Bæjarblaðið - 14.07.1989, Qupperneq 5

Bæjarblaðið - 14.07.1989, Qupperneq 5
Bæjarblaðið frjálst óháð 5 Þvottahöllin Hafnargötu 30 sími 14994 Miniblet barnaskór 30% afsláttur Göngugrindur frá kr. 3.900.- Barnabaðborð frá kr. 9.500.- Hefurðu farið með þvottinn þinn í höll- ina? Hvaða höll segirðu kannski og set- ur upp undrunarsvip. Hér er ekki veriö að tala um höll eða kastala með síki i kringum. Alls ekki, heldur er í Keflavík þvottahús sem heitir Þvottahöllin. Fulltrúi Bæjarblaðsins kíkti þar í heimsókn til þess að kynna sér starf- semina. Nýstiginn inn fyrir þröskuld hallar- innar sveif á móti mér ung afgeiðslu- stúlka. ,,Segðu mér frá Þvottahöllinni bað ég hana. Afgreiðslustúlkan dró djúpt að sér andann og svaraði: Eigendurnir tóku við fyrir rúmum tveimur árum og hafa þvegið sleitulaust síðan. Við þvoum hér fyrir hin ýmsu fyrirtæki og einnig einstaklinga en þeir koma hingað með heimilisþvott og borðdúka fyrir hátíðir. Einnig þvoum við samfestinga og sloppa sem er gert við í leiðinni ef beðið er um. Margar verslanir og skrifstofur nota sér nýja þjónustu sem Þvottahöllin hef- ur tekið upp. Það er leiga á gólfmott- um. Vikulega eða hálfsmánaðarlega er komið og skipt um gólfmottur, þannig að ávalt sé hrein motta á staðnum. Einnig leigjum við út borðdúka í veisl- •ur. Nú dró stúlkan aftur að sér andann og brosti. Fulltrúi Bæjarblaðsins þakk aði fyrir svarið. baeinn TJARNARGÖTU 31a Rúnar Júll, Tryggvi og Sara alla helgina Mættu í stuðið

x

Bæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/975

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.