Tölvumál - 01.10.1982, Blaðsíða 6

Tölvumál - 01.10.1982, Blaðsíða 6
6 skólar á öllum stigum mikilvægu hlutverki aó gegna, því aó þeim verður aó ætla þaó verkefni, aö ala upp og mennta tölvunar- fræðinga og gagnavinnslufólk fyrir framtiðina. Skýrslutæknifélagið telur að þeir nemendur, sem nú hafa hlotió framangreinda viðurkenningu, séu verðugir fulltrúar þess vaxandi hóps ungmenna, sem nú leggja stund á nám i tölvunarfræðum, gagnavinnslu og skyldum greinum. Félagið árnar þeim alls hins besta i framtiðinni. NORRÆN SAMVINNA UM TÖLVUSTUTT NAM Teknologisk Institut i Danmörku hefur að undanförnu gert vel heppnaóar tilraunir með tölvustutt nám og hefur nú verið samþykkt, að tæknistofnanir á Norðurlöndum sameinist um áframhaldandi tilraunir og geró námsgagna. Danirnir kynntu niðurstöður tilrauna sinna á ráðstefnu, sem sjálfvirkni- og örtölvudeildir norrænu tæknistofnananna héldu aó Laugarvatni 22.-27. ágúst sl. og sýndu þar námskeið, sem þeir hafa útbúið. Námskeiðið er að þvi leyti frábrugðió öðrum tölvustýrðum námskeiðum, aó i staó stórrar móóurtölvu er notuó litil tölva, sem stýrir myndsegulbandstæki, og tengir þannig saman sjónvarp og tölvukennsluna. Tilraunin vakti mikla athygli og var samþykkt á ráóstefnunni að vinna saman aó tilraunum með aó útbúa námsgögn i þessu formi, sem sióan yrðu þýdd á öll norðurlandamálin. (Heimild: ITI-fréttir, 4. árg. 3. tbl. sept. 1982)

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað: 7. tölublað (01.10.1982)
https://timarit.is/issue/362681

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

7. tölublað (01.10.1982)

Aðgerðir: