Vísbending


Vísbending - 02.02.2007, Blaðsíða 2

Vísbending - 02.02.2007, Blaðsíða 2
VISBENDING v Áritun endurskoðenda. Eitt hugtak eða tvö? Stefán Svavarsson endurskoðandi Asíðasta ári flutti Stephen ZefF, pró- fessor í reikningshaldi við Rice- háskólann í Texas, athyglisvert erindi um áritanir endurskoðenda á reikn- ingsskil.1 Hann heldur því fram að löngu sé tímabært að þeir skilgreini betur merk- ingu álitsmálsgreinar áritunarinnar. I þess- ari áritun segir nú, sé hún án fyrirvara, að endurskoðandi líti svo á að reikningsskilin gefi glögga mynd af rekstri og efnahag í samræmi við lög og staðla um reiknings- skil. Endurskoðendur kjósa að skilja þenn- an texta þannig að hugtakið „glögg mynd“ verði að rúmast innan fyrirmæla laga og staðla en sé ekki sjálfstætt hugtak. Dómstólar erlendis - ekki innlendir því að þeir fjalla bara um form en ekki efni þegar deilt er um viðfangsefni endurskoð- enda - hafa fjallað um þetta mál og komist að þeirri niðurstöðu að hugtakið „glögg mynd“ (e. true andfair view /fairpresenta- tion) verði að lúta almennum málskilningi en ekki eigi að spyrða hana saman við regl- ur og staðla sem fáir kunni skil á; slíkt sé aðeins orðhengilsháttur. Þrátt fyrir erlenda dóma er því enn þannig farið að endur- skoðendur, hvar sem þeir starfa, leggja áherslu á samhengi þessara orða, þ.e. sam- hengi „glöggrar myndar“ og fyrirmæla laga og staðla um reikningsskil. Prófessorinn telur á hinn bóginn brýnt að þessu verði breytt og álitsmálsgreinin taki til hvors tveggja, ann- ars vegar að reikningsskil séu samin í samræmi við lög og staðla og hins vegar að staðfest sé að þau gefi glögga mynd af rekstri og efnahag, enda þurfi þessi tvö atriði ekki að fara saman. Lítum nánar á nokkur dæmi um þessa togstreitu og heimfærum hana á íslenskan veruleika. Fyrst skal vakin athygli á tvennu. Annað er að þessi umræða hefur ekki farið fram á Islandi (nema inn- an veggja háskóla) og eins er hitt að sam- kvæmt ákvæðum laga er krafan um glögga mynd af rekstri og efnahag sett fram án tengingar við lög og reglur en framkvæmd- in er önnur (!). Spurningin er hins vegar sú hvort ekki sé nauðsynlegt aó stétt endur- skoðenda taki á þessu máli fyrr eða síðar svo aó hana dagi ekki uppi eins og nátt- Hjá fyrirtækjum á markaði eru þess dæmi að svokallað V/I-hlutfall (V = verð- mæti fyrirtækis og I = innra virði eða bók- fært eigið fé) sé mjög hátt, t.d. 20. Það þýðir að verðmæti félagsins, eins og það er metið af markaðnum, er talið vera 20 sinnum hærra en bókfært verð eigin fjár- ins. Þegar þannig háttar til má velta fyrir sér hvaða merkingu sú yfirlýsing í áritun endur- skoðanda hefur að reikn- ingsskilin gefi glögga mynd af rekstri og efna- hag. Ljóst má vera að dulin verðmæti í félaginu sjást ekki en þau geta staf- að af ýmsu. Varanlegir rekstrarfjármunir gætu verið vanmetnir miðað við reglur, þ.e. verið gæti að þeir endurspegli ekki markaðsvirði. Skuldir gætu hugsanlega verið ofmetnar vegna reglna um skráningu þeirra, t.d. frestað- ar skattskuldir eða langtímalán ofmetin vegna breyttra vaxtakjara. Þá gætu óefnis- legar eignir verið til staðar en ekki skráðar í bókhald vegna reglna þar um. Hví ekki að krefjast þess af endurskoðendum, spyr prófessorinn, að þeir fjalli um þessa ágalla í reikningsskilunum og bæd úr þeim, frem- ur en að gefa þeim færi á að fela sig bak við tilvísun í reglur sem ekki ná að fanga kjarna máls? Auðvitað er því þannig farið að hér er um mjög fiókið mál að ræða og erfitt viðureignar og það veit hann mæta vel. Spurningin er hins vegar sú hvort ekki sé nauðsynlegt að stétt end- urskoðenda taki á þessu máli fyrr eða síðar svo að hana dagi ekki uppi eins og nátttröll. Fyrir nokkrum árum ákváðu reglusmíðaraðil- ar að banna svokallaða samlegðaraðferð við gerð samstæðureikningsskila. Það var að vonum og þótt fyrr hefði verið því að aðferðin leiddi til þess að upphafsfjárfesting í fyrirtækjum var ranglega bókuð með þeim afleiðingum að hagnað- ur eftir sameiningu var hugsanlega oftal- inn svo að um munaði og gat enn fremur haft áhrif til hækkunar á markaðsverði hlutabréfa umfram það sem rökrétt var Loks ætti það aó vera umhugs- unarefni að er- lendis hafa eftir- litsaóilar sektað fyrirtæki fyrir aö afskrifavióskipta- vildina of seint. vegna beitingar svokallaðra margfaldara. Með þessari breytingu urðu fyrirtæki af þessu. Vegna þrýstings frá samtökum fyr- irtækja fengu þau hins vegar sárabót í því formi að ákveðið var að afskrifa ekki við- skiptavild sem getur verið umtalsverð. Þess í stað skyldi hún sæta svokölluðu virð- isrýrnunarprófi. Þversögnin í málinu er sú að reglum var breytt til að koma í veg fyrir mis- notkun eldri aðferðar en nú er komin upp sú staða að nýja reglan kann að hafa leitt til annars kon- ar misnotkunar. Hversu mörg eru ekki dæmin um það, bæði hérlendis og er- lendis, að fyrirtæki kaupi önnur fyrirtæki og greiði fyrir með því að afhenda hlutabréf í sjálfum sér? Afleiðing þess er sú að eigið fé hækkar og við kaupin myndast viðskiptavild sem get- ur numið verulegum fjárhæðum. Athyglis- vert er að meiri líkur eru á ofmati þegar fyrirtæki eru keypt með því að kaupand- inn borgar með bréfum í sjálfum sér en þegar greiðsla er innt af hendi með reiðu- fé. Tökum dæmi. Fyrirtæki kaupir annað fyrir 500 millj. kr. en selur aftur nokkrum mánuðum síðar fyrir 1.000 millj. kr. Mismunurinn á verð- inu er færður sem viðskiptavild hjá seinni kaupandanum en þessi viðskiptavild virð- ist vera a.m.k. umdeilanleg í ljósi þess að ólíklegt er í reynd að rekstrarforsendur hafi breyst svo mikið á þessum stutta tíma að það réttlæti verðhækkunina. Erfitt get- ur hins vegar verið að halda því fram að virðisrýrnun verði að færa til bókar, enda ekki fullreynt hvort hún er varanleg. Hér getur reynt á ábyrgðarmenn reikningsskila en þýðingarmikið er að veittar upplýsingar um slík viðskipti séu glöggar og gagnsæjar án þess að fela sig bakvið reglurnar sjálfar. Þá ber enn fremur að hafa í huga að bók- færsla á viðskiptavild í viðskiptum sem þessum, ef henni er áfátt, er á kostnað eldri hluthafa og hlutur þeirra þynnist fyrir vik- ið. Loks ætti það að vera umhugsunarefni að erlendis hafa eftirlitsaðilar sektað fyrir- tæki fyrir að afskrifa viðskiptavildina of seint. I því tilviki hafa innherjar búið yfir upplýsingum sem markaðurinn hefur ekki fengið að sjá. Allt þetta styður að hugtakið „glögg mynd“ eigi að vera sjálfstætt fremur en að það sé tengt við reglur og staðla. framhald á bls. 3 2 VÍSBENDING • 4 TBL. 2007

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.