Vísbending


Vísbending - 16.11.2009, Síða 3

Vísbending - 16.11.2009, Síða 3
ISBENDING v Framtíðarskipan peningamála Björn Ólafsson ri stjórnmálahagfræðingur Ein afleiðing af bankahruninu sem varð á síðasta ári er að íslenska krónan nýtur ekki mikils trausts sem gjaldmiðill. Ef vafl leikur á verðgildi og stöðugleika gjaldmiðils dregur úr efnahagslegum framförum, meðal annars vegna meiri viðskiptakostnaðar og hærri vaxta. Eitt af helstu markmiðum í áætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá nóvember 2008 er aukinn stöðugleiki krónunnar. Þetta markmið hefur náðst að hluta en aðeins með hjálp gjaldeyrishafta. Vonir um verulega styrkingu krónunnar hafa hins vegar brugðist. Sumir telja að gjaldeyrishöftum hafi ekki verið fylgt nægilega vel eftir og það sé ástæðan fyrir lágu gengi. Ljóst er hins vegar að traust á gjaldmiðli verður ekki byggt upp með höftum sem verður að aflétta fyrr eða síðar né heldur með inngripum seðlabanka. Spurningin er hvaða leiðir séu færar til að efla traust á gjaldmiðlinum og stuðla að eðlilegu inn- og útflæði fjármagns. Þróun peningamála á íslandi og Eystrasaltslöndum I upphafi tíunda áratugarins voru Eystra- saltslöndin í svipaðri aðstöðu og Island að því leyti að hagkerfið var þá í molum eftir hrun kommúnismans. Við blasti óðaverðbólga og traust á gjaldmiðlinum (rúblu) var lítið sem ekkert. Löndin tóku þá til þess ráðs að festa gengi gjaldmiðla sinna við aðrar myntir eða myntkörfu (SDR) með myntráði. Síðar var viðmiðinu breytt í evru enda gengu löndin í Evrópusambandið og hyggjast taka upp evru eins fljótt og auðið er. Með myntráði tókst að hemja verðbólgu og tryggja stöðugleika á skömmum tíma. Hins vegar hefur efnahagsástandið versnað í núverandi kreppu. Astæðan fyrir erfiðleikunum nú er hins vegar ekki gengisfyrirkomulagið heldur útlánaþensla og vöxtur ríkisútgjalda sem reyndist ósjálfbær þegar dró úr innflæði fjármagns vegna hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu. Bæði Eistum og Litháum hefur tekist að ná mjög góðum árangri í baráttunni við afleiðingar fjármálakreppunnar með niðurskurði ríkisútgjalda og launaaðlögun. Vandinn er meiri í Lettlandi. Reynsla Islands og Eystrasaltslandanna undir- strikar enn og aftur nauðsyn þess að ríkisfjármálum sé hagað í samræmi við peningastefnuna. Fastgengisstefna með vikmörkum tryggði nokkurn stöðugleika í íslensku efnahagslífi á tíunda áratugnum. Undir lok þessa tímabils hafði þensla innanlands dregið úr trausti á fastgengisstefnunni. Arið 2001 tóku Islendingar upp verðbólgumarkmið. Verðbólgumarkmið var fyrst notað á Nýja Sjálandi, en um aldamótin 2000 var það við lýði í mörgum löndum og virtist almennt gefast vel. Island var þó langminnsta hagkerfið sem tók upp verðbólgumarkmið. I greinargerðum frá þessum tíma virðist ekki að finna rök gegn því að verðbólgumarkmið geti hentað svo smáu hagkerfi. Eftir á að hyggja sýnist sem höfundar verðbólgu- markmiðsins hafi vanmetið áhrif óhamins aðgengis að erlendu lánsfé á gengi og verðlag. Hvað sem því líður er vafsamt að telja að þessi félagslega tilraun með verðbólgumarkmið í smáríki hafi heppnast því ekki tókst að halda verðbólgu innan viðmiðunarmarka eða í nánd við það sem er í helstu viðskiptalöndum okkar. Tilraunir Seðlabankans til að draga úr heildareftirspurn með hækkun vaxta báru lítinn árangur þar sem hið opinbera jók útgjöldin stórlega og bankakerfið stuðlaði að gífurlegri útlánaþenslu sem var fjármögnuð með erlendu lánsfé. Peningastefnan ein og sér gat því lítið spornað við þenslunni en mikill vaxtamunur við útlönd átti þátt í óhóflegu innstreymi á erlendu fjármagni. Þetta fjármagn leitar nú aftur út og þarf því að beita gjaldeyrishöftum. Myntráð sem valkostur Á þessum vettvangi hefur áður verið lýst kostum og göllum við þá tilhögun gengismála sem nefnist myntráð (e. currency board). I stuttu máli jafngildir myntráðsfyrirkomulag að mestu leyti því að taka einhliða upp annan gjaldmiðil eða gamla gullfódnn. Helsti munurinn á myntráði og á einhliða upptöku t.d. evru er sá að svonefndur myntsláttuhagnaður helst innanlands í myntráðsfyirkomulagi og er þessi lausn því mun ódýrari en einhliða upptaka evru. Islendingar sækja nú um aðild að Evrópusambandinu og munu væntanlega einnig sækja um aðild að peninga- samstarfinu (ERM II) og taka upp evru í fyllingu tímans. Með því að taka upp myntráð með evru stytta menn sér verulega leið að því marki að njóta kosta stærra myntsvæðis og efla trú á gjaldmiðilinn en jafnframt er útgönguleið tryggð sem er aðild að evrusvæðinu. Aðrir kostir eru meðal annars þeir að verðtrygging verður óþörf þar sem gengistrygging tekur við, opinber verðlagning á vöxtum verður nánast úr sögunni, viðskiptakostnaður minnkar og hlutverk Seðlabanka sem lánveitanda til bankakerfisins minnkar eða hverfur alveg. Búast má við að vextir og verðbólga lækki hratt að því stigi sem er á evrusvæðinu. Myntráðsfyrirkomulag kallar á sveigjanlegan vinnumarkað og launataxta ásamt jafnvægi í ríkisfjármálum. Þrennt þarf að athuga í þessu efni. I fyrsta lagi fer aðlögun að evru fram gegnum ERM II peningasamstarfið. Gert er ráð fyrir að lönd í ERM II haldi gengi innan ±15% vikmarka frá evru og ver evrópski seðlabankinn það frávik. Nokkur lönd hafa þó komið í ERM II án fráviks eða með mjög lítið frávik, svo sem Eystrasaltslöndin og Danmörk. Evrópusambandið gerir ekki athugasemd við notkun myntráðs með evru, hins vegar er einhliða upptaka evru ekki talin samræmast eðlilegu aðlögunarferli að evrusvæðinu. I öðru lagi hefur verið bent á að Islendingar hafi ekki efni á myntráði vegna mikillar verðbréfaeignar útlendinga sem gildir sem krafa á þjóðarbúið. Gjaldeyrir þurfi að vera til fyrir þessari upphæð sem muni leita út um leið og gjaldeyrishöftum er aflétt. Þó ekki sé gert ráð fyrir að myntráð þurfi gjaldeyrisforða til að tryggja erlendar skuldir hefur lausafjárstaða bankakerfisins áhrif á stöðugleika myntráðsins. Ljóst er að þetta er sérstakt vandamál sem þarf að leysa hvort sem breytt er um peningastefnu eða ekki. Til greina kemur að láta gengið falla tímabundið meðan þetta fé leitar út, leita eftir samningum við eigendur þess eða fá stuðning erlendis frá til að greiða út þessar upphæðir. I þriðja lagi þarf að ákveða á hvaða gengi skuli festa krónuna við evru. Bent hefur verið á að raungengi sé nú mjög lágt í sögulegu samhengi og frá því sjónarmiði gæfi tenging með núverandi gengi talsvert borð fyrir báru. Aðstæður eru hins vegar mjög breyttar frá fyrri tíð og vart tímabært að meta jafnvægisgengi fyrr en stöðugleiki hefur náðst í verðlagi eigna, bankakerfið nær fullum þrótti og lokið er við afskriftir skulda. Myntráð getur gagnast ágætlega þótt ekki komi til aðildar að Evrópusambandinu. Þá er mögulegt að tengja við aðra mynt en evru eða tengja við tvær myntir samtímis svo sem evru og dal (tvöfalt myntráð, e. dual currency board). Við endurskoðun peningastefnunnar er nauðsynlegt að kanna valkosti vandlega og velja þá lausn sem hentar hinu smáa íslenska samfélagi sem nú þarf að endurheimta trú á efnahagslegar framfarir og verðgildi peninga. Q VÍSBENDING • 45. TBL. 2 0 0 9 3

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.