Heimilisritið - 01.05.1945, Page 17
þar um 25% af nikotíninu. Næst
glóðinni, þar sem hitinn er
minni, myndast lofttegundir úr
tóbaksblöðunum, og er í þeim
m. a. nikotín. Um 30% af því
rjúka út í loftið, en þau 45%,
sem þá eru eftir, berast með að-
alstraumnum til munnsins. —
Meiri hlutinn nær þó ekki þang-
að alla leið, því að óreykta tó-
bakið, sem reykurinn gengur í
gegnum, síar nikotín frá. Má
því áætla, að aðeins um 15%
af tóbakseitrinu muni sogast til
munnsins.
Sterkt eða létt tóbak.
Því styttri sem leiðin er frá
eimingarbeltinu og til munns-
ins, því meira nikotín kemst alla
leið. Þess vegna eru langir og
mjóir vindlar léttari en stuttir
og gildir, og vindillinn verður
sterkari, eftir því sem hann
styttist við reykinguna. í fyrsta
lagi styttist leið reyksins og í
öðru lagi eykst nikotínmagn tó-
baksins, þegarreykurinn streym-
ir gegnum það. Því skyldi aldr-
ei reykja vindil eða vindling al-
veg til enda, og ekki er heldur
heppilegt að kveikja á ný í vind-
ilstúf, því að hann logar þá verr
og reykurinn verður eitraðri.
Einkum ættu óvanir reykinga-
menn að gæta þess að kveikja
aldrei í vindil- eða vindlinga-
stúf. Það, hvort vindlar eru
HEIMILISRITIÐ
sterkir eða léttir, fer ekki svo
mjög eftir nikotínmagninu, en
er komið undir því, hve mikið
af nikotíninu kemst í líkamann.
Sterkir eru vindlar, ef 15% og
þar yfir, en léttir, ef undir 10%
af nikotíninu kemst til munns-
ins. Þurrt tóbak brennur ört, svo
að hitinn verður mikill og eyði-
leggst því mikið af nikotíninu.
Rakt tóbak, einkum í vindlum,.
er því sterkara en þurrt. Þetta
er líka skýring á því, að vindill,
sem brennur vel, er léttari en
vindill, sem illa lifir í. Sá, sem
reykir ört, fær minna nikotín
í reyknum en hinn, sem — ef svo
má segja — eimir blöðin hægt.
en til fullnustu. Þeir, sem reykja
vindlinga, soga oft ofan í sig
reykinn. Ef reyknum er andað
gegnum nefið, berst helmingi
meira, og se honum andað nið-
ur í lungu, berst fjórfalt meira
af nikotíni inn í blóðið en þeg-
ar reykurinn er aðeins soginn
upp í munninn.
Hvers vegna spillir tóbak mat-
arlyst?
Með munnvatninu kingja
menn talsverðu nikotíni, og tef-
ur það fyrir myndun magasaf-
ans. Þeir, sem halda fram ein-
hliða jurtafæðu, benda oft á
það, að Byron hafi verið fyrir-
myndar-jurtaæta; en hinu er þá
ekki haldið á loft, að hann braut
15