Heimilisritið - 01.06.1947, Blaðsíða 24
saman 'losnar stundum stórkostleg-
ur tilfinningakraftur úr læðingi,
kæfir með öllu ályktunarhæfileika
fólksins og skapat hina fáránleg-
ustu trúarsannfæringu. Þessi múg-
sefjun er nútímamynd galdranna.
Þegar Hitler ávarpaði mannfjöida,
var hann vanur að hafa þi7átíu
feta háa fána að bakgrunni; og
iöngu áður en hann lauk máli sínu
leyndi það sér ekki, að næstum
hver einasti viðstaddur maður
hafði öðlast þá bjargföstu sannfær-
ingu, að Þjóðverjar væru af göf-
ugra kynstofni en aðrar þjóðir.
Al'lir, sem sáu Nijinski dansa,
segja að hann hafi stokkið hærra
en nokkur annar dansari og næst-
um liðið í loftinu. Stökk hans
voru aldrei mæld vísindalega, enda
hdfði það ekki haft hið minnsta
að segja; aðaiatriðið er það, að
Nijinski var sannfærður og tókst
með töfratækni sinni á danssvið-
inu að sannfæra aðra.
ÞVÍ meir sem galdrarnir nálg-
ast vísindin því einfaldari verða
galdraformálarnir. Vatnssklrn er
nú orðin föst venja, en hvernig
hún verkar veit enginn; sömuleið-
is sú töfraafchö^fn að ganga með
klofna hesligrein um jörðina, til að
finna vatn eða málma í jörðu, en
hvorttveggja þetta eru gamiir
ga'ldraformálar.
Galdrar geta þjónað góðum til-
gangi, til dæmis þeim að lækna
gigt. Einnig meinlausum tilgangi
eins og að leitast við að skyggnast
inn í framtíðina eða tala við dána
ættingja. En þegar þeir beinast að
því að drepa eða skaða menn og
skepnur, er það nefnt svartigald-
ur, og hann er ’enn við líði, þótt
leynt sé með hann farið. Árið 1934
kom fyrir frægt mál, sem höfðað
var gegn ungum Englending, sem
hafði fórnað ketti á altari í Cefalu
á Sikiley; og margt fólk, sem vissi
að kettir eru fremur settir í sam-
band við svartaga'ldur en hvíta-
galdur, slógu því föstu að eitthvað
ó'hreint væri á seiði.
William Seabrook segir frá því
í bók sinni um galdra, að hann
hafi komið á heimili, þar sem ein
stúlkan neytti ekki matar síns eins-
og annað fólk. heldur borðaði ein-
ungis saltlausan mjölgraut úr tré-
skál með trésleif. Sumir gátu hald-
ið að þetta væri bara sérvizka, eða
vegna heilsunnar gert, en Seabrook
vissi, að bölvun hafði verið lögð á
hana, og að hún áleit sig örugga
meðan hún át ekki annað en korn-
mat og notaði ekki málmáhöld.
Sumum kann að þvkja það undar-
legt, hversvegna hún skyldi trúa
á þetta. En til þess voru jýmsar á-
stæður, meðal annara undarlegur
magaverkur, sem hún þjáist af og
læknar gátu ekki bætt úr. Hún á-
leit sjálf, að það stafaði af því,
að einhver væri að pikka með prjón
í magann á brúðu, sem líktist
18
HEIMILISRITIÐ