrifa
bréf til prestsins til kynna honum erindi
hennar.
Teikning eftir Robert Oliver Rees af Mary Jones
AÐVENTFRÉTTIR • ÁGÚST2009