Vísbending - 02.02.2007, Blaðsíða 4
VISBENDING
Jón Sigurðsson
hagfræðingur, fyrrverandi
bankastjóri NIB
Gylfaminning
N'okkrir jyrrverandi nemendur Gylfa
Þ. Gíslasonar afhentu Háskóla Is-
lands málverk af Gylfa 2. febrúar. 1
tilefni afþví skrifaðiJón Sigurðsson hagfrteðing-
ur meðjýlgjandi grein sem er að stofni til hluti
afávarpi hans þegar myndin var ajhent.
Gylfi Þ. Gíslason var einn þeirra manna
sem mestan svip settu á íslenskt þjóðlíf á síð-
ara helmingi tuttugustu aldar. Kornungur
kom hann heim til starfa að loknu háskóla-
námi sumarið 1939 og réðst þá þegar sem
kennari við Viðskiptaháskóla Islands, und-
anfara Viðskipta- og
hagfræðideildar Há-
skóla Islands er tók til
starfa árið 1940. Gylfi
var þá fyrstur manna
ráðinn fastur kennari í
viðskipta- og hagfræði
við Háskólann sem
dósent, en síðar pró-
fessor frá árinu 1946.
Doktorsprófi lauk
hann ffá háskólanum
í Frankiurt árið 1954.
Gylfi lét ungur til
sín taka á vettvangi
landsmála. Hann var
kosinn á þing fyrir
Alþýðuflokkinn í Reykjavík 1946 og sat á
þingi samfleytt í 32 ár. Menntamálaráðherra
var hann samfellt í fimmtán ár, 1956-1971,
og af þeim tíma jafhframt viðskiptaráðherra
í tólf ár, 1958-1971, en óslitinn árafjöldi
þessa ráðherradóms mun reyndar vera eins-
dæmi í báðum ráðuneytum. Þegar Gylfi lét
af ráðherrastörfum sneri hann sér aftur að
háskólakennslu og rannsóknum samhliða
þingstörfum. Hann tók á ný við prófessors-
embætti 1972 og gegndi því til ársins 1987,
en fræðaiðkun og ritstörfum hélt hann
áfram til æviloka. Hann var einn helsti braut-
ryðjandi í hagffæðikennslu og rannsóknum
hér á landi og lét sér alla tíð annt um innra
skipulag og starfsemi Viðskipta- og hagffæði-
deildar.
Gylfi var um margt boðberi nýrra tíma
í íslenskum stjórnmálum. Hann gerðist
snemma öflugur talsmaður nútímalegrar
jafhaðarstefhu sem heldur ffam kostum
markaðsbúskapar í stað miðstýringar í efha-
hagsmálum, en leggur jafhffamt áherslu á
að hagkerfið sé hluti af stærri samfélagsheild
þar sem verkefhi hins opinbera er að try'ggja
heilbrigt réttarfar, nausta stjórn fjármála og
peningamála og síðast en ekki síst félagslegt
öryggi og velferð alls almennings, en það
skiptir líka máli fyrir árangur efnahagsstarf-
seminnar. Kjarninn í þessari sýn á samfélagið
er að jafnrétti og hagkvæmni séu ekki endi-
lega andstæður og að viðskiptaffelsi og opið
þjóðfélag sé hvort tveggja forsenda jafnréttis.
Gylfa verður lengi minnst sem forysm-
manns í Viðreisnarstjórninni 1959-1971.
Viðreisnarstjórnin kippti íslensku hagkerfi
upp úr fari haffabúskapar og millifærslna
og felldi að mesm niður gjaldeyrisskömmt-
un, fjölgengi gjaldmiðla og margvísleg höff
á innflutning varnings. Hún lagði um leið
niður flókið kerfi útflutningsbóta og inn-
flutningsgjalda sem hafði að mildu leyti
rofið samhengið milli erlends markaðsverðs
og innlends verðlags. Gengisskráning krón-
unnar var einfolduð og gengið fellt. Þessar
róttæku ráðstafanir felldu íslensk efhahags-
mál að þeirri skipan sem algengust var á Vest-
urlöndum og lögðu
gmnn að blómlegu
hagvaxtarskeiði hér
á landi. Gylfi hafði
mótandi áhrif á þessar
aðgerðir allar og naut
þar hagffæðiþekking-
ar sinnar. Starfa hans
í Viðreisnarstjórninni
verður Hka minnst
vegna forystu hans
um gerð samningsins
um inngöngu Islands
ÍEFTA.
Gylfi var glögg-
sfy'ggn á aðalatriðin
í íslenskum efhahags-
málum og skildi flestum fyrr og bemr þær
veilur í íslenskum þjóðarbúskap sem fólust
í hömlulausri sókn í takmarkaða fiskstofha
á íslandsmiðum og landbúnaðarstefnu sem
byggðist á umfangsmiklum ffamleiðslu-
styrkjum og útflutningsbómm á landbún-
aðarafurðir. Hann var forspár um það að
hvort tveggja hlyti að leiða til ofljárfestingar
og óhagkvæmni í rekstri þessara ffumgreina
þjóðarbúsins. Um leið var í þessari stefnu
fólgin hætta á því að gengið yrði of nærri
gæðum náttúrunnar til sjós og lands. Grein-
ing Gylfa á þessum vanda og hugmyndir
hans um það hvernig við honum skyldi
snúist voru - og eru - umdeildar, en enginn
gat efast um heilindi Gylfa í þessum málum
ffekar en í öðm. Og enn er verk að vinna á
þessum vettvangi. Með árunum hefur kom-
ið æ betur í ljós að Gylfi var bæði ffamsýnn
og heilráður um þessi efni.
Þjóðin á þessum öndvegismanni ís-
lenskra mennta margt að þakka. Eg hygg að
mörgum muni fara líkt og mér að þeir viti
ekki glöggt hver verka Gylfa beri að þakka
mest eða hver standi hjarta þeirra næst - því
að svo margt gerði hann vel. E9
Aðrir sálmar
Viðskiptavinir
Sumir eru þannig að þeir halda við-
skiptum og vináttu aðskildum en
hitt er þó algengara að menn sem eiga
samleið vegna vinnu verði kunningjar
og síðar vinir í sumum dlvikum. Kunn-
ingsskapur eflir gagnkvæmt traust og
getur þannig gert gott viðskiptasamband
sterkara. Ef upp úr viðskiptunum raknar
vill oft fara á sömu lund með vináttuna.
Alþekktur er vandinn sem fjölskyldufyr-
irtæki lenda off í. Eftir að höfuð ættar-
innar fellur frá geta afkomendurnir ekki
komið sér saman um það hver eigi að
verða fremstur meðal jafningja, off með
hörmulegum afleiðingum fyrir bæði
fjölskylduna og fyrirtækið. Þó að menn
verði ekki vinir ætti gagnkvæmt traust
og virðing að vera grundvallarviðhorf í
viðskiptum. Fyrir nokkrum árum virtust
nokkrir ungir Islendingar í viðskiptum
ætla að temja sér þá viðskiptahætti að
öllum viðskiptum ætti að ljúka með því
að snúa á viðsemjandann. Þá fyrst töldu
þeir að viðskiptunum væri lokið. Þessir
viðskiptahættir geta gengið til skamms
tíma en reynast ekki vel til frambúðar.
Jafnvel þeir sem eru í þannig stöðu að
erfitt er að komast hjá því að eiga við þá
viðskipti veikja sig með því að temja sér
að skilja eftir óbragð í munni viðsemjand-
ans. Orðstír deyr aldrei og það á ekki síð-
ur við um slæman orðstír en góðan. Sagt
er að menn eigi að vera vingjarnlegir við
þá sem þeir skipta við á leiðinni upp
vegna þess þeir eigi eftir að hitta þá aftur
á niðurleiðinni. Það er óheppilegt fyrir
viðskipti almennt ef almenningur trúir
því að þeir sem þau stunda séu eintóm-
ir glæpamenn. Það er ekki glæpsamlegt
að verða gjaldþrota en þeir sem gera sér
Ieik að því að hlaupa ffá skuldum gjald-
þrota fyrirtækja skaða orðspor sitt. Eitt
gjaldþrot getur verið óheppni en í næsta
skipti fer að sjást ákveðið mynstur. Lík-
lega ætla fáir sér að vera óheiðarlegir. Þeir
breyta einfaldlega um viðmið frá því sem
almennt gildir. Þannig geta þeir hegðað
sér strangheiðarlega að eigin mati þó að
þeir umgangist eigur annarra eins og þeir
ættu þær sjálfir. „Ég átti þetta inni“ var
fleyg setning eins þeirra sem „lenti í“ fjár-
drætti. bj
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson
Utgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík.
Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646.
Netfang: visbending@talnakonnun.is.
Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans.
Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök.
öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita
án leyfis útgefanda.
4 VÍSBENDING • 4 TBL. 2007