Vísbending


Vísbending - 02.02.2007, Blaðsíða 1

Vísbending - 02.02.2007, Blaðsíða 1
ÍSBENDING Vikurit um viðskipti og efnahagsmdl 2. febrúar 2007 4. tölublað 25. árgangur ISSN 1021-8483 A1 og lýðræði Sigurður Jóhannesson hagfræðingur Beinar kosningar virðast henta vel til þess að skera úr einföldum skipulags- málum. Kosningar um stækkun álvers- ins í Straumsvík losa Samfylkingarmenn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar líka úr vanda. Þeir þurfa ekki að bera ábyrgð á því að hafa sam- þykkt stækkunina ef bæjarbúar fallast á hana í bindandi kosningu. Bæjarfúlltrúarnir þurfa því ekki að ganga gegn landsmálastefnu flokks síns um stöðvun stóriðjuframkvæmda í fimm ár. En lýðræðið hefúr sína vankanta. Það hent- ar til dæmis illa tíl þess að stýra fjárfestingum landsmanna í viðskiptalífinu. Kosningarnar í Hafnarfirði snúast að hluta tíl um það. Kostir Hafnfirðinga Stækkun álvers fylgja bæði kostir og gallar fyrir Hafnfirðinga. Meðal annars má telja þetta: • Tekjur bæjarins aukast. Fram hefúr komið að stækkun álversins gæti fært bænum ríflega 300 milljónir króna á ári eftir að skatdagning álversins hefúr verið ferð tíl sama horfs og hjá öðrum fyrirtækjum.1 Þá aukast tekjur hafnar- innar. Kostnaður eykst líldega á móti en ekki er Ijóst hver hann er. • Störfúm í álverinu fjölgar um 350. 2 Gera má ráð fyrir að sumir af nýju starfsmönn- unum muni eiga heima í Hafnarfirði. Við bætast tengd störf. • Bærinn verður háðari einu fyrirtæki um tekjur en nú. • Möguleikar á stækkun bæjarins suður með sjó gæm orðið minni en áður (ekki er víst að þeir séu miklir hvort eð er). • Flytja þarf Reykjanesbrautína. Það kostar að minnsta kostí 500 til 600 milljónir króna og er þá ekki horft á kostnað af tvöföldun vegarins.3 • Leiðin tíl Keflavíkur lengist að líkindum um nokkra tugi eða hundmð mena. Mynd: Ársverk á GWh í álverum á íslandi og heildar- orkunotkun þeirra í gígavattstundum. Heimildir: Hagstofan, eigin útreikningar, talan um drsverk 2005 er lauslega áœtluð, byggð á Mbl. 4.10. 2006: „Starjimenn iálverum 2.200 árið2015“ogstarfimannalista á heimasíðu Norðuráls. • Hvert fjögurra manna heimili í bænum leggur nálægt hálfri milljón króna í virkjanir fyrir álver, til viðbótar við þær fjárfestingar sem þar eru fyrir. Talið er að virkjanir í neðri hluta Þjórsár kostí 36-37 milljarða króna, en einnig þarf orku ffá Búðarhálsvirkjun. Auk þess kosta línur og spennistöðvar sin. Þena dugar fyrir 60% stækkunarinnar en Orkuveita Reykjavíkur útvegar 40%.4 Hafúfirðingar verða ekki mikið varir við fjárfestínguna fyrst um sinn því að féð er tekið að láni. Þegar horft er á tekjur Hafnarfjarðarbæj- ar af stækkun álversins þarf að skoða þær fjárfestingar sem bærinn þarf að leggja í vegna hennar, til dæmis við gerð vega og stækkun hafnar og einnig þarf að liggja fyrir hvað ýmis önnur þjónusta við álverið kostar. Þetta mættí bera saman við hreinar tekjur sem bærinn myndi hafa af öðrum at- vinnurekstri eða íbúðabyggð á svæðinu sem nú er rætt um að setja undir álver. Rætt er um að álverið muni fyrr hverfa á braut ef ekki verður leyft að stækka það. En staða Hafúarfjarðar er aftur á móti miklu betri en margra útgerðarstaða á landsbyggð- inni sem standa og falla með einu fyrirtæki. Tekjur Hafúarfjarðarbæjar af álverinu hafa verið lidar tíl þessa, innan við 1% af heild- artekjum sveitarsjóðs (A-hluta), en hlutfallið gætí hækkað í 5-6% ef skatdagning álvers verður eins og hjá öðmm fyrirtækjum og álverið verður auk þess stækkað. Árið 1997, síðasta árið sem ársverkatölur ná til, voru Hafnfirðingar um helmingur starfsmanna í álverinu og unnu þar 250 ársverk. Þetta framhald á bls. 3 T Hefúr meirihlutinn O Geta ársreikningar verið Q Mörg dæmi eru um að A Gylfi Þ. Gíslason var •t alltaf rétt fyrir sér og • £| bæði í samræmi við lög yj löglegum aðferðum sé Tf mjög áhrifamikill hag- má aldrei deila um og reglur og gefið „glögga : beitt til þess að „fegra“ : fræðingur sem kennari • niðurstöður hans? mynd“? reksturinn. og stjórnmálamaður. VÍSBENDING • 4 TBL. 2 0 0 7 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.