Vísbending


Vísbending - 01.12.2009, Blaðsíða 2

Vísbending - 01.12.2009, Blaðsíða 2
Vr ISBENDING v -------- Ofug Laffer-áhrif á íslandi? Hannes Hólmsteinn Gissurarson Prófessor Forystumenn stjórnarflokkanna tala um að hækka fjármagnstekjuskatt og ýmsa aðra skatta, til dæmis tekjuskatt á fyrirtæki og einstaklinga. Vilja þeir með því bæta úr hinni skyndilegu fjárþörf ríkisins vegna bankahrunsins. En málið er ekki eins einfalt og þeir halda. Gætu valdsmenn ákveðið einhliða tekjur sínar, þá væri ekki vandlifað í gamla fangahúsinu við Lækjargötu. Fyrr eða síðar rekast allir skattheimtumenn á ýmis lögmál um skatta, sem stafa ekki síst af því, að venjulegir borgarar bregðast við nýjum skilyrðum, breyta hegðun sinni. Lægri skattar gefa minni tekjur Eitt af því, sem valdsmenn verða að taka tillit til, eru Laffer-áhrifin, sem svo má kalla. Þeim er lýst á 1. mynd með hinum fræga Laffer-boga. Þegar skattheimta er aukin, tekið til dæmis hærra hlutfall af tekjum manna í skatt, aukast skatttekjur ríkisins í fýrstu. Síðan tekur skattstofninn að minnka af ýmsum ástæðum: Skattskil versna, menn minnka við sig vinnu, gróði fýrirtækja snýst í tap. Loks kemur að því, að skatttekjur ríkisins minnka með aukinni skattheimtu. Meiri sókn skilar minni afla. Ef ríki er komið hægra megin (öfugum megin) á Laffer-bogann, þá getur það aukió skatttekjur sínar meö því að minnka skattheimtu, lækka til dæmis hlutfallið, sem menn þurfa að greiða af tekjum sínum í skatt. Mynd 1: Laffer-boginn í þessu felst það snjallræði, sem hag- fræðingurinn Arthur Laffer benti stjórn- málamönnum á. Ef ríki er komið hægra megin (öfugum megin) á Laffer-bogann, þá getur það aukið skatttekjur sínar með því að minnka skattheimtu, lækka til dæmis hlutfallið, sem menn þurfa að greiða af tekjum sínum í skatt. Hér á Islandi mátti greina ýmis jákvæð Laffer- áhrif í tíð hægri stjórnarinnar, sem sat 1991-2004 og lækkaði skatta. Skýrust voru þau á tekjuskatt fýrirtækja, sem lækkaði úr 50% 1989 í 18% 2003 (og síðar í 15%). Þótt skattheimtan færi niður í nær þriðjung af því, sem hún hafði áður verið, hækkuðu skatttekjurnar, ekki aðeins að krónutölu, heldur líka sem hlutfall af landsframleiðslu. Þetta sést á 2. mynd, en hugmyndin að henni er sótt til bandaríska hagfræðingsins Edwards S. Prescott. Meginskýringin á auknum skatttekjum var auðvitað góðærið frá 1995: Tap Mynd 2: Við lægri tekjuskatt á fyrirtæki jukust skatttekjur af þeim w c '!Z E V (0 tn 1985 1990 1995 2000 2003 Skatttekjur vimtri ás, skattprósenta htegri ás. Heimild: FjármálaráðuneytiS. 2 VfSBENDING • 48. TBL. 2009

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.