Aðventfréttir - 01.08.2009, Blaðsíða 8
Ráðsmennskudeild
Bardaginn er Drottins
eftir (i. kdward Reid
í síðari Kronikubók kafla 20 er að
finna áhugaverða og undraverða frá-
sögn. Meginreglumar sem þar koma
ffarn eiga vel við okkar fjárhagslegu
erfiðleika í dag. Okkar erfiðleikar, eins
og þeir sem konungsríkið í Júda glímdi
við, geta skaðað kirkju Guðs á jörðinni
og okkar persónulega líf.
I lok tíðar Jósafats konungs var ráðist
inn í konungsríkið Júda áður en íbúar
Júda höfðu ástæðu til að skelfast.
Jósafat var hugrakkur maður og hug-
prúður. í áraraðir hafði hann styrkt heri
sína og víggirt borgimar. Hann var vel
undirbúin til þess að taka á móti
næstum hvaða óvini sem var; samt setti
hann allt sitt traust á Guð í þessum
erfiðu kringumstæðum en ekki á
sjálfan sig. Hann tók að leita Drottins
og boðaði föstu um allt Júda. Fólkið
kom saman í musteri Drottins, eins og
Salómon hafði beðið fyrir að það
myndi gera ef hættu stafaði að því.
Allir menn Júda komu fram fýrir Drott-
inn með konum sínum og börnum. Þeir
báðu fyrir því að Guð myndi láta dóm
ganga yfir óvini þeirra svo nafit hans
gæti verið lofað. Siðan bað konungur-
inn: ,J>ví að vér erum máttvana gagn-
vart þessum mikla mannfjölda, er
kemur i móti oss. Vér vitum eigi, hvað
vér eigum að gjöra, heldur mæna augu
vor til þín.“
Eftir að hafa lagt allt sitt traust á Guð á
þennan hátt kom andi Drottins yfir
guðsmann einn sem sagði: „Hræðist
eigi né skelfist fyrir þessum mikla
mannfjölda, þvi að eigi er yður búiim
bardaginn, heldur Guði.... En eigi
þurfið þér að berjast við þá, skipið yður
aðeins í fylkingu, standið kyrrir og
sjáið liðsinni Drottins við yður„ (2Kro
20.15, 17). Svo árla næsta morgun
safnaði konungurinn fólkinu saman
með levítanna fremst til að lofsyngja
Guð. Síðan áminnti hann fólkið:
„Treystið Drottni, Guði yðar, þá
munuð þér fá staðist, trúið spámönnum
hans, þá munuð þér gifitudrjúgir
verða!“ (vers 20). Þá byrjaði fólkið að
syngja og óvinir þeirra „drápu hvem
annan og enginn komst undan.“ Það
tók Júdamenn 3 daga að týna saman
herföngin eftir átökin en á fjórða degi
snéru þeir aftur til Jerúsalem og lofuðu
Drottinn á leiðinni.
Okkar lærdómur
Enginn hefur treyst Guði án árangurs.
Guð veldur aldrei vonbrigðum þeim
sem setja sitt traust á hann. í hvert
skipti sem þú berst hinar góðu baráttu
undirbúðu sjálfa/n þig. Undirbúðu
sjálfa/n þig vel. Viðurkenndu veikleika
þína og treystu Guði fullkomlega til að
hjálpa þér. Það er mjög freistandi að
treysta á völd ríkisstjómarinnar eða á
lífeyrissjóðina okkar, en í öllum erfið-
leikum sem sagt er frá í Biblíunni þar
sem fólkið treysti Guði þá stóð hann
við bakið á því.
í öðru dæmi úr Biblíunni treysti risinn
Golíat á spangabrynju sína. Hann
Jt
skelfdi ísraelsheri með sínu ögrandi,
villimannslegu grobbi um leið og hann
sveipaði brynjunni valdsamlega um sig.
Sem svar við monti hans sagði Davíð
við hann: ,J>ú kemur á móti mér með
sverð og lensu og spjót, en ég kem á
móti þér í nafhi Drottins allsherjar,
Guðs herfylkinga Israels, sem þú hefur
smánað. I dag mun Drottinn gefa þig í
mínar hendur... til þess að allur þessi
mannsafiiaður komist að raun um, að
Drottinn veitir ekki sigur með sverði og
spjóti, því að bardaginn er Drottins, og
hann mun gefa yður í vorar hendur" (1S
17.45-47).
Ég er ekki að reyna að draga úr alvar-
leika erfiðleika okkar. Ég er einmitt að
gera hið gagnstæða! Okkar eina og
besta von er að treysta Guði og vera
trúföst sáttmála okkar við hann. „Sá
sem gaf son sinn eingetinn til þess að
deyja fyrir þig hefur gert sáttmála við
þig. Hann gefur þér sínar blessanir, og í
staðinn krefst hann að þú færir honum
gjafir þínar og tíund“ (Christian Ser-
Service, p.75). Ein af mínum uppá-
haldssemingum er fengin úr Þrá ald-
anna: „ Enginn sér höndina sem lyftir
byrðinni né ljósið sem stígur niður frá
bústöðunum á hæðum. Blessunin
kemur þegar sálin gefur sig Guði á vald
í trú. Þá skapar þetta afl, sem ekkert
mannlegt auga getur séð, nýja veru í
Guðs mynd.“ (bls. 116). Þetta sama
óséða afl sem orsakar trúskipti er aug-
ljóst í guðlegri forsjón í okkar daglega
lífi.
Vitnisburður
Fimm dollara seóill o”
<jkv()i í hjarta mínu
Ég útskrifaðist úr háskóla í júní 1983,
tilbúin að byrja mína prestsþjónustu.
Ég var með prófskírteini en enga vinnu
og engan bíl. Þennan dag keypti faðir
minn handa mér Ford Granda árgerð
1974 og ég hélt af stað til Los Angeles
með aðeins 150 dollara í vasanum. Ég
var mjög spenntur að fara að skila inn
ferilskránni minni á mismunandi
stöðum.
Tveir mánuðir liðu og ég fékk ekkert
kall. Um miðjan ágúst var ég staddur í
kirkju og átti ég bara 5 dollara eftir.
Þetta hafði verið lengsta sumar lífs
míns.
„Drottinn, ég þarf á hjálp þinni að
halda!“ Bað ég af einlægni þennan
hvíldardagsmorgun. Það var komið að
því að safha saman tíund og gjöfum.
Af einhverri ástæðu fann ég sterka
löngun til að gefa síðasta 5 dollara
seðilinn minn, kannski sem eindregið
tákn um traust mitt á Guði. En þá
byrjaði baráttan. Lítil og skynsöm rödd
sagði í huga mér: ,JEkki gefa þessa
síðustu dollara; þú þarft á þeim að
halda til að kaupa bensín.“ Það var rétt,
bensíntankurinn var næstum því tómur.
A meðan komu safiiaðarþjónarnir
| AÐVENTFRÉTTIR • ÁGÚST 2009