Heimilisritið - 01.05.1945, Blaðsíða 17

Heimilisritið - 01.05.1945, Blaðsíða 17
þar um 25% af nikotíninu. Næst glóðinni, þar sem hitinn er minni, myndast lofttegundir úr tóbaksblöðunum, og er í þeim m. a. nikotín. Um 30% af því rjúka út í loftið, en þau 45%, sem þá eru eftir, berast með að- alstraumnum til munnsins. — Meiri hlutinn nær þó ekki þang- að alla leið, því að óreykta tó- bakið, sem reykurinn gengur í gegnum, síar nikotín frá. Má því áætla, að aðeins um 15% af tóbakseitrinu muni sogast til munnsins. Sterkt eða létt tóbak. Því styttri sem leiðin er frá eimingarbeltinu og til munns- ins, því meira nikotín kemst alla leið. Þess vegna eru langir og mjóir vindlar léttari en stuttir og gildir, og vindillinn verður sterkari, eftir því sem hann styttist við reykinguna. í fyrsta lagi styttist leið reyksins og í öðru lagi eykst nikotínmagn tó- baksins, þegarreykurinn streym- ir gegnum það. Því skyldi aldr- ei reykja vindil eða vindling al- veg til enda, og ekki er heldur heppilegt að kveikja á ný í vind- ilstúf, því að hann logar þá verr og reykurinn verður eitraðri. Einkum ættu óvanir reykinga- menn að gæta þess að kveikja aldrei í vindil- eða vindlinga- stúf. Það, hvort vindlar eru HEIMILISRITIÐ sterkir eða léttir, fer ekki svo mjög eftir nikotínmagninu, en er komið undir því, hve mikið af nikotíninu kemst í líkamann. Sterkir eru vindlar, ef 15% og þar yfir, en léttir, ef undir 10% af nikotíninu kemst til munns- ins. Þurrt tóbak brennur ört, svo að hitinn verður mikill og eyði- leggst því mikið af nikotíninu. Rakt tóbak, einkum í vindlum,. er því sterkara en þurrt. Þetta er líka skýring á því, að vindill, sem brennur vel, er léttari en vindill, sem illa lifir í. Sá, sem reykir ört, fær minna nikotín í reyknum en hinn, sem — ef svo má segja — eimir blöðin hægt. en til fullnustu. Þeir, sem reykja vindlinga, soga oft ofan í sig reykinn. Ef reyknum er andað gegnum nefið, berst helmingi meira, og se honum andað nið- ur í lungu, berst fjórfalt meira af nikotíni inn í blóðið en þeg- ar reykurinn er aðeins soginn upp í munninn. Hvers vegna spillir tóbak mat- arlyst? Með munnvatninu kingja menn talsverðu nikotíni, og tef- ur það fyrir myndun magasaf- ans. Þeir, sem halda fram ein- hliða jurtafæðu, benda oft á það, að Byron hafi verið fyrir- myndar-jurtaæta; en hinu er þá ekki haldið á loft, að hann braut 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.