Vísbending - 01.12.2009, Síða 1
r
NDING
Vikurit um viðskipti og efnahagsmál
7. desember 2009
48. tölublað
27. árgangur
ISSN 1021-8483
Af góóærum og hallærum
Mynd: Uppsöfnuð breyting VLF á mann
á íslandi í upp- og niðursveiflum
/íno/. . __ ___
0% I 1 1
1 E 1 | B | " " I 1 I 3 4 5 6 7 I 9 10 11 12 13 14 15 1É 17 18 19 20 21 Æ
67-68 -—88-94 2008-? 49-52
Artðlin sýna nokkur samdráttar- eða stÖSnunarskeiS. Heimild: Hagstofa íslands
essa dagana er það vinsælt tómstunda-
gaman margra að spá Islendingum
langri kreppu. Svartnættið verði
slíkt að þjóðin nái sér aldrei á strik aftur.
Þeim sem slysast til að vera bjartsýnn
er núið um nasir, að hann sé haldinn
Pollýönnu-heilkenni. Vissulega er margt
sem getur farið illa, sérstaklega er hætt
við að óhófleg skattheimta og viðvarandi
lággengi hreki marga hæfileikamenn úr
landi, en samt sem áður er rétt að muna
að innviðir samfélagsins eru sterkir. Sagan
segir líka að öllum kreppum hafi linnt
að lokum. I þessari grein er litið um öxl
yfir hagvöxt á lýðveldistímanum. Flest
samdráttarskeið hafa verið fremur stutt.
Flest ár eru góð
Hagstofan birti tölur um þjóðarbúskapinn
7. desember. Þar kom fram að einkaneysla
hefur dregist mikið saman og verg
landsframleiðsla sömuleiðis. Hvorugt
kemur á óvart. En hve lengi stendur
kreppan og hversu djúp verður hún?
Líklega er aðalvandinn við núverandi
kreppu hin gífurlega skuldsetning sem
plagar bæði einstaklinga og fyrirtæki.
Fjárhagsleg endurskipulagning getur tafið
endurreisnina, ef illa tekst til. Samt er engin
ástæða til þess að gefa sér það fyrirfram.
Hvað segir sagan okkur um sam-
dráttarskeið? Aður en lengra er haldið
er nauðsynlegt að skilgreina hvað átt
er við með samdrætti. I þessari grein er
litið á verga landsframleiðslu (VLF) á
mann. Hluti af hagvexti undanfarinna
ára er tilkominn af fólksfjölgun. Margir
útlendingar hafa flutt til landsins og
fjölmennir hópar hafa komið inn á
vinnumarkaðinn. Þess vegna dróst VLF á
mann saman árið 2008, þó að í heildina
tekið hafi hún aukist um 1,3%.
Til þess að reikna hve mikil uppsveiflan
(eða samdrátturinn) er hverju sinni var
litið á öll ár þar sem VLF á mann jókst
(eða minnkaði) samfellt. Góðærisskeið á
lýðveldistímanum eru mörg, ef talað er um
góðæri þegar hagvöxtur á mann er jákvæður
þrjú ár í röð eða fleiri. Níu slík skeið hafa
komið frá stríðslokum. Hins vegar hefur
landsframleiðslan á mann aðeins einu sinni
dregist saman í meira en tvö ár samfellt á
þessum tíma. Það var í kringum 1950.
Alls hefur VLF á mann aukist 46 ár á
lýðveldistímanum en minnkað 18 ár. Góðu
árin eru því miklu fleiri en þau slæmu.
Seðlabankinn reiknar í hagspá sinni
með því að VLF verði nokkurn veginn í
jafnvægi næstu tvö ár en taki svo við sér
árið 2010. Samkvæmt því yrði núverandi
samdráttarskeið í mesta lagi fjögur ár.
Góðærin eru betri
en hallærin
Fyrirsögnin þykir líklega litlum tíðind-
um sæta, en það sem við er átt að upp-
sveiflurnar hafa verið miklu stærri en
niðursveiflurnar. Á myndinni má sjá
uppsafnaða aukningu (minnkun) í VLF á
mann í hverju vaxtar- eða samdráttarskeiði
um sig. Þar sést að á uppgangstímum
hefur VLF á mann aukist meira en 10%
alls átta sinnum. Hún hefur hins vegar
aðeins einu sinni minnkað svo mikið, en
það var í á árunum 1949-52. Núverandi
kreppa stefnir hins vegar í að verða
jafndjúp og lægðin sem þá var.
Oft hefur hagvöxtur verið mikill í
kjölfar samdráttar- eða stöðnunarskeiða,
til dæmis eftir árin 1967-8 og 1988-
94. Þetta er þekkt erlendis. Argentína
lenti snemma á 21. öldinni í kerfishruni
svipuðu því sem varð hér á landi. VLF
jókst um 8% ári fjögur ár í röð eftir að
þriggja ára samdrætti lauk.
Því ættu menn alls ekki að vera of
svartsýnir á ástandið á fslandi á næstu
árum. Auðvitað eru aðstæður hér verri
en oftast áður. Þjóðin þarf að taka á sig
stórar skuldir sem henni var ókunnugt
um. Samt sem áður ætti það ekki að
hamla hagvexti á næstu árum, ef aðrar
aðstæður verða í lagi. Þjóðin mun smám
saman jafna sig á sálræna áfallinu sem
kom í kjölfar hins efnahagslega. Þegar
traust í viðskiptum og samskiptum
manna á meðal verður orðið eðlilegt aftur
er engin ástæða til þess að ætla annað
en að efnahagslífið jafni sig á ný. Það
skiptir þó miklu máli að höftum verði
létt af viðskiptum, skemmdarverk verði
ekki unnin á skattkerfinu og á fslandi
verði jákvætt umhverfi til fiárfestinga
innlendra sem erlendra aðila. Q
■1 Eflitiðertil • , ^ Hærri skattprósenta leiðir • Ef fjármagnstekjuskattur • A Forsetinn skrifar auðvitað
1 sögunnar er líklegt að • f | oft til minni skattheimtu. I vJ verður jafn almennum : undir Icesave-lögin þegar
samdráttarskeið sé að : Hún hefur letjandi áhrif á : tekjuskatti er það gagn- : þar að kemur. Eins og
minnsta kosti hálfnað. : ÞeSMna/#@^K stætt norræna kerfinu. : eðlilegt er.
^SÓLA BÓKAS
VÍSBENDING • 48. TBL. 2 0 0 9 1