Aðventfréttir - 01.08.2009, Side 6

Aðventfréttir - 01.08.2009, Side 6
Þegar við vorum á íslandi í jólafríi árið 2007, þá notuðum við tækifærið til að kaupa nýju Biblíuna. Það er alltaf gam- an að opna nýja Biblíu með gyllingu. Hljóðið þegar gullið brotnar þegar síð- unum er flett í fýrsta skipti er sérstakt. Hins vegar brá mér nokkuð þegar ég sá að þar voru komnar bækur sem ég kannaðist við, en ekki úr Biblíum sem ég hef átt áður, hvorki íslenskar né svissneskar. Þetta voru apókrýfu bækumar. Við hjónin höfðum eignast þessar bækur í sérstakri bók nokkrum árum áður. Mér fannst skrítið að rit- stjórnin tók sér það frelsi að bæta þó nokkuð mörgum og umdeildum bókum í Biblíuna. Kanóninn í millitíðinni hef ég lesið mig svolítið til um þetta málefiii og mig langar til að deila nokkrum fróðleikskomum um kanónin, það er „efiiisyfirlit“ Biblí- unnar og hvemig bækumar sem em í Biblíunni hafa verið valdar og raðaðar. Eins og ykkur er án efa kunnugt, þá er Biblían safh margra bóka. Sumar eru sendibréf, sumar eru ljóð en stór hluti þeirra eru frásagnir. Það sem við finnum í Biblíunni í dag er afrakstur langra og erfiðra umræðna. Að vissu leyti er þessari umræðu enn ekki lokið. Segja má að efni Nýja testamentisins sé nú óumdeilt. Þar eru 27 bækur. En Gamla Testamentið er ekki jafii klippt og skorið. Sagan um kanón Gamla testamentisins byrjar á þriðju öld fyrir Krist. Gyðingar höfðu þá raðað bók- unum í þrjá flokka: Lögmálið, spá- mennimir og ritin. Snemma á annarri öld hafði myndast blómstrandi samfélag gyðinga í Alexandríu f Egyptalandi. A þeim tíma var griskan opinbera tungumálið fyrir botni Miðjarðarhafs og töluðu gyðing- amir þar þess vegna grísku frekar en hebresku. Af þessum orsökum var ráðist í þýðingu á bókum Biblíunnar (auðvitað var það þá aðeins Gamla testamentið) á grísku. Samkvæmt gamalli hefð unnu sjötíu manns að þýðingunni og er hún því kölluð sjötíu- mannaþýðing (septuaginta). Þessi þýð- ing hafði tvenns konar áhrif. Annars vegar gaf hún fólki sem skildi ekki ffummálið aðgang að texta Biblíunnar, en hins vegar kynnti hún gyðinglega menningu í umheimi sem var mótaður af grískum áhrifiim. Vegna þess að bækurnar voru nú á grísku, fannst mönnum ekkert athuga- vert við það að bæta trúarlegum ritum í safnið sem höfðu verið samin á grísku. Þessi rit eru kölluð deuterokanoniskar eða apókrýfú bækur. Kaþólikar nota yfirleitt fyrra heitið, sem merkir í raun að þeim finnst að þessar bækur tilheyra Biblíunni (deutero-kanonisk þýðir „annar kanón“). Mótmælendur nota heitið „apókrýfar" (þ.e. ,,falinn“) sem merkir að þær hafa ekki jafh háan sess hjá þeim og í kaþólskum sið. Átökin um efhisyfirlit Gamla testamentisins snúast um þessar bækur. Þetta hefur þó ekki alltaf verið svona. I margar aldir var biblía gyðinga (eða öllu heldur bókasafn þeirra) ekki skil- greint mjög nákvæmlega. Samfélagið í Qumran (þar sem Dauðahafs handritin fundust) las að sjálfsögðu lögmálið, spámennina og ritin, en þó að það virðist hafa verið sjálfcverfl og fast- heldið voru þar einnig lesnar apókrýfu bækumar og önnur rit. Ný þróun Á 2. öld gerðust tveir hlutir sem höfðu afgerandi áhrif á þróunina. Þá hafði myndast kristið samfélag sem vildi aðskilja sig frá Gyðingum (við vitum til dæmis að það færði hvíldardaginn yfir á sunnudag). Augljóslega fannst því ekki gott að styðja sig við sömu ritningar og Gyðingar. Þess vegna kom það til að kristin kirkja kaus frekar að nota grisku þýðinguna. Á sama tíma ákváðu Gyðingar að nota sín hebresku handrit frekar en grísku þýðingamar. Þetta er ástæðan fyrir því að apókrýfu bækumar fundu sína leið í kristnu Biblíuna en ekki í biblíu gyðinga. Önnur ástæða er tæknilegs eðlis. Hingað til höfðu bækur Biblíunnar verið stakar rúllur úr skinni eða papýrus. Myndimar gefa okkur hug- mynd hvemig þetta gæti hafa litið út. Svona gæti "Biblían" hafa litið út fyrir 2000 árum Handritsrúllur að sið gyðinga Röðun rúlla er ekki sjálfgefin. Senni- lega liggur rúllan sem hefiir verið lesin efst í bunkanum, þannig að „kanóninn“ samanstóð af þeim bókum sem höfðu verið lesnar hverju sinni. Það gefur að skilja að hver kirkja hafði þá líka sína eigin uppröðun á rúllunum. Þetta breyttist hins vegar með tilkomu „kódex“ sem er fýrirrennari bókar- innar. Þá varð nauðsynlegt að raða bókunum og að hafa efiiisyfirlit fremst. Gyðingaklerkar skilgreindu listann samkvæmt sinni hefð í lögmálið, spá- mennina og ritin (röðunin er ekki sú sama og í kristnum Biblíum), en hjá kristnum hófust umræður og jafiivel deilur um kanóninn. Elstu varðveittu útgáfur Biblíumar, Vaticanus og Sin- aiticus, sýna að á 3. öld var þessari umræðu ekki lokið. Bæði röðunin og val bókana er ekki sú sama í þeim. Hvad hefur gcrst síðan? Gríska rétttrúnaðarkirkjan hefur alla tíð að fullu stuðst við sjötíumannaþýð- inguna. Kaþólska kirkjan hefur stutt sig við sjötíumannaþýðinguna, en notar samt ekki allar bækumar. Það var samt ekki fýrr en árið 1546, á kirkjuþinginu 6 AÐVENTFRÉTTIR • ÁGÚST2009

x

Aðventfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.