Aðventfréttir - 01.08.2009, Page 10

Aðventfréttir - 01.08.2009, Page 10
Fylgist með Biblíunni á ferð hennar um heiminn sem byrjaði í Manila á Filipps- eyjum í október 2008 og endar í Atlanta í ágúst 2010. Biblían verður á íslandi 20. ágúst. „Fylgdu Biblíunni“ er átak sem Heims- samtökin standa fýrir þar sem Biblía ferðast í tvö ár og fer um allan heim. Ferðin byrjaði í Manila á Filippseyjum í október 2008 og hún mun enda í Atlanta, Georgíu á GC ráðstefnunni í ágúst 2010. Tilgangurinn með þessu er að hvetja fólk til að lesa Biblíuna með enn meiri áhuga og ákafa. Þetta er hvatning til að rannsaka Biblíuna reglulega. Biblía þessi er þýdd á 66 tungumál, eitt fyrir hverja bók Biblíunnar. Hún er um það bil 46 sentímetrar á hæð og 30 sentímetrar á breidd. Hún er svipuð á stærð og Biblían sem Ellen White hélt uppi fyrir ofan höfuð sér þegar hún fékk sýnir og vitnaði í Biblíuna. Nýlegar rannsóknir sýna að minna en 50% safnaðarmeðlima rannsaka Biblíuna reglulega. Átak þetta hefur möguleika til þess að dýpka andlegt líf meðlima kirkjunnar. Hvemig væri það ef 16 milljónir Aðventista væru að lesa og rannsaka orð Guðs á hverjum degi? Hvemig væri það ef þeir væm að upp- lifa persónulegt samfélag við Jesú við lestur Biblíunnar? Hvað ef þeir fengju endumýjun í reynslu sinni við Drottinn okkar? Guð myndi úthella sínum Heilaga anda í gnægð og við myndum sjá mýmörg dæmi um trúboð og vitnanir sem aldrei fyrr. Þó að reglulegur Biblíulestur hafi minnkað þá hafa Aðventistar alltaf verið þekktir sem „fólk Bókarinnar“. Þeir leggja mikla áherslu á að Biblían er þeirra leiðarvísir og uppspretta huggunar. Á henni verða allar trúar- kenningar að vera byggðar. Bömin læra Biblíuvers í hvíldardagsskólanum og fullorðnir rannsaka orðið. Þannig em Aðventistar. í öllum kirkjum. Á öllum hvíldardögum. Á öllum heimilum. Þessu megum við ekki glata og þess vegna er þetta átak mjög mikil- vægt til þess að viðhalda lestri Biblíunnar. Jan Paulsen, formaður Heimssamtakanna, vonar að átakið hjálpi okkur að gera Orðið að mið- punkti í okkar daglega lífi. Guð elskar okkur ekki endilega meira þó við lesum Biblíuna en ef við lesum hana ekki þá skiljum við ekki hversu djúpur og umfangsmikill kærleikur Guðs til okkar er. Án þess að lesa Biblíuna er erfitt að skilja forsendur þess að við trúum á Guð. Við getum komið reglulega í kirkju en erum svo ekki í stakk búin að útskýra hverju við trúum og af hverju, þegar við erum spurð. Safiiaðarmeðlimir sem ekki lesa Biblíuna verða auðveld bráð þeim sem koma fram með kenningar sem láta vel í eyrum og eru þægilegar, en eru í engu samræmi við orð Guðs. „Þá sagði Jesús við Gyðingana, sem tekið höfðu trú á hann: „Ef þér eruð stöðugir í orði mínu, eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sann- leikurinn mun gjöra yður ffjálsa.‘“‘ Jh 8:31-32. Önnur mikilvæg ástæða til þess að lesa Biblíuna er möguleikinn á að þroskast andlega. íþróttafólkið sem er að undir- búa sig fýrir Olympíuleikana í London 2012 veit að til þess að ná árangri og vinna kannski medalíu þá verður það að fara á sérstakt mataræði. Það sama á við um þá kristnu. Við verðum einnig að fýlgja mataræði sem byggir um andlega vöðva og bein og gerir okkur óbugandi þegar freistingar sækja að. Job er okkur gott fordæmi þegar hann sagði: „Frá skipun vara hans hefi ég ekki vikið, hefi varðveitt í brjósti mér orð munns hans“ Jb 23:12. Ein af vömum Jesú gegn freistingum Satans í óbyggðinni var þekking hans á Ritn- ingunni. Með þeirri þekkingu gat hann staðist árásir hins illa. Ein af aðal þörfiim kirkjunnar okkar er að endurheimta áherslu okkar á Ritn- inguna, ekki bara í orði heldur líka í verki. Hvetjum hvert annað til lesturs á Biblíunni og gerum það að daglegum lið í lífi okkar. Þegar við kaupum ný tæki þá fýlgir alltaf handbók með. Við getum ekki byrjað að nota tækið án þess að lesa handbókina. Biblían er handbók sem okkar himneski faðir hefúr gefið okkur til þess að lifa lífi I „Sérhver ritning er innblásin af Suði og nytsöm til frœðslu, til umvöndunar, til leiðréttingar, til menntunarí réttlœti, til þess að sá, sem tilheyrir Guði, sé albúinn og hœfur gjör til sérhvers gáðs verks“. 2Tm 3:16-17 AÐVENTFRÉTTIR • AGÚST 2009

x

Aðventfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.