Heimilisritið - 01.05.1945, Blaðsíða 27
skilið mann, sem er eins hreinn
og beinn og ég“.
HIN STÓRU augu hennar
voru aftur orðin mild og svipur-
inn lýsti tilbeiðslu. „ Ég skil,
Jerry, þú ert guðdómlegur. Þú
mátt ekki hlægja að mér, en ég
má til með að segja þér það, að
þegar ég var lítil lá ég oft vak-
andi um nætur, lét mig dreyma
um hvernig mann ég vildi óska
mér, lofaði sjálfri mér að — að
enginn nema hann skyldi fá ást
mína. Er það ekki voða barna-
legt, Jerry? Veistu, að þú varst
maðurinn — það var um þig,
sem mig dreymdi allan tímann,
þó að ég hefði ekki hugmvnd um
að þú værir til“.
„Kysstu mig!“ sagði hann.
Svo stóð hann upp og leit á
flata gullarmbandsúrið sitt.
Hann var eirðarlaus og fingraði
við sígarettuveski sitt. „Langar
þig til að skreppa út og sjá þig
svolítið um?“
„í þessum hita? Ekki ég. En
skoða þú þig um, ef þú treystir
þér til að vera úti í þessum hita,
ástin. Ég ætla að blunda aftur“.
Hann lagaði hálsbindið á sér
fyrir framan litla spegilinn og
hagræddi rósinni. Svo veifaði
hann til hennar, gekk út og lok-
aði hurðinni á eftir sér.
Hitinn var óþolandi þegar
komið var út úr lestinni. Jerry
gekk eftir bráðnu götumalbik-
inu spölkorn inn í borgina. Fáir
voru á ferli. Hann gekk inn í
hressingarskála, þar sem seldir
voru svaladrykkir.
Inni var svalara. Bak við af-
greiðsluborðið stóð stúlka, á að
gizka 19 ára gömul. Hún hafði
mikið rautt hár og var áberandi
falleg í vexti. Hún var í að-
skornum, bláum kjól, sem fór
henni vel.
Jerry virti hana fyrir sér.
Hann var ekki annað en við-
skiptavinur. Hann studdi oln-
bogunum fram á gömlu marm-
araborðplötuna. „Eitt glas af
sítrónusafa, hjartað'1.
Stúlkan kom með drykkinn.
Þegar hún rétti honum glasið,
leit hún ófeimin framan í hann,
hrukkaði ennið ofurlítið og
sagði: „Fyrirgefið þér, hef ég
ekki séð yður einhversstaðar áð-
ur?“
Iiann hló. „Ég er Jerry Starr“.
Hinar fagursköpuðu, sterk-
rauðu varir hennar opnuðust.
„Guð sé oss næstur!“ sagði hún.
„Svei mér ef ég held ekki að þér
segið satt“.
Jerry setti upp alúðlegan, í-
smeygilegan svip, sem svo marg-
ar höfðu dáðst að, og sagði lágt:
„Komið þér hingað“.
Hún færði sig nær honum.
Hann teygði sig yfir borðið,
tók hönd hennar og lyfti henni.
HEIMILISRITIÐ
25