Heimilisritið - 01.05.1945, Blaðsíða 47
gefa vígbúnaði Breta nánar gæt-
ur. En foringinn þarf ekki að
segja nema eitt orð til þess að
hann fljúgi þangað með drep-
væna sprengjufarma í stað mein-
lausra ljósmyndavéla. Ekkert
land í heimi er eins varnarlaust
fyrir loftárásum og Bretlands-
eyjar. —------Þegar þýzki loft-
flotinn fer á stúfana fyrir al-
vöru, mun hann gera hræðilegri
árásir en dæmi eru til í verald-
arsögunni“.
Kuldi og kolaskortur. Sendi-
sveinninn okkar sagði í kvöld,
að við værum þrotnir að kolum
og við fengjum ekki meira af
þeim.
Berlín, 1. jan. 1940.
Hvað mun þetta ár bera í
skauti sínu? Úrslitin, sem Hitler
raupaði af í gær? Enn hef ég
engan Þjóðverja hitt, sem ekki
er fullviss um það, að þessi mála-
mynda styrjöld getur ekki vár-
að lengi enn. Hitler verður að
brjótast áfram til nýrra sigra.
Ella hlýtur valdakerfi hans að
hrynja.
Berlín, 3. jan. 1940.
Ég frétti í dag, hvað Rússar
hafa lofað að láta Þjóðverjum
í té þetta ár. Það er þetta:
1 000 000 smál. af korni og fóð-
urvörum.
500 000 smál. af olíufræi.
500 000 smál. af sojabaunum.
900 000 smál. af steinolíu.
150 000 smál. af baðmull, og
það er meira en nemur öllum
ársútflutningi Rússa árið sem
leið.
Og auk þessa þriggja milljóna
gullmarka virði af leðri og
skinnum.
Þetta er álitlegt á pappírnum,
en ég er hárviss um, að Rússar
láta aldrei nema lftinn hluta af
því, sem þeir hafa lofað.
Opinberlega er tilkynnt, að
Göring eigi að hafa algert ein-
veldi í fjármálum Þjóðverja
meðan á styrjöldinni stendur, en
hann hefur lengi haft það í raun
og veru. Blöðin eru byrjuð að
klifa á „ráðabruggi Breta um á-
rásir á Norðurlönd11. Okkur er
sagt, að Hitler hafi skipað land-
her, lofther og flota að búa sig
í skyndi undir að verja Skandi-
navíu fyrir Bandamönnum, ef
þeir skyldu reyna að fara um
hana til hjálpar við Finna gegn
Rússum. Bæði landherinn og
sjóliðið eru mjög vinveitt Finn-
um, en er það ljóst, að verja
verður siglingaleiðina til sænsku
járnnámanna. Líf Þjóðverja
liggur við að missa ekki af
sænska járninu.
Berlín, 8. jan. 1940.
Átti útvarpsviðtal við Ernst
Udet hershöfðingja í dag, erx
45
HEIMILISRITIÐ