Tölvumál - 01.10.1982, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.10.1982, Blaðsíða 7
7 Ásmundur Brekkan, yfirlæknir: DAGSETNINGARSTAÐALLINN ÍST 8 Má ég leggja oró i belg og vera algjörlega ósammála ágætum kunningja minum Óttari Kjartanssyni, sem ritar um ofangreint fyrirbæri i ágústblaóinu (1982-08!). Þaó er aó minu viti fáránlegt aó lögbjóða dagsetningarstaóal, sem byggir tilveru sina á óljósum forsendum og samræmist ekki almennum rithætti i landinu, heldur arabisku eða hebresku ritkerfi. Ég veit eigi gjörla hvernig þessi ambaga hefur slæóst inn i kerfió, en mér hefur verió tjáó, að þessi ritháttur hafi á sinum tima verió tekinn upp i Sviþjóð vegna misskilnings á kerfi sem hafi verió útbúið i Genf um 1950 á vegum alþjóóa- nefnda um manntals"statistik". Ekki kæmi mér á óvart, þó viö hefðum tekið þetta upp eftir Svium, eins og marga aöra kerfisslæmsku (1. mynd). 1 heilbrigóisþjónustunni er notaö fæðingarnúmer; dagur, mán- uöur, ár, ásamt þriggja stafa rað- og vartölu. Þvi verður ekki breytt, enda öfunda Sviar okkur nú mjög af aö hafa þessar tölur i réttri röó. Það ber lika aó hafa við skráningu annarra dagsetninga.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.