Aðventfréttir - 01.08.2009, Page 5

Aðventfréttir - 01.08.2009, Page 5
Leiðin til Bala var löng, 40 kíló- metrar. Og það sem verra var, Mary þekkti ekki leiðina. En ekkert gat hindrað hana í að leita prestinn uppi. Hún lagði af stað, fótgangandi, og spurði til vegar eftir því sem leið á för hennar að settu marki. Eftir tvo daga komst hún á leiðarenda. Þegar hún hafði borið upp erindi sitt tjáði séra Thomas henni að hann væri búinn að selja allar Biblíumar sem hann átti. Mary trúði ekki sínum eigin eyrum. Gat þetta verið satt, eftir sex ára bið, mikla vinnu og sjálfsafheitun? Auk þess átti hún ekki fyrir andvirðinu, þegar allt kom til alls. Þegar séra Thomas sá hvemig Mary brast hugur og þrek við svarinu ákvað hann að gefa henni sitt eigið eintak. Hún var um stund ekki viss um hvort henni hafði misheyrst. En svo var ekki. Hamingjusöm og glöð hélt hún heim aftur dagleiðimar tvær með sex ára draum sinn meðferðis. Tveimur árum seinna (1802) var séra Thomas staddur á fúndi Smárita- félags í London þar sem hann sagði söguna um Mary Jones og bætti við: „Vér verðum að finna einhver úrræði til þess að prenta Biblíuna handa fátækl- ingunum í Wales.“ Um leið og hann sagði þetta spratt séra Thomas Hughes á fætur og sagði: „Hvers vegna aðeins handa fátæka fólkinu í Wales? Hví ekki handa allri þjóðinni? Hví ekki handa öllum heiminum?“ Aðeins tveimur árum síðar, þ.e. árið 1804 var stofnað í London, Hið breska og erlenda biblíufélag. Þessu hafði Guð komið til leiðar vegna þess að lítil fatæk stúlka heyrði rödd hans eins og Samúel forðum, Lúther og Oddur. Það varð vakning í hinum kristna heimi undir kjörorðinu: Gjörum fátækum kleift að eignast Biblíuna, hjálpumst að til þess, að Guðs orð verði meira lesið, betur kunnugt, breiðum það út um allan heim. Þetta urðu mestu tímahvörf í út- breiðslu Biblíunnar frá tímum siðbótar- innar í byrjun 16. aldar. í kjölfar breska Biblíufélagsins spruttu upp samskonar félög í mörgum löndum. í dag eru starfrækt 111 biblíufélög í 200 löndum. Skotinn Ebenezer Henderson (1784- 1858) fann hjá sér sterka köllun til að greiða orði Guðs veg eins og Oddur hafði gert. Hann kom til íslands með eitt höfuðmarkmið að eigin sögn í Ferðabók sinni: „Eitt megintakmark mitt með því að fara til íslands, og með ferðum mínum út um landið, var það, að koma þarlendum mönnum í skilning á því, hve mikilægt væri að myndað væri í landinu Biblíufélag. Skyldi það vera hlutverk félagsins að sjá þjóð sinni sífelldlega fyrir Heilagri Ritningu á tungu landsins." (6) Af þessu tilefiii kom hann með 5000 eintök af ný- prentaðri Biblíu á íslensku sem hann hafði kostað af verulegu leyti sjálfiir og dreifði í þremur ferðum sínum um landið á árunum 1814 til 1815. Hinn 10. júlí 1815 var Hið íslenska biblíu- félag stofiiað fyrir tilstuðlan hans. Frá jötunni í Bethlehem, fjósinu í Skálholti og komu Ebenezars til Is- lands hefúr Bréf Guðs borist inn á hvert einasta íslenska heimili. En sú spuming hlýtur að leita á, af því að hlutimir eru nú eins og þeir em i dag, hver les það? Áhrif Orðsins Eitt sinn á góðri stund í sjónvarpinu skipti Halldór Kiljan Laxness heim- inum í þrjú mismunandi stjómskipu- lagssvæði. Hann talaði um flokks- einræði, hemaðarlegt einræði og lýð- ræðið. Þegar að er gáð verður lýð- ræðið eins og við þekkjum það í dag, fyrst til í löndum siðbótarinnar frá 16. öld með Bandaríki Norður-Ameríku í fararbroddi. Virðing Bandaríkja- mannsins fyrir Biblíunni kemur greini- lega fram í fyrstu innsetningarræðu (4. mars, 1861) Abrahams Lincolns (1809- 1865) svo dæmi sé tekið. Vegna áhrifa Biblíunnar töldu Bandaríkjamenn frá upphafi þjóðar sinnar, það vera ófrá- víkjanlegur og óafsalanlegur réttur hvers nýfædds einstaklings af hálfú Skaparans, að hinn nýfæddi skyldi njóta fúllkomins samviskufrelsis, þar með talin öll mannréttindi og eignar- rétturinn, sem ekki verður afhentur öðmm eða frá neinum tekinn. Þessu kom Rodger Williams (1603-1684) fyrstur manna til leiðar, þegar hann stofiiaði fylkið Rhode Island 14. mars, 1644. Hér þurfti engan meirihluta at- kvæða til ákvörðunartöku varðandi mannréttindin og eignarréttinn, því það var litið á þau sem meðfædd réttindi hvers og eins samkvæmt orði Skaparans. Síðar urðu þessi réttindi varðveitt og vemduð í bandarískum lögum eins og Sjálfstæðisyfirlýs- ingunni 1776, Stjómarskránni 1787/- 1788 og Réttindaskránni (Bill of rights) 1789/1791. Önnur ríki siðbótar- mannanna tóku lögvarin mannréttindi Bandaríkjanna sér til fyrirmyndar, þegar ffarn liðu stundir og stofnuðu lýðræðisleg þjóðfélög. Mannréttindin em homsteinn nútíma lýðræðis. Sé homsteininum kippt burt, hrynur lýð- ræðið. Abraham Lincoln sagði að lýð- ræðið væri síðasta stjómunarform sem Guð hefði gefið manninum, klúðraði hann því, væri úti um okkur. Hús sem byggt er á hverfúlum sandi mannlegrar skynsemi, geðþótta, erfikenningum og mannasetningum átrúnaðar mun hrynja eins og saga mannsins ber ótvírætt vitni um. Rykfallin Biblía í hillu býður hættunni heim hvort sem um er að ræða stærra eða minna samfélag. Hennar mannréttinda-, miskunnar- og siðferðisákvæði em gildi sem aldrei mega falla úr gildi. Þessi gildi eru homsteinn framtíðarríkis Jesú Krists, þess vegna mun ríki hans aldrei á grunn ganga, en standa að eilífú. 1. Einar Sigurbjörnsson, Oddur Gott- skálksson, 13. 2. Magnús M. Lárusson, Ágrip af sögu íslensku Biblíunnar, það er að finna aftan við Ferðabók Ebenezar Henderson, 402. 3. Jón Egilsson, Biskupaannálar, Safn í Sögu íslands I, 76-77. 4. Jón Egilsson, Biskupaannálar, Safn í Sögu íslands I, 76-77. 5. Tim Dowley, Studieguide til historien om Bibelen, 28. Hér er saga Mary skráð og viðbrögðin við henni. 6. Ebeneser Henderson, Ferðabók, þýð. Snæbjöm Jónsson, II, 336. „Því að orð Guðs er lifandi og kröftugt og beittara hverju tví- eggjuðu sverði og smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar, það dœmir hugsanir og hugrenn- ingar hjartans. “ Heb 4:12 Björgvin Snorrason er prestur Aóvent- kirkjunnar á Islandi. AÐVENTFRÉTTIR • ÁGÚST 2009

x

Aðventfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.