Aðventfréttir - 01.08.2009, Side 14

Aðventfréttir - 01.08.2009, Side 14
Sumarmót 2009 Bros Guðs til þín Sumarmótið að þessu sinni var haldið dagana 19.-21. júní í Hlíðardalsskóla. Fyrirlesarinn var Jiri Moskala og var yfirskriftin “Bros Guðs til þín”. Hann talaði um dóminn og jákvæðu hliðamar á honum. Vegna dómsins erum við rétt- lætt, frelsuð og fáum uppreisn æru. An dómsins sjáum við ekki syndugt eðli okkar, ekkert er rangt og allt er leyfi- legt. Dómurinn verður til vegna elsku Guðs til okkar. Það verður að aðgreina óguðlega frá réttlátum, annars er ekkert himnaríki til. Hinir óguðlegu munu „eigi standast í dóminum“ S11:5. Dómurinn er þungamiðja fagnaðar- erindisins. Guð er skapari okkar. Guð er dómari okkar. Guð er frelsari okkar. Dómarabókin fjallar um dóminn. í ör- væntingu sinni hrópar fólkið á hjálp Guðs og hann sendir þeim dómara til þess að gefa þeim frelsi. Kafli 7 í Daníelsbókinni er líka góður kafli um dóm Guðs. Þar segir í versum 26-27: „En dómurinn mun settur verða og hann sviptur völdum til þess að afmá þau með öllu og að engu gjöra. En ríki vald og máttur allra konungsríkja, sem undir himninum eru, mun gefið verða heilögum lýð Hins hæsta. Ríki hans mun verða eilíft ríki, og öll veldi munu þjóna því og hlýða“. Dómurinn er MEÐ þér, ekki Á MÓTI þér. í sálmi 7 biður Davíð konungur Guð um að dæma sig sem þýðir að hann biður hann um að frelsa sig og réttlæta sig (justify, save, deliver, vindi- cate, JSDV). Dómurinn og gleðin haldast í hendur. ,JFagna þú, dóttirin Síon, lát gleðilátum, þú Israel! Ver kát og gleð þig af öllu hjarta, dóttirin Jerúsalem! Drottinn hefir afináð refsidóma þína, rýmt burt óvini þínum. Konungur ísraels, Drott- inn, er hjá þér, þú munt eigi framar á neinu illu kenna“. Sf 3:14-17. Við verðum að hafa í huga að megin boðskapur dómsins er jákvæður. Án hans er himininn ekki himnaríki. Við eigum ekki að hræðast dóminn, heldur fagna honum því hann er bros Guðs til okkar! „Ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss?“ Rm 8:31. Jóhanna Aðalveig Jóhannsdóttir tók saman AÐVENTFRÉTTIR • ÁGÚST 2009

x

Aðventfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.