Aðventfréttir - 01.08.2009, Síða 16

Aðventfréttir - 01.08.2009, Síða 16
Kristin hegðun samkvæmt Biblíunni Það er margt sem breytist með tímanum. Það er nauðsynlegt allri tæknilegri þróun að mennimir séu tilbúnir að breyta til. Sumir sjá breyt- ingar sem tækifæri, aðrir sjá þær sem óþægindi og röskun á daglegu lífi. Hvað með kristna hegðun? Breytist hún og þróast með hverri kynslóðinni? Hvað með orð Guðs? Er þróun í orði Guði? Er þörf á breytingum þar eins og annars staðar? Það er enginn þörf á breyt- . ingum á orði Guðs og þar er i A enginn þróun. Orð Guðs eru þau sömu í dag og þau voru i upphafi veraldar. Það eru grundvallar- atriði í orði Guðs sem aldrei breytast og eru þau sömu í öllum löndum og öllum menningarheimum, eins og t.d. ,þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“, „verið miskunnsamir“ og ,gefið, og yður mun geflð verða.“ Þetta er ein- faldur boðskapur, og ekki mikið svigrúm fyrir túlkun. Er það eitthvað öðruvísi þegar við tölum um “kristna hegðun”? Er kannski meira svigrúm þar til túlkunar og breytinga í samræmi við tíðarandann? Páll postuli er bein- skeyttur um þetta málefni þegar hann segir: „Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur takið háttaskipti með endumýjung hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna , hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna“. Hér segir Páll greinilega að við eigum ekki að hegða okkur eins og heimurinn, heldur að við eigum að læra af lyndiseinkunn Guðs og reyna að líkjast honum. Hann segir ennfremur í Efesusbréfi 4:14-15: „Vér eigum ekki að halda áfram að vera börn, sem hrekjast og berast fram og aftur af hverjum kenningarvindi, tœld af slœgum mönnum með véla- brögðum villunnar. Vér eigum heldur að ástunda sannleikann í kœrleika og vaxa í öllu upp til hans, sem er höfúðið, - Kristur“. En hvað er kristin hegðun? í grundvallartrúarkenningum • Sjöunda dags aðventista segir vf '■um kristna hegðun: „Við erum kölluð til að vera trúrækið fólk sem hugsar, finnur til og hegðar sér í samræmi við meginreglur himinsins. Til þess að Heilagur Andi geti skapað í okkur lyndiseinkunn Drottins þá veljum við að taka einungis þátt í því sem gefur af sér guðlegan hreinleika, góða heilsu og gleði í lífi okkar. Þetta þýðir að afþreying okkar og skemmtanir eiga að vera eftir mæli- kvarða Krists. A sama tíma og við viðurkennum menningarlegan mismun, eiga föt okkar að vera einföld, hæversk og hrein, sæmandi þeim sem eiga sanna fegurð sem kemur ffá óforgengilegum, hæglátum og blíðum anda, en ekki yfir- borðslegu skrauti. Vegna þess að líkami okkar er musteri Guðs, þá eigum við að hugsa um hann á skynsaman hátt. Með hæfilegri hreyfingu og hvíld, eigum við að tileinka okkur eins heilbrigt matar- æði og völ er á og halda okkur ffá ó- hreinni fæðu sem er útlistuð í Biblíunni. Þar sem áfengi, tóbak og eiturlyf eru skaðleg líkama okkar eigum við að halda okkur ffá því líka. I staðinn, eigum við að taka þátt í hverju því sem færir hugsanir okkar og líkama til þjónustu við Krist sem þráir að sjá okkur heilbrigð og hamingjusöm. (Rm 12:1, 2; lJh 2:6; Ef 5:1-21; F1 4:8; 2Kor 10:5; 6:14-7:1; lPt 3:1-4; lKor 6:19, 20; 10:31; 3M 11:1-47; 3Jh 2.) Besta leiðin til að tileinka • okkur kristna hegðun er að lesa Biblíuna og fylgja þeirri ráðgjöf sem þar er að finna. Það eru margar ffásagnir í Biblíunni sem segja frá hegðun sem okkur ber að varast. Við sjáum það á afleiðingunum hvort hegðunin er til eflirbreytni eða ekki. Einnig eru margar góðar ráðlegg- ingar í orðskviðunum eins og t.d. vers 13:3 ,JSá sem gætir munns síns, varð- veitir líf sitt, en glötun er búin þeim, er ginið glennir“. Þar er að finna ýmsar ráðleggingar í fjármálum. Það eru örugglega margir í dag sem vildu að þeir hefðu tekið mark á orðunum sem er að finna í versi 11:15 ,Jirapallega fer fyrir þeim, er gengur í ábyrgð fyrir annan mann...“. í orðskviðunum er einnig að finna mörg gullkom um af- leiðingar leti og ávöxt þess að vera iðinn, ,JSál letingjans girnist og fœr ekki, en sál hinna iðnu mettast ríku- lega“ (Ok 13.4). I Biblíunni er einnig varað við að láta reiði stjóma gjörðum sínum. Jú, það er eðlilegt að við reiðumst, en við eigum að varast að gera nokkuð eða segja nokkuð á meðan reiðin varir. ,Jtver maður skal vera fljótur til að heyra, seinn til að tala, seinn til reiði. Því að reiði manns á- vinnur ekki það, sem rétt er fyrir Guði“ (Jk 1:19-20). Einnig ráðleggur Biblían okkur að fara aldrei að sofa án þess að útkljá ágreiningsmál. Best er að láta renna af sér reiðina áður en lagst er til hvílu. „Sólin má ekki setjast yfir reiði yðar“ (Ef 4:26). Við getum einnig lært mikið , um kristna hegðun með því v . ,, að lesa um ævi Jesú sem ein- kenndist af góðmennsku, miskunn, og kærleika. Allt þetta í bland með aga, nægjusemi og hlýðni á boð- orðum Guðs ætti að hjálpa okkur til að tileinka okkur kristna hegðun. Reynum ekki að gera neitt í eigin mætti, heldur treystum því að Guð breyti okkur og hjálpi okkur að ástunda hegðun sem er samboðin honum. Við verðum aldrei fullnuma á þessum vettvangi en erum vonandi að vaxa og þroskast á hverjum degi. Reynum eftir fremsta megni að endurspegla kærleika Guðs í öllu því sem við tökum okkur fyrír hendur. Höfum það einnig hugfast að „Drottinn agar þann, sem hann elskar“ (Ok 3:12). Jóhanna Aðalveig Jóhannsdóttir er búsett í Kalifomíu en vinnur tíma- bundið á skrif- stofu Aðventista. 9 AÐVENTFRÉTTIR • ÁGÚST 2009

x

Aðventfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.